Tekjur af þjórfé aukast vegna ferðamanna Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. febrúar 2016 14:00 Gestir veitingastaðanna spyrja oft þjónana um reglur varðandi þjórfé. Fréttablaðið/Heiða Tekjur þjóna af þjórfé hafa aukist nokkuð á undanförnu vegna fjölgunar ferðamanna á landinu. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins getur upphæð hvers þjóns á góðu kvöldi farið upp í allt að 30 þúsund krónur. Að jafnaði er hún þó talsvert lægri. Aðalsteinn Ragnar Benediktsson, rekstrarstjóri á Snaps, segir að ferðamenn séu margir hverjir ekki vissir um reglurnar og mörgum þyki vissara að láta eitthvað af hendi rakna. „Þótt hér sé það tekið fram að það sé algjör óþarfi að gefa þjórfé, þá eru sumir alveg á því að þegar þeir fá góða þjónustu og eru ánægðir þá vilji þeir gefa eitthvað,“ segir Aðalsteinn Ragnar. Þjónarnir vilji heldur ekki afþakka tvisvar ef gestir eru harðir á því að vilja gefa. Aðalsteinn Ragnar segir að þótt þetta séu ekki stórar upphæðir telji þetta alltaf eitthvað. Stundum gefi fólk allt upp í 10 prósent af reikningi ef það er mjög ánægt. „En oft er þetta klink i afgang,“ segir hann. Hann segir að peningurinn sé alla jafna settur í starfsmannasjóð og svo geri starfsfólkið eitthvað gaman saman fyrir peninginn. Snædís Logadóttir á Kopar tekur undir það að greiðsla þjórfjár sé að færast í aukana vegna aukins túrisma. „Það er mjög algengt að við fáum spurningar um það hver venjan er á Íslandi, hversu mikið þjórfé. Það var ekki eins mikið áður,“ segir Snædís. Hún er sammála Aðalsteini Ragnari um að flestir veitingastaðir nýti þjórfé sameiginlega í gegnum starfsmannasjóði. „Þar sem við erum með stéttarfélag og erum með ágætar tekjur miðað við þjóna á flestum stöðum í heiminum, þá höfum við haft það þannig að setja það í sameiginlegan sjóð og nýta það fyrir alla starfsmenn á staðnum,“ segir hún. Snædís segir það misjafnt hve mikið gestir greiða. Sumir eru mjög örlátir og gefa kannski fimm þúsund krónur á 30 þúsund króna reikning. Aðrir gefa bara svona þúsund kall hér og þar af því að þeir skilja ekki gjaldmiðilinn okkar og eru ekki vissir um það hversu mikið þeir eru að gefa. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira
Tekjur þjóna af þjórfé hafa aukist nokkuð á undanförnu vegna fjölgunar ferðamanna á landinu. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins getur upphæð hvers þjóns á góðu kvöldi farið upp í allt að 30 þúsund krónur. Að jafnaði er hún þó talsvert lægri. Aðalsteinn Ragnar Benediktsson, rekstrarstjóri á Snaps, segir að ferðamenn séu margir hverjir ekki vissir um reglurnar og mörgum þyki vissara að láta eitthvað af hendi rakna. „Þótt hér sé það tekið fram að það sé algjör óþarfi að gefa þjórfé, þá eru sumir alveg á því að þegar þeir fá góða þjónustu og eru ánægðir þá vilji þeir gefa eitthvað,“ segir Aðalsteinn Ragnar. Þjónarnir vilji heldur ekki afþakka tvisvar ef gestir eru harðir á því að vilja gefa. Aðalsteinn Ragnar segir að þótt þetta séu ekki stórar upphæðir telji þetta alltaf eitthvað. Stundum gefi fólk allt upp í 10 prósent af reikningi ef það er mjög ánægt. „En oft er þetta klink i afgang,“ segir hann. Hann segir að peningurinn sé alla jafna settur í starfsmannasjóð og svo geri starfsfólkið eitthvað gaman saman fyrir peninginn. Snædís Logadóttir á Kopar tekur undir það að greiðsla þjórfjár sé að færast í aukana vegna aukins túrisma. „Það er mjög algengt að við fáum spurningar um það hver venjan er á Íslandi, hversu mikið þjórfé. Það var ekki eins mikið áður,“ segir Snædís. Hún er sammála Aðalsteini Ragnari um að flestir veitingastaðir nýti þjórfé sameiginlega í gegnum starfsmannasjóði. „Þar sem við erum með stéttarfélag og erum með ágætar tekjur miðað við þjóna á flestum stöðum í heiminum, þá höfum við haft það þannig að setja það í sameiginlegan sjóð og nýta það fyrir alla starfsmenn á staðnum,“ segir hún. Snædís segir það misjafnt hve mikið gestir greiða. Sumir eru mjög örlátir og gefa kannski fimm þúsund krónur á 30 þúsund króna reikning. Aðrir gefa bara svona þúsund kall hér og þar af því að þeir skilja ekki gjaldmiðilinn okkar og eru ekki vissir um það hversu mikið þeir eru að gefa.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira