Gunnar mætir rússneskum rotara í Rotterdam Henry Birgir Gunnarsson skrifar 1. mars 2016 08:00 Gunnar Nelson mætir Albert Tumenov í Rotterdam. vísir/getty Vísir getur staðfest að næsti bardagi Gunnars Nelson fer fram í Rotterdam í Hollandi þann 8. maí næstkomandi. Þá mun Gunnar berjast gegn Rússanum Albert Tumenov. Rússinn er í 15. sæti á styrkleikalista UFC í veltivigtinni og tók það sæti af Gunnari sem er utan listans í augnablikinu. Tumenov er mikill rotari. Tumenov er 24 ára gamall og gengur undir viðurnefninu Einstein. Hann er frá borginni Nalchik í Rússlandi en æfir í New Jersey í Bandaríkjunum. Tumenov á 19 bardaga að baki í MMA. Hann hefur unnið 17 og aðeins tapað tveimur. Ellefu sigrar komu eftir rothögg en sex eftir dómaraúrskurð. Bæði töpin komu eftir dómaraúrskurð.Tumenov vann Lorenz Larkin í síðasta bardaga sínum.vísir/gettyFyrsta UFC-kvöldið í Hollandi Hann gerði fjögurra ára samning við UFC í desember árið 2013. Hann á sex bardaga að baki í UFC. Rússinn tapaði fyrsta bardaganum en hefur unnið síðustu fimm. Þrír af sigrunum komu eftir rothögg enda er Tumenov afar sterkur boxari, eins og áður segir, og einnig með gott sparkbox. Hann kallaði eftir bardaga við Steven „Wonderboy“ Thompson á dögunum. Sagði að þeir væru bestu standandi bardagamennirnir í vigtinni. Honum varð ekki að ósk sinni því hann þarf að glíma við Gunna næst. Síðasti bardagi Tumenov var þann 2. janúar síðastliðinn. Þá vann hann Lorenz Larkin en tveir dómarar af þremur dæmdu Tumenov sigur í þeim bardaga. Þetta verður í fyrst sinn sem UFC-kvöld er haldið í Hollandi. Ekki liggur fyrir númer hvað bardagi þeirra verður á kvöldinu en þetta verður einn af aðalbardögum kvöldsins. Gunnar keppti síðast þann 12. desember er hann tapaði fyrir Brasilíumanninum Demian Maia. Eins og áður segir er hann sæti aftar en Tumenov en sigur á Rússanum mun fleyta Gunnari aftur upp styrkleikalistann.Uppfært: UFC hefur staðfest frétt Vísis eins og sjá má hér að neðan.BREAKING! Gunnar Nelson vs. Albert Tumenov announced for #UFCRotterdam! Tickets: https://t.co/ygOVwkatM9 pic.twitter.com/aypAGYpp0v— UFC Europe (@UFCEurope) March 1, 2016 MMA Tengdar fréttir Gunnar farinn til Dublin að aðstoða Conor Conor McGregor er að undirbúa sig á fullu þessa dagana fyrir titilbardaga í léttvigt gegn meistaranum Rafael dos Anjos. 3. febrúar 2016 13:45 Gunnar Nelson: Ég veit að ég fer alla leið þannig að öllum er óhætt að fylgjast áfram með Íþróttamaður ársins á Vísi 2015 stefnir að því að berjast oft á nýju ári. 5. janúar 2016 11:00 Gunnar enn í fimmtánda sæti Gunnar Nelson er í sama sæti og síðast á styrkleikalista UFC en færist þó niður um eitt sæti. 24. febrúar 2016 15:30 Gunnar: Barnalegt að kenna mér um að einhverjir strákar sláist á skólalóð Fremsti bardagakappi vísar ásökunum skólastjóra Salaskóla til föðurhúsanna. 21. janúar 2016 16:00 Gunnar berst líklega ekki aftur fyrr en í maí Gunnar Nelson steig síðast í búrið þann 12. desember síðastliðinn í Las Vegas og það verður bið á því að hann berjist aftur. 3. febrúar 2016 15:30 Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Fótbolti Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Fleiri fréttir Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Hætt eftir drónaskandalinn Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Sjá meira
Vísir getur staðfest að næsti bardagi Gunnars Nelson fer fram í Rotterdam í Hollandi þann 8. maí næstkomandi. Þá mun Gunnar berjast gegn Rússanum Albert Tumenov. Rússinn er í 15. sæti á styrkleikalista UFC í veltivigtinni og tók það sæti af Gunnari sem er utan listans í augnablikinu. Tumenov er mikill rotari. Tumenov er 24 ára gamall og gengur undir viðurnefninu Einstein. Hann er frá borginni Nalchik í Rússlandi en æfir í New Jersey í Bandaríkjunum. Tumenov á 19 bardaga að baki í MMA. Hann hefur unnið 17 og aðeins tapað tveimur. Ellefu sigrar komu eftir rothögg en sex eftir dómaraúrskurð. Bæði töpin komu eftir dómaraúrskurð.Tumenov vann Lorenz Larkin í síðasta bardaga sínum.vísir/gettyFyrsta UFC-kvöldið í Hollandi Hann gerði fjögurra ára samning við UFC í desember árið 2013. Hann á sex bardaga að baki í UFC. Rússinn tapaði fyrsta bardaganum en hefur unnið síðustu fimm. Þrír af sigrunum komu eftir rothögg enda er Tumenov afar sterkur boxari, eins og áður segir, og einnig með gott sparkbox. Hann kallaði eftir bardaga við Steven „Wonderboy“ Thompson á dögunum. Sagði að þeir væru bestu standandi bardagamennirnir í vigtinni. Honum varð ekki að ósk sinni því hann þarf að glíma við Gunna næst. Síðasti bardagi Tumenov var þann 2. janúar síðastliðinn. Þá vann hann Lorenz Larkin en tveir dómarar af þremur dæmdu Tumenov sigur í þeim bardaga. Þetta verður í fyrst sinn sem UFC-kvöld er haldið í Hollandi. Ekki liggur fyrir númer hvað bardagi þeirra verður á kvöldinu en þetta verður einn af aðalbardögum kvöldsins. Gunnar keppti síðast þann 12. desember er hann tapaði fyrir Brasilíumanninum Demian Maia. Eins og áður segir er hann sæti aftar en Tumenov en sigur á Rússanum mun fleyta Gunnari aftur upp styrkleikalistann.Uppfært: UFC hefur staðfest frétt Vísis eins og sjá má hér að neðan.BREAKING! Gunnar Nelson vs. Albert Tumenov announced for #UFCRotterdam! Tickets: https://t.co/ygOVwkatM9 pic.twitter.com/aypAGYpp0v— UFC Europe (@UFCEurope) March 1, 2016
MMA Tengdar fréttir Gunnar farinn til Dublin að aðstoða Conor Conor McGregor er að undirbúa sig á fullu þessa dagana fyrir titilbardaga í léttvigt gegn meistaranum Rafael dos Anjos. 3. febrúar 2016 13:45 Gunnar Nelson: Ég veit að ég fer alla leið þannig að öllum er óhætt að fylgjast áfram með Íþróttamaður ársins á Vísi 2015 stefnir að því að berjast oft á nýju ári. 5. janúar 2016 11:00 Gunnar enn í fimmtánda sæti Gunnar Nelson er í sama sæti og síðast á styrkleikalista UFC en færist þó niður um eitt sæti. 24. febrúar 2016 15:30 Gunnar: Barnalegt að kenna mér um að einhverjir strákar sláist á skólalóð Fremsti bardagakappi vísar ásökunum skólastjóra Salaskóla til föðurhúsanna. 21. janúar 2016 16:00 Gunnar berst líklega ekki aftur fyrr en í maí Gunnar Nelson steig síðast í búrið þann 12. desember síðastliðinn í Las Vegas og það verður bið á því að hann berjist aftur. 3. febrúar 2016 15:30 Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Fótbolti Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Fleiri fréttir Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Hætt eftir drónaskandalinn Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Sjá meira
Gunnar farinn til Dublin að aðstoða Conor Conor McGregor er að undirbúa sig á fullu þessa dagana fyrir titilbardaga í léttvigt gegn meistaranum Rafael dos Anjos. 3. febrúar 2016 13:45
Gunnar Nelson: Ég veit að ég fer alla leið þannig að öllum er óhætt að fylgjast áfram með Íþróttamaður ársins á Vísi 2015 stefnir að því að berjast oft á nýju ári. 5. janúar 2016 11:00
Gunnar enn í fimmtánda sæti Gunnar Nelson er í sama sæti og síðast á styrkleikalista UFC en færist þó niður um eitt sæti. 24. febrúar 2016 15:30
Gunnar: Barnalegt að kenna mér um að einhverjir strákar sláist á skólalóð Fremsti bardagakappi vísar ásökunum skólastjóra Salaskóla til föðurhúsanna. 21. janúar 2016 16:00
Gunnar berst líklega ekki aftur fyrr en í maí Gunnar Nelson steig síðast í búrið þann 12. desember síðastliðinn í Las Vegas og það verður bið á því að hann berjist aftur. 3. febrúar 2016 15:30