Borg brugghús herjar á Noreg Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. febrúar 2016 22:20 Á döfinni hjá bruggmeisturunum er meðal annars ferð til Noregs þar sem margt verður brallað. mynd/Haraldur Jónasson Nýverið hóf Borg Brugghús sölu á bjórum sínum til Noregs. Um tíu prósent af framleiðslu fyrirtækisins er fluttur út á erlenda grund og oftar en ekki er eftirspurnin talsvert meiri en framboðið.Borg fetar oft ótroðnar slóðir en í páskabjór fyrirtækisins í ár, Magðalenu nr. 41, er meðal annars að finna talsvert af appelsínumarmelaði.„Þetta lofar bara nokkuð góðu og kemur skemmtilega á óvart. Við höfum ekki ennþá tekið þátt í eiginlegu „tenderi“ hjá Vinmonopolet sem er hin hefðbundna leið inn í verslanir þeirra og er jafnan tímafrekt – nokkurskonar samkeppni um vörulistun. Þeir voru hinsvegar hrifnir af bjórunum og ákváðu að taka þá sérpöntunarflokk þar sem neytendur gátu pantað þá á netinu og fengið þá afgreidda í næsta útibú. Það opnaði leiðina fyrir okkur,“ segir Valgeir Valgeirsson bruggmeistari Borgar. Sem stendur er boðið upp á tvo bjóra fyrirtækisins í Vinmonopolet en svo kallast norska vínbúðin. Bjórarnir tveir eru Myrkvi nr. 13 og Leifur nr. 32. Sem stendur eru bjórarnir fáanlegir í tæplega þrjátíu verslunum í landinu. Á döfinni hjá bruggmeisturum fyrirtækisins er ferð til Noregs í næsta mánuði. Þar er stefnan tekin á að kíkja á bjórviðburði í Osló, Björgvin og Stafangri auk þess sem markið er sett á að brugga samstarfsbjóra með tveimur til þremur norskum míkró bruggsmiðjum. Íslenskur bjór Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira
Nýverið hóf Borg Brugghús sölu á bjórum sínum til Noregs. Um tíu prósent af framleiðslu fyrirtækisins er fluttur út á erlenda grund og oftar en ekki er eftirspurnin talsvert meiri en framboðið.Borg fetar oft ótroðnar slóðir en í páskabjór fyrirtækisins í ár, Magðalenu nr. 41, er meðal annars að finna talsvert af appelsínumarmelaði.„Þetta lofar bara nokkuð góðu og kemur skemmtilega á óvart. Við höfum ekki ennþá tekið þátt í eiginlegu „tenderi“ hjá Vinmonopolet sem er hin hefðbundna leið inn í verslanir þeirra og er jafnan tímafrekt – nokkurskonar samkeppni um vörulistun. Þeir voru hinsvegar hrifnir af bjórunum og ákváðu að taka þá sérpöntunarflokk þar sem neytendur gátu pantað þá á netinu og fengið þá afgreidda í næsta útibú. Það opnaði leiðina fyrir okkur,“ segir Valgeir Valgeirsson bruggmeistari Borgar. Sem stendur er boðið upp á tvo bjóra fyrirtækisins í Vinmonopolet en svo kallast norska vínbúðin. Bjórarnir tveir eru Myrkvi nr. 13 og Leifur nr. 32. Sem stendur eru bjórarnir fáanlegir í tæplega þrjátíu verslunum í landinu. Á döfinni hjá bruggmeisturum fyrirtækisins er ferð til Noregs í næsta mánuði. Þar er stefnan tekin á að kíkja á bjórviðburði í Osló, Björgvin og Stafangri auk þess sem markið er sett á að brugga samstarfsbjóra með tveimur til þremur norskum míkró bruggsmiðjum.
Íslenskur bjór Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira