Viðskipti erlent

Höfuðstöðvarnar verða áfram í London

Sæunn Gísladóttir skrifar
Skorið verður niður um 20 prósent starfa hjá HSBC á árinu.
Skorið verður niður um 20 prósent starfa hjá HSBC á árinu. Vísir/AFP
Breski bankinn HSBC hefur tilkynnt að hann muni ekki færa höfuðstöðvar sínar frá London. 

Forsvarsmenn HSBC höfðu frá því snemma á síðasta ári skoðað möguleikann á að flytja höfuðstöðvar sínar frá Bretlandi og var Hong Kong talinn líklegasti staðurinn. 

Meðal ástæða þess að bankinn vildi flytja höfuðstöðvarnar voru harðar reglugerðir innan breska fjármálakerfisins. BBC greinir frá því að forsvarsmenn bankans séu nú sammála um að London bjóði bestu útkomuna fyrir viðskiptavini og hluthafa bankans.

Bankinn hefur verið með höfuðstöðvar sínar í Bretlandi frá árinu 1993, en 80 prósent af tekjum bankans koma frá Asíu.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×