Erlent

Grikkir fá þrjá mánuði til að bæta eftirlit

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Bátur með flóttafólki frá Afganistan nálgast grísku eyjuna Lesbos í Eyjahafi.
Bátur með flóttafólki frá Afganistan nálgast grísku eyjuna Lesbos í Eyjahafi. vísir/EPA
Evrópusambandið hefur gefið grískum stjórnvöldum þriggja mánaða frest til þess að koma skikk á landamæraeftirlit sitt. Grikkland er hluti af Schengen samkomulaginu en í frétt BBC kemur fram að með breytingunni ættu aðildarþjóðir Schengen að geta viðhaldið frjálsu flæði fólks yfir landamæri sín.

Fyrir tveimur vikum kom fram í skýrsludrögum að eftirliti Grikkja á ytri landamærum væri verulega ábótavant. Sem aðili að Schengen er þjóðin skuldbundin til þess að halda uppi eftirliti á ytri landamærum. Grikkjum hefur áður verið hótað að vera vísað úr Schengen vegna lélegs eftirlits.

Undanfarnar vikur og mánuði hafa einstök lönd innan Schengen tímabundið aukið eftirlit á landamærum sínum. Yfir 850 þúsund innflytjendur og flóttamenn komu til Grikklands í fyrra.


Tengdar fréttir

Hóta Grikkjum brottrekstri úr Schengen vegna flóttamanna

Grikkir segja hugmyndir ESB um styrkingu ytri landamæra fráleitar og spyrja hvort þeir eigi kannski að sökkva flóttamannabátum eða stugga frá með skothríð. Ekkert vit sé í að kenna Grikklandi um vandann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×