Tekst goðsögninni að endurheimta mannorð sitt í kvöld? Pétur Marinó Jónsson skrifar 27. febrúar 2016 09:00 Vísir/Getty Goðsögnin Anderson Silva mætir Michael Bisping á UFC bardagakvöldinu í London í kvöld. Þetta verður fyrsti bardagi Silva eftir að hafa afplánað eins árs keppnisbann. Það kom mörgum í opna skjöldu er Anderson Silva féll á lyfjaprófi eftir bardaga hans gegn Nick Diaz. Í lyfjaprófi hans fundust tveir anabólískir sterar og hefur það sett stóran svartan blett á feril eins besta bardagamann sögunnar. Það bætti svo ekki úr skák hve léleg málsvörn Silva var. Hann hélt allan tímann fram sakleysi sínu og hélt því fram að stinningarlyf sem hann tók hafi innihaldið anabólaska sterann drostanolone. Nánar má lesa um málið hér. Eftir að hafa verið einn virtasti bardagamaður heims í mörg ár hefur Anderson Silva orðið að aðhlátursefni. Hann getur þó endurheimt mannorð sitt að einhverju leyti á morgun. Það má ekki gleyma því að Anderson Silva er einn magnaðasti bardagamaður í sögu MMA. Silva sigraði 16 bardaga í röð í UFC, hefur klárað 14 bardaga í UFC og hélt millivigtarbeltinu í 2457 daga en allt þetta eru met í UFC. Andstæðingar Silva voru oft á tíðum búnir að tapa áður en þeir gengu inn í búrið gegn honum. Þeir voru hræddir við hann og virtist hann vera gjörsamlega ósigrandi. Það var hins vegar einn maður sem virtist ekki óttast hann, Chris Weidman. Bandaríkjamaðurinn byrjaði á að rota Silva og hálfu ári síðar braut Silva sköflunginn sinn í bardaga gegn Weidman. Þessi ósnertanlega ára sem Silva var með var horfin og virðist hinn fertugi Silva ekki vera nálægt því sami bardagamaðurinn og hann var þegar hann var uppi á sitt besta. Ekki er öll von úti þó. Takist honum að klára Bisping á sannfærandi hátt, og standast öll lyfjapróf, er aldrei að vita nema Anderson Silva fái möguleika á að berjast aftur um titilinn. Bardagakvöldið í kvöld fer fram í London og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl 21 en eftirtaldir fjórir bardagar verða sýndir.Millivigt: Anderson Silva gegn Michael BispingMillivigt: Gegard Mousasi gegn Thales LeitesVeltivigt: Tom Breese gegn Keita NakamuraBantamvigt: Francisco Rivera gegn Brad Pickett MMA Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum „Haukar hefðu alveg eins getað unnið þennan leik“ Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Sjá meira
Goðsögnin Anderson Silva mætir Michael Bisping á UFC bardagakvöldinu í London í kvöld. Þetta verður fyrsti bardagi Silva eftir að hafa afplánað eins árs keppnisbann. Það kom mörgum í opna skjöldu er Anderson Silva féll á lyfjaprófi eftir bardaga hans gegn Nick Diaz. Í lyfjaprófi hans fundust tveir anabólískir sterar og hefur það sett stóran svartan blett á feril eins besta bardagamann sögunnar. Það bætti svo ekki úr skák hve léleg málsvörn Silva var. Hann hélt allan tímann fram sakleysi sínu og hélt því fram að stinningarlyf sem hann tók hafi innihaldið anabólaska sterann drostanolone. Nánar má lesa um málið hér. Eftir að hafa verið einn virtasti bardagamaður heims í mörg ár hefur Anderson Silva orðið að aðhlátursefni. Hann getur þó endurheimt mannorð sitt að einhverju leyti á morgun. Það má ekki gleyma því að Anderson Silva er einn magnaðasti bardagamaður í sögu MMA. Silva sigraði 16 bardaga í röð í UFC, hefur klárað 14 bardaga í UFC og hélt millivigtarbeltinu í 2457 daga en allt þetta eru met í UFC. Andstæðingar Silva voru oft á tíðum búnir að tapa áður en þeir gengu inn í búrið gegn honum. Þeir voru hræddir við hann og virtist hann vera gjörsamlega ósigrandi. Það var hins vegar einn maður sem virtist ekki óttast hann, Chris Weidman. Bandaríkjamaðurinn byrjaði á að rota Silva og hálfu ári síðar braut Silva sköflunginn sinn í bardaga gegn Weidman. Þessi ósnertanlega ára sem Silva var með var horfin og virðist hinn fertugi Silva ekki vera nálægt því sami bardagamaðurinn og hann var þegar hann var uppi á sitt besta. Ekki er öll von úti þó. Takist honum að klára Bisping á sannfærandi hátt, og standast öll lyfjapróf, er aldrei að vita nema Anderson Silva fái möguleika á að berjast aftur um titilinn. Bardagakvöldið í kvöld fer fram í London og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl 21 en eftirtaldir fjórir bardagar verða sýndir.Millivigt: Anderson Silva gegn Michael BispingMillivigt: Gegard Mousasi gegn Thales LeitesVeltivigt: Tom Breese gegn Keita NakamuraBantamvigt: Francisco Rivera gegn Brad Pickett
MMA Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum „Haukar hefðu alveg eins getað unnið þennan leik“ Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Sjá meira