Ferðamaður hætt kominn í sprungu á Sólheimajökli Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. febrúar 2016 22:21 Rússneskur ferðamaður féll í gegnum ís á bólakaf í jökulsprungu við Sólheimajökul í dag. Samsett/Haraldur Guðjónsson/Sigurður Bjarki Ólafsson Rússneskur ferðamaður var hætt kominn við Sólheimajökul fyrr í dag er hann féll í gegnum þunnan ís ofan í jökulkalt vatn. Íslenskir leiðsögumenn komu honum til bjargar og varð honum ekki meint af. Skömmu áður höfðu leiðsögumenn rekið hann og samferðakonu hans af jöklinum en þar voru þau ein á ferð. Leiðsögumaðurinn Ævar Ómarsson og samstarfsmaður hans voru að koma niður af Sólheimajökli með hóp ferðamanna þegar þeir urðu skyndilega varir við konu sem kallar til þeirra en hún stóð við op á jökulsprungu við framanverðan jökulinn.Sjá einnig: Fjórir látist af slysförum á tveimur mánuðum: „Stjórnvöld verða að fara að hysja upp um sig buxurnar í þessum málum“„Við hlaupum bara til og þegar við komum inn í sprunguna sjáum við mann á bólakafi sem var að reyna að klifra aftur upp á ísinn, segir Ævar.“ Segir hann ljóst að maðurinn hafi hætt sér of langt inn til þess að taka mynd með þeim afleiðingum að hann féll ofan í vatnið í gegnum þunnan ís.Sprungan sem um ræðir. Smella má á myndina til að sjá stærri útgáfu.Mynd/Sigurður Bjarki Ólafsson„Við hættum okkur ekki út á ísinn til þess að bjarga honum. Samstarfsmaður minn fer aðeins nær honum og maðurinn nær þá að krafsa sig upp á ísinn og nógu langt svo að hægt væri að grípa í hann og ná í hann,“ segir Ævar.Voru ein á ferð uppi á jöklinum Öryggi ferðamanna hér á landi hefur verið mikið í umræðunni eftir að kínverskur ferðamaður lét lífið í Reynisfjöru í vikunni og hefur Sveinn Kristján Rúnarsson, lögreglustjóri á Hvolsvelli, kallað eftir því að öryggismál á vinsælum ferðamannastöðum verði tekin til endurskoðunar. Sjá einnig: Áhættugreining í bígerð eftir banaslysÆvar verður mikið var við að ferðamenn séu einir á ferð á Sólheimajökli og skömmu áður en að maðurinn féll ofan í ísinn höfðu hann og konan verið uppi á jöklinum sjálfum. Var þeim bent á það af leiðsögumönnum að afar hættulegt væri að vera ein á ferð uppi á jöklinum án leiðsagnar og rétts útbúnaðar. Segir Ævar að ekki hefði þurft að spyrja að leikslokum hefði maðurinn verið einn á ferð enda vatnið sem hann féll í ískalt. „Hefði þessi kona ekki verið með honum hefði enginn séð hann. Hann var inn í sprungunni og það er ekkert hljóðbært út úr svona sprungum, segir Ævar. „Hann hefði bara legið þarna og það er spurning hvort að hann hefði getað komið sér sjálfur upp úr vatninu?“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Lögregluvakt verður í Reynisfjöru frá og með morgundeginum Kínverskur ferðamaður lést í fjörunni í morgun eftir að alda reif hann á haf út. 10. febrúar 2016 18:24 Fjórir látist af slysförum á tveimur mánuðum: „Stjórnvöld verða að fara að hysja upp um sig buxurnar í þessum málum“ Jónas Guðmundsson hjá Slysvarnafélaginu Landsbjörg segir að bæta þurfi forvarnir og fræðslu til erlendra ferðamanna, byggja þurfi upp innviði og stórefla löggæslu og eftirlit en ferðamönnum hefur fjölgað gríðarlega hér á landi síðustu ár. 11. febrúar 2016 11:12 Ráðherra ferðamála segir að verið sé að vinna að því að tryggja öryggi ferðamanna Ljóst er að bæta þarf verulega úr öryggismálum ferðamanna en fjórir erlendir ferðamenn hafa látist af slysförum hér á landi á síðustu tveimur mánuðum. 11. febrúar 2016 22:30 Áhættugreining í bígerð eftir banaslys Lögregluvakt verður komið á við Reynisfjöru eftir banaslys í fjörunni í gær. Í fjörunni eru viðvörunarskilti og kastlína með björgunarhring líkt og þekkist í fjörum víða um landið. 11. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Rússneskur ferðamaður var hætt kominn við Sólheimajökul fyrr í dag er hann féll í gegnum þunnan ís ofan í jökulkalt vatn. Íslenskir leiðsögumenn komu honum til bjargar og varð honum ekki meint af. Skömmu áður höfðu leiðsögumenn rekið hann og samferðakonu hans af jöklinum en þar voru þau ein á ferð. Leiðsögumaðurinn Ævar Ómarsson og samstarfsmaður hans voru að koma niður af Sólheimajökli með hóp ferðamanna þegar þeir urðu skyndilega varir við konu sem kallar til þeirra en hún stóð við op á jökulsprungu við framanverðan jökulinn.Sjá einnig: Fjórir látist af slysförum á tveimur mánuðum: „Stjórnvöld verða að fara að hysja upp um sig buxurnar í þessum málum“„Við hlaupum bara til og þegar við komum inn í sprunguna sjáum við mann á bólakafi sem var að reyna að klifra aftur upp á ísinn, segir Ævar.“ Segir hann ljóst að maðurinn hafi hætt sér of langt inn til þess að taka mynd með þeim afleiðingum að hann féll ofan í vatnið í gegnum þunnan ís.Sprungan sem um ræðir. Smella má á myndina til að sjá stærri útgáfu.Mynd/Sigurður Bjarki Ólafsson„Við hættum okkur ekki út á ísinn til þess að bjarga honum. Samstarfsmaður minn fer aðeins nær honum og maðurinn nær þá að krafsa sig upp á ísinn og nógu langt svo að hægt væri að grípa í hann og ná í hann,“ segir Ævar.Voru ein á ferð uppi á jöklinum Öryggi ferðamanna hér á landi hefur verið mikið í umræðunni eftir að kínverskur ferðamaður lét lífið í Reynisfjöru í vikunni og hefur Sveinn Kristján Rúnarsson, lögreglustjóri á Hvolsvelli, kallað eftir því að öryggismál á vinsælum ferðamannastöðum verði tekin til endurskoðunar. Sjá einnig: Áhættugreining í bígerð eftir banaslysÆvar verður mikið var við að ferðamenn séu einir á ferð á Sólheimajökli og skömmu áður en að maðurinn féll ofan í ísinn höfðu hann og konan verið uppi á jöklinum sjálfum. Var þeim bent á það af leiðsögumönnum að afar hættulegt væri að vera ein á ferð uppi á jöklinum án leiðsagnar og rétts útbúnaðar. Segir Ævar að ekki hefði þurft að spyrja að leikslokum hefði maðurinn verið einn á ferð enda vatnið sem hann féll í ískalt. „Hefði þessi kona ekki verið með honum hefði enginn séð hann. Hann var inn í sprungunni og það er ekkert hljóðbært út úr svona sprungum, segir Ævar. „Hann hefði bara legið þarna og það er spurning hvort að hann hefði getað komið sér sjálfur upp úr vatninu?“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Lögregluvakt verður í Reynisfjöru frá og með morgundeginum Kínverskur ferðamaður lést í fjörunni í morgun eftir að alda reif hann á haf út. 10. febrúar 2016 18:24 Fjórir látist af slysförum á tveimur mánuðum: „Stjórnvöld verða að fara að hysja upp um sig buxurnar í þessum málum“ Jónas Guðmundsson hjá Slysvarnafélaginu Landsbjörg segir að bæta þurfi forvarnir og fræðslu til erlendra ferðamanna, byggja þurfi upp innviði og stórefla löggæslu og eftirlit en ferðamönnum hefur fjölgað gríðarlega hér á landi síðustu ár. 11. febrúar 2016 11:12 Ráðherra ferðamála segir að verið sé að vinna að því að tryggja öryggi ferðamanna Ljóst er að bæta þarf verulega úr öryggismálum ferðamanna en fjórir erlendir ferðamenn hafa látist af slysförum hér á landi á síðustu tveimur mánuðum. 11. febrúar 2016 22:30 Áhættugreining í bígerð eftir banaslys Lögregluvakt verður komið á við Reynisfjöru eftir banaslys í fjörunni í gær. Í fjörunni eru viðvörunarskilti og kastlína með björgunarhring líkt og þekkist í fjörum víða um landið. 11. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Lögregluvakt verður í Reynisfjöru frá og með morgundeginum Kínverskur ferðamaður lést í fjörunni í morgun eftir að alda reif hann á haf út. 10. febrúar 2016 18:24
Fjórir látist af slysförum á tveimur mánuðum: „Stjórnvöld verða að fara að hysja upp um sig buxurnar í þessum málum“ Jónas Guðmundsson hjá Slysvarnafélaginu Landsbjörg segir að bæta þurfi forvarnir og fræðslu til erlendra ferðamanna, byggja þurfi upp innviði og stórefla löggæslu og eftirlit en ferðamönnum hefur fjölgað gríðarlega hér á landi síðustu ár. 11. febrúar 2016 11:12
Ráðherra ferðamála segir að verið sé að vinna að því að tryggja öryggi ferðamanna Ljóst er að bæta þarf verulega úr öryggismálum ferðamanna en fjórir erlendir ferðamenn hafa látist af slysförum hér á landi á síðustu tveimur mánuðum. 11. febrúar 2016 22:30
Áhættugreining í bígerð eftir banaslys Lögregluvakt verður komið á við Reynisfjöru eftir banaslys í fjörunni í gær. Í fjörunni eru viðvörunarskilti og kastlína með björgunarhring líkt og þekkist í fjörum víða um landið. 11. febrúar 2016 07:00