Lífið

Högni og Glowie stálu senunni með All Out of Luck og Selma Björns elskaði það

Birgir Olgeirsson skrifar
Högni Egilsson og Glowei í Söngvakeppni Sjónvarpsins í kvöld.
Högni Egilsson og Glowei í Söngvakeppni Sjónvarpsins í kvöld. Vísir/RUV
Högni Egilsson stal sannarlega senunni á seinna undankvöldi Söngvakeppninnar í kvöld þegar hann flutti Eurovision-lagið All Out Of Luck með sínu nefi á meðan beðið var eftir úrslitunum.

Selma Björnsdóttir. Vísir/Vilhelm
Högni var þó ekki einn á sviðinu því söngkonan Glowie,sem hefur vakið miklar athygli undanfarin misseri, söng lagið með honum. Með þeim á sviðinu var bassaleikarinn Guðmundur Óskar Guðmundsson. All Out Of Luck flutti Selma Björnsdóttir í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í Jerúsalem árið 1999. Selma hafnaði í öðru sæti það ár með lagið og hlaut 146 stig, 17 stigum minna en sigurvegarinn það árið, hin sænska Charlotte Nilson sem flutti lagið Take Me to Your Heaven.

Selma Björnsdóttir var sjálf afar ánægð með flutning Högna og Glowie á laginu og sagðist hafa farið á háskæla ein heima í sófanum í flensunni þegar hún heyrði flutninginn. „Þetta kom mér svo rosalega á óvart,“ skrifaði Selma sem sagði jafnframt að Íslendingar hefðu betur sent Högna og Glowie út til Jerúsalem um árið með þessa útgáfu. Sigurinn hefði verið vís að mati Selmu.

„Högni, ég elska þig,“ skrifaði Selma jafnframt. 

Heyra má flutning Högna og Glowie hér fyrir neðan. 

Selma Björnsdóttir var ekki sú eina sem elskaði þessa útgáfu og má sjá hér fyrir neðan nokkur tvít frá einstaklingum sem voru á sama máli: 

Og ef þú vilt rifja upp hvernig Selma sjálf gerði þetta þá má sjá það hér fyrir neðan: 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.