Erlent

Norska konungs­fjöl­skyldan hættir að taka við gjöfum frá fyrir­tækjum

Atli Ísleifsson skrifar
Sonja drottning og Haraldur konungur.
Sonja drottning og Haraldur konungur. Vísir/AFP

Norska konungsfjölskyldan er hætt að taka við gjöfum frá fyrirtækjum. Ákvörðun þessa efnis var tekin í mars 2015 en hefur fyrst nú verið gjörð kunn.



Haraldur Noregskonungur segir í samtali við NRK að ákvörðunin hafi verið tekin með það að leiðarljósi að fjölskyldan sé ekki skuldbundin neinum. Öllum gjöfum verður því skilað til sendanda.



Konungsfjölskyldan mun þó áfram þiggja gjafir í opinberum heimsóknum og fundum.



Fjölskyldan hefur einnig birt lista yfir allar þær gjafir sem henni barst á síðasta ári, frá 1. júní og til ársloka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×