Ritskoðunarhópur Versló gaf grænt ljós á 12:00 myndbandið Birgir Olgeirsson skrifar 10. febrúar 2016 11:30 Stilla úr myndbandinu frá nemendum Verzlunarskóla Íslands. Vísir/YouTube Myndband við lagið Take You There frá hópi nemenda Verzlunarskóla Íslands sem hefur vakið verulega athygli á samfélagsmiðlum hafði farið fyrir ritskoðunarhóp starfsmanna skólans áður en það var birt opinberlega. Þetta segir Ingi Ólafsson, skólastjóri Verzlunarskólans Íslands, en rætt var við Þorkel H. Diego, yfirkennara skólans, í DV í gær að myndbandið hefði verið birt opinberlega án samþykkis. Ingi segir Þorkel ekki hafa vitað af því að myndbandið hefði verið skoðað af starfsmönnum skólans. „Hann vissi það ekki fyrr en eftir viðtalið að þetta hefði verið skoðað af þessum hópi,“ segir Ingi. Myndbandið þykir frekar djarft og hefur fengið á sig gagnrýni fyrir að vera lítillækkandi í garð stúlkna. Það er hópurinn sem kennir sig við 12:00 sem gerði þetta myndband en haft er eftir formanni hópsins, Ara Friðfinnssyni, í DV að verið sé að gera grín að myndbandi tónlistarmannsins Justin Bieber við lagið What Do You Mean.Ingi Ólafsson segir það vera álitamál hversu langt eigi að ganga varðandi ritskoðun á efni frá nemendum. Í þessu tilviki hafi verið ákveðið að gefa grænt ljós á opinbera birtingu þó ekki hafi allir verið fullkomlega sáttir við innihald myndbandsins. „Okkur finnst þetta ömurlegt að þurfa að ritskoða en við reynum að gera það án þess að vera með boð og bönn og reyna bara að ræða þetta við krakkana. Oft eru starfsmenn ekkert sammála krökkunum og öfugt.“Spurður um álit á myndbandinu segir Ingi það vera ótrúlega vel gert tæknilega, þó svo að hann hafi ekki mikla skoðun á innihaldi þess. „Þetta er þetta endalausa vandræði með það að strákar eru oft dóminerandi í þessum myndböndum og er kannski að hluta til vegna þess að þeir hafa allavega hér í skólanum sýnt myndbandagerð miklu meiri áhuga en stelpurnar,“ segir Ingi og spyr hvers vegna þetta myndband hafi verið gagnrýnt svo harðlega en lítið heyrst af gagnrýni í garð Justins Bieber þegar hann sendi frá sér sitt myndband. Ingi segir flest þau myndbönd sem unglingar alast upp við í dag langt frá því að vera til fyrirmyndar. „En þetta er samt fyrirmynd unglinganna. Við þurfum samt að reyna eins og við getum að leiðbeina þeim að vera ekki að einblína á þetta, það gengur hægt og rólega.“Strákarnir í 12:00 voru í spjalli í Brennslunni í morgun. Viðtalið er að neðan. Justin Bieber á Íslandi Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Fleiri fréttir Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Sjá meira
Myndband við lagið Take You There frá hópi nemenda Verzlunarskóla Íslands sem hefur vakið verulega athygli á samfélagsmiðlum hafði farið fyrir ritskoðunarhóp starfsmanna skólans áður en það var birt opinberlega. Þetta segir Ingi Ólafsson, skólastjóri Verzlunarskólans Íslands, en rætt var við Þorkel H. Diego, yfirkennara skólans, í DV í gær að myndbandið hefði verið birt opinberlega án samþykkis. Ingi segir Þorkel ekki hafa vitað af því að myndbandið hefði verið skoðað af starfsmönnum skólans. „Hann vissi það ekki fyrr en eftir viðtalið að þetta hefði verið skoðað af þessum hópi,“ segir Ingi. Myndbandið þykir frekar djarft og hefur fengið á sig gagnrýni fyrir að vera lítillækkandi í garð stúlkna. Það er hópurinn sem kennir sig við 12:00 sem gerði þetta myndband en haft er eftir formanni hópsins, Ara Friðfinnssyni, í DV að verið sé að gera grín að myndbandi tónlistarmannsins Justin Bieber við lagið What Do You Mean.Ingi Ólafsson segir það vera álitamál hversu langt eigi að ganga varðandi ritskoðun á efni frá nemendum. Í þessu tilviki hafi verið ákveðið að gefa grænt ljós á opinbera birtingu þó ekki hafi allir verið fullkomlega sáttir við innihald myndbandsins. „Okkur finnst þetta ömurlegt að þurfa að ritskoða en við reynum að gera það án þess að vera með boð og bönn og reyna bara að ræða þetta við krakkana. Oft eru starfsmenn ekkert sammála krökkunum og öfugt.“Spurður um álit á myndbandinu segir Ingi það vera ótrúlega vel gert tæknilega, þó svo að hann hafi ekki mikla skoðun á innihaldi þess. „Þetta er þetta endalausa vandræði með það að strákar eru oft dóminerandi í þessum myndböndum og er kannski að hluta til vegna þess að þeir hafa allavega hér í skólanum sýnt myndbandagerð miklu meiri áhuga en stelpurnar,“ segir Ingi og spyr hvers vegna þetta myndband hafi verið gagnrýnt svo harðlega en lítið heyrst af gagnrýni í garð Justins Bieber þegar hann sendi frá sér sitt myndband. Ingi segir flest þau myndbönd sem unglingar alast upp við í dag langt frá því að vera til fyrirmyndar. „En þetta er samt fyrirmynd unglinganna. Við þurfum samt að reyna eins og við getum að leiðbeina þeim að vera ekki að einblína á þetta, það gengur hægt og rólega.“Strákarnir í 12:00 voru í spjalli í Brennslunni í morgun. Viðtalið er að neðan.
Justin Bieber á Íslandi Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Fleiri fréttir Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Sjá meira