Isavia spáir 470.000 fleiri ferðamönnum Svavar Hávarðsson skrifar 29. febrúar 2016 06:00 Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia, segir tíðindin gleðileg og mikilvægt að þessi mikla viðbót ferðafólks stefnir hingað að mestu leyti utan háannatíma. Uppfærð farþegaspá Isavia fyrir Keflavíkurflugvöll gerir ráð fyrir að erlendir ferðamenn verði 1,73 milljónir á þessu ári – eða 37% fleiri en komu hingað til lands í fyrra. Fyrri farþegaspá Isavia er innan við þriggja mánaða gömul, en í lok nóvember gerði félagið ráð fyrir því að erlendum ferðamönnum myndi fjölga um rúm 22% og þeir yrðu 1,54 milljónir. Frá staðfestum tölum Ferðamálastofu fyrir árið 2015 gerði fyrri farþegaspá ráð fyrir að 282 þúsund fleiri kæmu í ár, en ný spá gerir ráð fyrir að 468 þúsund erlendir ferðamenn bætist við hóp sem taldi tæplega 1,29 milljónir árið 2015. Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia, segir tíðindin gleðileg og mikilvægt að þessi mikla viðbót ferðafólks stefnir hingað að mestu leyti utan háannatíma, sem beri þess glöggt vitni að markaðssetning Isavia og ferðaþjónustunnar allrar hafi borið tilætlaðan árangur. „Flugfélögin hafa vaxið mjög hratt og framkvæmdir á flugvöllum eru í eðli sínu tímafrekar. Þær geta því illa haldist í hendur við svo mikla aukningu sem raun ber vitni nema hún verði utan mestu álagstímanna. Flugvöllurinn er þétt setinn á álagstímum en nóg pláss er utan þeirra. Það er því ánægjulegt að tekist hafi að dreifa álaginu betur þar sem þannig er hægt að mæta fjölguninni,“ segir Björn Óli. Fyrri farþegaspá gerði ráð fyrir að heildarfjöldi gesta í Keflavík yrði 6,25 milljónir í ár, en þeir voru 4,85 milljónir í fyrra. Ný spá gerir ráð fyrir að 6,66 milljónir ferðalanga fari um völlinn – sem er 37% aukning á milli ára. Isavia hefur gripið til ýmissa ráðstafana til að anna aukinni umferð. Fleira starfsfólk hefur verið ráðið og flugstöðin verið stækkuð, en hún er nú 10 þúsund fermetrum stærri en í fyrra. Á árinu 2016 verður farið í framkvæmdir fyrir um 20 milljarða króna, sem mun auka afköst og bæta flæðið innan flugstöðvarinnar. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Tvöfalt fleiri farþegar á þremur árum Samkvæmt spá Isavia munu 6,25 milljónir fara um Keflavíkurflugvöll á næsta ári. Ef spár standast mun ferðamet Íslendinga frá árinu 2007 verða slegið. 26. nóvember 2015 07:00 Flug í boði 25 félaga – voru átta fyrir áratug Aldrei hafa eins mörg flugfélög ákveðið að fljúga til og frá Íslandi og á þessu ári. 27. febrúar 2016 06:00 6,25 milljón farþegar um Keflavíkurflugvöll árið 2016 Búist er við að um 28,4 prósent fleiri farþegar muni fara um Keflavíkurflugvelli á næsta ári en þessu. 25. nóvember 2015 10:41 Mest lesið Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Sjá meira
Uppfærð farþegaspá Isavia fyrir Keflavíkurflugvöll gerir ráð fyrir að erlendir ferðamenn verði 1,73 milljónir á þessu ári – eða 37% fleiri en komu hingað til lands í fyrra. Fyrri farþegaspá Isavia er innan við þriggja mánaða gömul, en í lok nóvember gerði félagið ráð fyrir því að erlendum ferðamönnum myndi fjölga um rúm 22% og þeir yrðu 1,54 milljónir. Frá staðfestum tölum Ferðamálastofu fyrir árið 2015 gerði fyrri farþegaspá ráð fyrir að 282 þúsund fleiri kæmu í ár, en ný spá gerir ráð fyrir að 468 þúsund erlendir ferðamenn bætist við hóp sem taldi tæplega 1,29 milljónir árið 2015. Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia, segir tíðindin gleðileg og mikilvægt að þessi mikla viðbót ferðafólks stefnir hingað að mestu leyti utan háannatíma, sem beri þess glöggt vitni að markaðssetning Isavia og ferðaþjónustunnar allrar hafi borið tilætlaðan árangur. „Flugfélögin hafa vaxið mjög hratt og framkvæmdir á flugvöllum eru í eðli sínu tímafrekar. Þær geta því illa haldist í hendur við svo mikla aukningu sem raun ber vitni nema hún verði utan mestu álagstímanna. Flugvöllurinn er þétt setinn á álagstímum en nóg pláss er utan þeirra. Það er því ánægjulegt að tekist hafi að dreifa álaginu betur þar sem þannig er hægt að mæta fjölguninni,“ segir Björn Óli. Fyrri farþegaspá gerði ráð fyrir að heildarfjöldi gesta í Keflavík yrði 6,25 milljónir í ár, en þeir voru 4,85 milljónir í fyrra. Ný spá gerir ráð fyrir að 6,66 milljónir ferðalanga fari um völlinn – sem er 37% aukning á milli ára. Isavia hefur gripið til ýmissa ráðstafana til að anna aukinni umferð. Fleira starfsfólk hefur verið ráðið og flugstöðin verið stækkuð, en hún er nú 10 þúsund fermetrum stærri en í fyrra. Á árinu 2016 verður farið í framkvæmdir fyrir um 20 milljarða króna, sem mun auka afköst og bæta flæðið innan flugstöðvarinnar.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Tvöfalt fleiri farþegar á þremur árum Samkvæmt spá Isavia munu 6,25 milljónir fara um Keflavíkurflugvöll á næsta ári. Ef spár standast mun ferðamet Íslendinga frá árinu 2007 verða slegið. 26. nóvember 2015 07:00 Flug í boði 25 félaga – voru átta fyrir áratug Aldrei hafa eins mörg flugfélög ákveðið að fljúga til og frá Íslandi og á þessu ári. 27. febrúar 2016 06:00 6,25 milljón farþegar um Keflavíkurflugvöll árið 2016 Búist er við að um 28,4 prósent fleiri farþegar muni fara um Keflavíkurflugvelli á næsta ári en þessu. 25. nóvember 2015 10:41 Mest lesið Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Sjá meira
Tvöfalt fleiri farþegar á þremur árum Samkvæmt spá Isavia munu 6,25 milljónir fara um Keflavíkurflugvöll á næsta ári. Ef spár standast mun ferðamet Íslendinga frá árinu 2007 verða slegið. 26. nóvember 2015 07:00
Flug í boði 25 félaga – voru átta fyrir áratug Aldrei hafa eins mörg flugfélög ákveðið að fljúga til og frá Íslandi og á þessu ári. 27. febrúar 2016 06:00
6,25 milljón farþegar um Keflavíkurflugvöll árið 2016 Búist er við að um 28,4 prósent fleiri farþegar muni fara um Keflavíkurflugvelli á næsta ári en þessu. 25. nóvember 2015 10:41