BBC greinir frá því að fulltrúar yfirvalda hafi byrjað að taka saman kofa og skýli í suðurhluta búðanna, en hafi látið þá kofa sem séu í notkun í friði.
Óeirðalögregla er á staðnum, en fram kemur að vatnsbyssur óeirðalögreglu hafi enn ekki verið notaðar.
Frönsk yfirvöld hyggjast flytja þá flóttamenn sem hafast við í Calais í sérstakar móttökustöðvar fyrir flóttamenn í bænum.
Fjöldi flóttafólks hafa síðustu mánuði dvalið í „Frumskóginum“ í þeirri von að komast áfram til Bretlands.
Talsmenn franskra yfirvalda segja um þúsund manns nú hafast við í „Frumskóginum“ þó að fulltrúar hjálparsamtaka segja fjöldann mun hærri.