Viðskipti erlent

Snjallsími sem kostar tæpar þúsund krónur

Sæunn Gísladóttir skrifar
Freedom 251 snjallsíminn kemur út á morgun.
Freedom 251 snjallsíminn kemur út á morgun. Vísir/Bell
Indverski snjallsímaframleiðandinn Ringing Bells er að undirbúa útgáfu snjallsíma sem kostar einungis sjö dollara, jafnvirði níu hundruð króna. 

Freedom 251 snjallsíminn kemur út á morgun, hann keyrir á Android stýrikerfi. Fyrirtæki eins og Xiaomi hafa framleitt Android síma í ódýrari kantinum síðastliðin ár, en ekkert sem nálgast þessa upphæð. 

Ódýrir símahlutar gera það að verkum að Ringing Bells geti framleitt svona ódýran síma. Indverska ríkisstjórnin styrkti framleiðsluna sem hluta af Make in India verkefninu sínu, sem styður við indverska framleiðslu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×