Leiðsögumaður í Reynisfjöru: „Maður fær bara skammir“ kolbeinn tumi daðason skrifar 26. febrúar 2016 15:31 Frá Reynisfjöru á dögunum. Vísir/Friðrik Þór Á hverjum tímapunkti á degi hverjum eru 100-200 erlendir ferðamenn í Reynisfjöru. Fólk lenti í lífsháska í fjörunni í gær og ástandið í dag var litlu skárra. Leiðsögumaður á svæðinu segist einfaldlega fá skammir þegar hann geri athugasemdir við háttalag fólks sem hættir sér of nærri sjónum. „Maður fær bara skammir,“ segir Hermann Valsson leiðsögumaður í samtali við Vísi. Hann kom hópi ferðamanna til bjargar í gær og hefur verið í fjörunni í dag sömuleiðis. Ástæðuna fyrir því að hann fái skammir segir hann vera þá að hann sé ekki lögreglumaður og hafi ekki leyfi til handtöku. Hermann útskýrir að flóra ferðamanna sem nú sækir landið heim og hefur gert undanfarin misseri sé allt annars eðlis en fyrri samsetning. Fyrir tíu árum hefði mátt flokka erlenda ferðamenn sem landkönnuði, við tók massatúrismi en í dag sé skipulagður massatúrismi. Þannig séu ferðamenn hættir að kynna sér land og þjóð fyrir komuna hingað. Það sé meira þannig að fólk fresti ferð til Benedorm og ætli að skella sér til Íslands í staðinn „Þegar þú ferð til Benedorm og sérð sól og sand hugsarðu bara: „Hiti, ég, úti, baða mig,“ segir Hermann. Það sé alveg eins um þá sem komi til Íslands þessa dagana. Lággjaldaflugfélögin fljúgi hingað í auknum mæli og þetta fylgi því. „Þekkingarskorturinn er algjör.“Nýtt aðvörunarskilti í Reynisfjöru í gær. Verkfræðistofan EFLA hannaði skiltin.Mynd/Íris GuðnadóttirLeið eins og einmana smala á fjalli Hermann var á fleygiferð með ferðamenn í dag og sagði tíu til tuttugu rútur af ferðamönnum í Reynisfjöru yfir daginn hverju sinni. Auk þess ferðamenn á eigin vegum. Engu virðist skipta þótt komið hafi verið upp nýjum skiltum í gær. „Skiltin eru góðra gjalda verð en þetta er bara svo lítið,“ segir Hermann. Fólk strunsi framhjá skiltunum og svo sé það komið niður í fjöru. Þar hafi honum liðið eins og smalastrák. „Ég var að reka alla upp ofar í fjöruna hægra megin og þá voru allt í einu allir komnir vinstra megin,“ segir Hermann. „Þetta er eins og að fara til fjalla að smala og vera einn.“ Hermann telur að aðilar sem koma að stýringu ferðamála hér á landi séu búnir að missa tökin á ferðamannafjöldanum. Þau geri sér ekki grein fyrir því hvað sé að gerast með ferðamennina og bendir á Íslandsstofu og Ferðamálaráð sem dæmi. „Við erum komin inn í algjört brjálæði,“ segir Hermann og telur ekkert duga nema gæslu á svæðinu.Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í viðtali við Reykjavík síðdegis að fólk eigi ekki að geta komist hjá því að sjá skiltin. Viðtalið við Svein Kristján má sjá að neðan. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Lögreglan hætt að vakta Reynisfjöru „Það sem við höfum einna helst verið að skipta okkur af er þegar fólk fer of nálægt fjöruborðinu og ætlar að leika sér í öldunum eða flæðarmálinu.“ 24. febrúar 2016 15:51 Fólk í lífshættu í Reynisfjöru skömmu áður en skiltin voru sett upp "Þau voru alveg frosin þannig að ég þurfti að vera mjög ákveðinn til að koma þeim upp úr fjörunni,“ segir Hermann Valsson leiðsögumaður. 26. febrúar 2016 13:00 Kínverskt tákn fyrir hættu á nýjum skiltum í Reynisfjöru Tveimur nýjum viðvörunarskiltum verður komið upp í Reynisfjöru á morgun, fimmtudag. 24. febrúar 2016 23:38 Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður The Vivienne er látin Erlent Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Erlent Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Erlent Fleiri fréttir Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Sjá meira
Á hverjum tímapunkti á degi hverjum eru 100-200 erlendir ferðamenn í Reynisfjöru. Fólk lenti í lífsháska í fjörunni í gær og ástandið í dag var litlu skárra. Leiðsögumaður á svæðinu segist einfaldlega fá skammir þegar hann geri athugasemdir við háttalag fólks sem hættir sér of nærri sjónum. „Maður fær bara skammir,“ segir Hermann Valsson leiðsögumaður í samtali við Vísi. Hann kom hópi ferðamanna til bjargar í gær og hefur verið í fjörunni í dag sömuleiðis. Ástæðuna fyrir því að hann fái skammir segir hann vera þá að hann sé ekki lögreglumaður og hafi ekki leyfi til handtöku. Hermann útskýrir að flóra ferðamanna sem nú sækir landið heim og hefur gert undanfarin misseri sé allt annars eðlis en fyrri samsetning. Fyrir tíu árum hefði mátt flokka erlenda ferðamenn sem landkönnuði, við tók massatúrismi en í dag sé skipulagður massatúrismi. Þannig séu ferðamenn hættir að kynna sér land og þjóð fyrir komuna hingað. Það sé meira þannig að fólk fresti ferð til Benedorm og ætli að skella sér til Íslands í staðinn „Þegar þú ferð til Benedorm og sérð sól og sand hugsarðu bara: „Hiti, ég, úti, baða mig,“ segir Hermann. Það sé alveg eins um þá sem komi til Íslands þessa dagana. Lággjaldaflugfélögin fljúgi hingað í auknum mæli og þetta fylgi því. „Þekkingarskorturinn er algjör.“Nýtt aðvörunarskilti í Reynisfjöru í gær. Verkfræðistofan EFLA hannaði skiltin.Mynd/Íris GuðnadóttirLeið eins og einmana smala á fjalli Hermann var á fleygiferð með ferðamenn í dag og sagði tíu til tuttugu rútur af ferðamönnum í Reynisfjöru yfir daginn hverju sinni. Auk þess ferðamenn á eigin vegum. Engu virðist skipta þótt komið hafi verið upp nýjum skiltum í gær. „Skiltin eru góðra gjalda verð en þetta er bara svo lítið,“ segir Hermann. Fólk strunsi framhjá skiltunum og svo sé það komið niður í fjöru. Þar hafi honum liðið eins og smalastrák. „Ég var að reka alla upp ofar í fjöruna hægra megin og þá voru allt í einu allir komnir vinstra megin,“ segir Hermann. „Þetta er eins og að fara til fjalla að smala og vera einn.“ Hermann telur að aðilar sem koma að stýringu ferðamála hér á landi séu búnir að missa tökin á ferðamannafjöldanum. Þau geri sér ekki grein fyrir því hvað sé að gerast með ferðamennina og bendir á Íslandsstofu og Ferðamálaráð sem dæmi. „Við erum komin inn í algjört brjálæði,“ segir Hermann og telur ekkert duga nema gæslu á svæðinu.Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í viðtali við Reykjavík síðdegis að fólk eigi ekki að geta komist hjá því að sjá skiltin. Viðtalið við Svein Kristján má sjá að neðan.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Lögreglan hætt að vakta Reynisfjöru „Það sem við höfum einna helst verið að skipta okkur af er þegar fólk fer of nálægt fjöruborðinu og ætlar að leika sér í öldunum eða flæðarmálinu.“ 24. febrúar 2016 15:51 Fólk í lífshættu í Reynisfjöru skömmu áður en skiltin voru sett upp "Þau voru alveg frosin þannig að ég þurfti að vera mjög ákveðinn til að koma þeim upp úr fjörunni,“ segir Hermann Valsson leiðsögumaður. 26. febrúar 2016 13:00 Kínverskt tákn fyrir hættu á nýjum skiltum í Reynisfjöru Tveimur nýjum viðvörunarskiltum verður komið upp í Reynisfjöru á morgun, fimmtudag. 24. febrúar 2016 23:38 Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður The Vivienne er látin Erlent Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Erlent Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Erlent Fleiri fréttir Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Sjá meira
Lögreglan hætt að vakta Reynisfjöru „Það sem við höfum einna helst verið að skipta okkur af er þegar fólk fer of nálægt fjöruborðinu og ætlar að leika sér í öldunum eða flæðarmálinu.“ 24. febrúar 2016 15:51
Fólk í lífshættu í Reynisfjöru skömmu áður en skiltin voru sett upp "Þau voru alveg frosin þannig að ég þurfti að vera mjög ákveðinn til að koma þeim upp úr fjörunni,“ segir Hermann Valsson leiðsögumaður. 26. febrúar 2016 13:00
Kínverskt tákn fyrir hættu á nýjum skiltum í Reynisfjöru Tveimur nýjum viðvörunarskiltum verður komið upp í Reynisfjöru á morgun, fimmtudag. 24. febrúar 2016 23:38