Lífið

Laddi treður upp á Aldrei fór ég suður

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Laddi hefur skapað fjöldann allan af eftirminnilegum persónum í gegnum tíðina og sömuleiðis samið fjöldan allan af lögum. Hann verður sjötugur á næsta ári.
Laddi hefur skapað fjöldann allan af eftirminnilegum persónum í gegnum tíðina og sömuleiðis samið fjöldan allan af lögum. Hann verður sjötugur á næsta ári. Vísir/GVA
Þórhallur Sigurðsson, Laddi, verður heiðurslistamaður á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður um páskana. Þetta verður í fyrsta skipti sem Laddi kemur fram á hátíðinni og mun vera langt síðan að Laddi tók lagið á sviði en hann hefur samið fjöldan allan af lögum á löngum ferli.

Þetta kom fram á blaðamannafundi í tilefni hátíðarinnar á Ísafjarðarflugvelli í dag. Kristján Freyr Halldórsson, kynningarstjóri hátíðarinnar, sagði hugmyndina um að fá Ladda hafa kviknað fyrir tveimur árum en nú væri hún orðin að veruleika. 

Meðal laga sem Íslendingar ættu að kannast við úr smiðju Ladda eru Austurstræti, Jón Spæjó, Skúli Óskarsson, Hlussan, Bombadilla, Skúli rafvirki, Vesturbæjarlaugin, Pabbi minn og Bingó bingó bingó.

Aldrei fór ég suður fer fram um páskana og verður í nýrri skemmu rækjuvinnslunnar Kampa. Skemman er aðeins stærri en við Grænagarð þar sem hátíðin hefur farið fram undanfarin sjö ár. Lægra er til lofst, hún er lengri og mjórri og nær miðbænum sem ætti að leysa bílastæðavanda sem hefur gert vart við sig á hinum staðnum.

 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.