Eiður: Verður að svara þegar maður eins og Ole Gunnar hringir Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. febrúar 2016 12:08 Eiður Smári Guðjohnsen var stóískur en kátur þegar hann spjallaði við fréttakonu norska úrvalsdeildarliðsins Molde í dag, en Eiður Smári skrifaði undir eins ára samning við Molde fyrr í dag. Eiður Smári lék síðast í Kína en verður nú undir stjórn Ole Gunnar Solskjær, fyrrverandi leikmanns Manchester United, hjá einu besta og stærsta liði Noregs. „Mér líður frábærlega. Ég hef ekkert spilað síðan kínversku deildinni lauk þannig ég er spenntur fyrir því að byrja og komast út á völl. Ég er ánægður að þetta sé frágengið,“ segir Eiður Smári, en af hverju Molde? „Molde sýndi mikinn áhuga. Ég þekki þjálfarann frá dögum mínum á Englandi. Þegar maður eins og Ole Gunnar Solskjær biður mann um að ræða við sig þarf maður að minnsta kosti að svara.“ „Við ræddum saman um möguleikana. Hann sagði mér frá sinni sýn og ég sagði hvernig ég myndi vilja sjá þetta. Það var auðvelt að komast að samkomulagi,“ segir Eiður. Mikið er af ungum leikmönnum í liði Molde sem Eiður Smári getur miðlað af sinni gríðarlega miklu reynslu til. „Ég ætla að reyna að hafa jákvæð áhrif á liðið bæði innan sem utan vallar og setja gott fordæmi. Ég má samt ekki gleyma að ég er bara einn af leikmönnum liðsins þannig við verðum að standa saman til að ná árangri,“ segir Eiður Smári. „Ég vil hjálpa liðinu eins og ég get og vonandi vinna Noregsmeistaratitilinn.“ Allt viðtalið við Eið Smára má sjá í spilaranum hér að ofan. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Eiður Smári genginn í raðir Molde Markahæsti leikmaður karlalandsliðsins frá upphafi spilar í norsku úrvalsdeildinni út tímabilið. 12. febrúar 2016 10:15 Eiður Smári ein stærsta stjarnan sem hefur spilað á Norðurlöndum í 15 ár Markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi samdi við Molde í dag. 12. febrúar 2016 10:30 Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen var stóískur en kátur þegar hann spjallaði við fréttakonu norska úrvalsdeildarliðsins Molde í dag, en Eiður Smári skrifaði undir eins ára samning við Molde fyrr í dag. Eiður Smári lék síðast í Kína en verður nú undir stjórn Ole Gunnar Solskjær, fyrrverandi leikmanns Manchester United, hjá einu besta og stærsta liði Noregs. „Mér líður frábærlega. Ég hef ekkert spilað síðan kínversku deildinni lauk þannig ég er spenntur fyrir því að byrja og komast út á völl. Ég er ánægður að þetta sé frágengið,“ segir Eiður Smári, en af hverju Molde? „Molde sýndi mikinn áhuga. Ég þekki þjálfarann frá dögum mínum á Englandi. Þegar maður eins og Ole Gunnar Solskjær biður mann um að ræða við sig þarf maður að minnsta kosti að svara.“ „Við ræddum saman um möguleikana. Hann sagði mér frá sinni sýn og ég sagði hvernig ég myndi vilja sjá þetta. Það var auðvelt að komast að samkomulagi,“ segir Eiður. Mikið er af ungum leikmönnum í liði Molde sem Eiður Smári getur miðlað af sinni gríðarlega miklu reynslu til. „Ég ætla að reyna að hafa jákvæð áhrif á liðið bæði innan sem utan vallar og setja gott fordæmi. Ég má samt ekki gleyma að ég er bara einn af leikmönnum liðsins þannig við verðum að standa saman til að ná árangri,“ segir Eiður Smári. „Ég vil hjálpa liðinu eins og ég get og vonandi vinna Noregsmeistaratitilinn.“ Allt viðtalið við Eið Smára má sjá í spilaranum hér að ofan.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Eiður Smári genginn í raðir Molde Markahæsti leikmaður karlalandsliðsins frá upphafi spilar í norsku úrvalsdeildinni út tímabilið. 12. febrúar 2016 10:15 Eiður Smári ein stærsta stjarnan sem hefur spilað á Norðurlöndum í 15 ár Markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi samdi við Molde í dag. 12. febrúar 2016 10:30 Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Sjá meira
Eiður Smári genginn í raðir Molde Markahæsti leikmaður karlalandsliðsins frá upphafi spilar í norsku úrvalsdeildinni út tímabilið. 12. febrúar 2016 10:15
Eiður Smári ein stærsta stjarnan sem hefur spilað á Norðurlöndum í 15 ár Markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi samdi við Molde í dag. 12. febrúar 2016 10:30