Nýja Ísland Jón Gnarr skrifar 18. febrúar 2016 07:00 Ég er fæddur árið 1967. Ég er fjörtíu og níu ára. Ég er alinn upp í töluvert mikilli þjóðernisdýrkun, bæði heima fyrir og í skóla og ekki síst í gegnum fjölmiðla. Skilaboðin eða innrætingin var alltaf á þá leið að hér væri allt töluvert betra en allstaðar annars staðar. Hér var fallegasta náttúran, bestu skáldin, fegurstu fjöllin og merkilegasta fólkið. Að ógleymdu tungumálinu. Mér var beinlínis talin trú um að íslenska væri merkilegasta og fallegasta tungumál í heimi. Á hverjum föstudegi komum við krakkarnir saman í íþróttasal skólans og kyrjuðum innblásin ættjarðarlög undir styrkri stjórn skólastjórans. En svo þegar ég varð eldri og fór að ferðast meira, bæði um landið og til útlanda þá komst ég að því að þetta var ekki allsendis rétt sem mér hafði verið kennt. Staðhæfingin „Ekkert er fegurra en vorkvöld í Reykjavík“ stenst ekki alveg. Það er vissulega mikið til í því en það fer mikið eftir því hvar maður er og hvernig veðrið er. Svo er bara mjög fallegt víða. Og íslenskt samfélag gat verið soldið grátt og einsleitt. Það er þunn lína á milli stolts og stærilætis og oft erfitt að greina hvar skilur á milli. Stolt er gott. Það er allt í lagi að vera stoltur af því hver maður er og ánægður með það landslag sem er í kringum mann. En um leið og maður er orðinn svo góður að maður er orðinn betri en annað fólk og jafnvel yfir það hafinn sökum eigin ágætis þá er maður kominn yfir strikið. Ég hef ferðast um heiminn þveran og endilangan bæði í líkama og huga. Ég hef lesið aragrúa bóka og kynnst heiminum í gegnum sjónvarp og kvikmyndir. Og svo auðvitað internetið. Internetið er líklega merkilegasta og gagnlegasta tækninýung sem komið hefur upp á Íslandi frá landnámi. Og samt var það á engan hátt fundið upp hér. Við fengum það að gjöf frá útlöndum, eins og svo margt annað. Ég hef komist á þá skoðun að jörðin okkar sé ein heild. Mér finnst landamæri, þjóðerni, kynþættir og húðlitir fölsk aðgreining. Í grunninn erum við manneskjur ósköp svipaðar. Við erum jú sama dýrategund. Og þótt afi minn hafi drukknað í Breiðafirði þá gefur það mér ekkert meira tilkall til Breiðafjarðar en einhverjum öðrum. Því fagna ég einlæglega því fjölmenningarlega samfélagi sem Ísland er orðið. Og ég hlakka til að sjá það þróast enn meira í þá átt. Því það mun þroska okkur sem einstaklinga og sem þjóð og gera lífið hérna skemmtilegra. Opnum landið okkar fyrir nýjum Íslendingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gnarr Mest lesið Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun
Ég er fæddur árið 1967. Ég er fjörtíu og níu ára. Ég er alinn upp í töluvert mikilli þjóðernisdýrkun, bæði heima fyrir og í skóla og ekki síst í gegnum fjölmiðla. Skilaboðin eða innrætingin var alltaf á þá leið að hér væri allt töluvert betra en allstaðar annars staðar. Hér var fallegasta náttúran, bestu skáldin, fegurstu fjöllin og merkilegasta fólkið. Að ógleymdu tungumálinu. Mér var beinlínis talin trú um að íslenska væri merkilegasta og fallegasta tungumál í heimi. Á hverjum föstudegi komum við krakkarnir saman í íþróttasal skólans og kyrjuðum innblásin ættjarðarlög undir styrkri stjórn skólastjórans. En svo þegar ég varð eldri og fór að ferðast meira, bæði um landið og til útlanda þá komst ég að því að þetta var ekki allsendis rétt sem mér hafði verið kennt. Staðhæfingin „Ekkert er fegurra en vorkvöld í Reykjavík“ stenst ekki alveg. Það er vissulega mikið til í því en það fer mikið eftir því hvar maður er og hvernig veðrið er. Svo er bara mjög fallegt víða. Og íslenskt samfélag gat verið soldið grátt og einsleitt. Það er þunn lína á milli stolts og stærilætis og oft erfitt að greina hvar skilur á milli. Stolt er gott. Það er allt í lagi að vera stoltur af því hver maður er og ánægður með það landslag sem er í kringum mann. En um leið og maður er orðinn svo góður að maður er orðinn betri en annað fólk og jafnvel yfir það hafinn sökum eigin ágætis þá er maður kominn yfir strikið. Ég hef ferðast um heiminn þveran og endilangan bæði í líkama og huga. Ég hef lesið aragrúa bóka og kynnst heiminum í gegnum sjónvarp og kvikmyndir. Og svo auðvitað internetið. Internetið er líklega merkilegasta og gagnlegasta tækninýung sem komið hefur upp á Íslandi frá landnámi. Og samt var það á engan hátt fundið upp hér. Við fengum það að gjöf frá útlöndum, eins og svo margt annað. Ég hef komist á þá skoðun að jörðin okkar sé ein heild. Mér finnst landamæri, þjóðerni, kynþættir og húðlitir fölsk aðgreining. Í grunninn erum við manneskjur ósköp svipaðar. Við erum jú sama dýrategund. Og þótt afi minn hafi drukknað í Breiðafirði þá gefur það mér ekkert meira tilkall til Breiðafjarðar en einhverjum öðrum. Því fagna ég einlæglega því fjölmenningarlega samfélagi sem Ísland er orðið. Og ég hlakka til að sjá það þróast enn meira í þá átt. Því það mun þroska okkur sem einstaklinga og sem þjóð og gera lífið hérna skemmtilegra. Opnum landið okkar fyrir nýjum Íslendingum.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun