Sígandi lukka
Bergur hefur teflt Kötlu fram í öðrum greinum, einnig með flottum árangri, hafnaði hann í 5. sæti í fjórgangi og 9. sæti í gæðingafimi í Meistaradeildinni þetta árið.
Katla er fjölhæf, kraftmikil hryssa með mikla útgeilsun, en meðfylgjandi mynskeið sýnir sýningu þeirra í forkeppninni í slaktaumatölti.
Niðurstaða A-úrslita:
1. Árni Björn Pálsson - Skíma frá Kvistum - 8.00
2. Jakob Svavar Sigurðsson - Gloría frá Skúfslæk - 7.83
3. Bergur Jónsson - Katla frá Ketilsstöðum - 7.71
4. Hinrik Bragason - Pistill frá Litlu-Brekku - 7.54
5. Ísólfur Líndal Þórisson - Gulltoppur frá Þjóðólfshaga 1 - 7.17
6. Sigurbjörn Bárðarson - Spói frá Litlu-Brekku - 6.38
Frekari úrslit og upplýsingar um einstaka dóma er að finna á meistaradeild.is.
Tengdar fréttir

„Er bara klökk“
Baráttan var hörð um efstu sætin á fyrsta stórmóti ársins í hestaheiminum en Hulda Gústafsdóttir hélt forystunni þar til yfir lauk.

Gefur ekkert eftir
Minnstu munaði að Jakobi Svavari Sigurðssyni tækist að næla sér í gullið í keppni í slaktaumatölti í Meistaradeildinni í hestaíþróttum í gærkvöldi á tölthryssunni Gloríu frá Skúfslæk.

Jakob sló í gegn
Jakob Svavar Sigurðsson átti um margt ógleymanlega sýningu í keppni í gæðingafimi í hestaíþróttum í Meistaradeildinni. Á einstakan hátt sýndi hann hvernig unnt er að hafa áhrif á og stjórna orkustigi og formi hests með minnstu mögulegu ábendingum.

Árni Björn í feiknastuði
Afreksknapinn Árni Björn Pálsson er illviðráðanlegur í Meistaradeildinni í hestaíþróttum, en hann vann keppni í slaktaumatölti í gærkvöldi á Skímu frá Kvistum og er enn stigahæstur í einstaklingskeppninni.

Ungir koma sterkir inn
Athygli hefur vakið að ungir knapar hafa komið sterkir inn í Meistaradeildina í hestaíþróttum, mótaröð sem hófst í janúar. Einn af þeim er Ásmundur Ernir Snorrason sem hafnaði í þriðja sæti í keppni í gæðingafimi á hestinum Speli frá Njarðvík.