Tugir íslenskra fyrirtækja auglýsa eftir sjálfboðaliðum Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 18. febrúar 2016 10:45 Skjáskot af auglýsingu af workaway.info. Gistiheimili á Akureyri óskar eftir sjálfboðaliðum til starfa. Mörg þeirra mála sem koma á borð verkalýðssamtaka eru á afar gráu svæði að sögn Halldóru Sigríðar Sveinsdóttir, formaður Bárunnar stéttarfélags. Hún hefur mikinn fjölda alvarlegra mála til skoðunar. Mörg þeirra varða fyrirtæki í ferðaþjónustu. Eitt vinnumansalsmál er á borði lögreglunnar að frumkvæði félagsins. Hún segir að langan tíma taki að safna gögnum og verkalýðsfélögin þurfi stuðning. Um þetta er fjallað í Fréttablaðinu í dag. Halldóra Sigríður bendir á vefsíðuna workaway.info. Þegar leitað er sérstaklega eftir sjálfboðaliðum til Íslands koma upp tvö hundruð auglýsingar eftir sjálfboðaliðum. Tugir íslenskra fyrirtækja eru á meðal auglýsenda.Drífa segir SGS skima síðuna workaway.info reglulega og hafa samband við verkalýðsfélög í þeim byggðum sem fyrirtæki auglýsa eftir sjálfboðaliðum til starfa. Eftir áminningu verkalýðsfélags hverfi oft auglýsingar af síðunni. Fréttablaðið/GVA„Þetta er ein alvarlegasta birtingarmynd undirboðs á vinnumarkaði. Við skimum þessa síðu reglulega og látum félög í viðkomandi byggðarlagi vita, þau ganga svo í málið,“ segir Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, og segir að reglulega hverfi auglýsingar hótela og gistiheimila af síðunni eftir slík afskipti verkalýðsfélaga. „Það er stór munur á sjálfboðavinnu fyrir góðgerðar- eða félagasamtök og fyrirtæki í efnahagslegri starfsemi,“ segir Drífa og tiltekur dæmi: „Það eru hvít svæði, grá svæði og svört svæði. Á svörtu svæði eru hótel og gistiheimili sem óska eftir sjálfboðaliðum.“Ekki samfélagsleg sjálfboðavinna ASÍ og aðildarsamtök þess hafa kallað eftir samstarfi við stjórnvöld og Samtök atvinnulífsins um að uppræta ólaunaða vinnu í efnahagslegri starfsemi og hafa gert athugun á málaflokknum. Gera verði skýran greinarmun á ólaunaðri vinnu í efnahagslegri starfsemi annars vegar og ólaunaðri samfélagslegri vinnu, sjálfboðavinnu, hins vegar. Ólaunuð vinna við efnahagslega starfsemi, framleiðslu og sölu á vöru eða þjónustu á markaði í hagnaðarskyni sé oft í samkeppni við fyrirtæki í sömu atvinnustarfsemi og feli í sér óásættanleg undirboð á íslenskum vinnumarkaði og standist hvorki kjarasamninga né lög. Dæmi um efnahagslega starfsemi þar sem gjarnan finnst fólk í ólaunaðri vinnu skv. athugun ASÍ er fyrst og fremst við ýmiss konar ferðaþjónustu, nánar tiltekið vinnu á kaffi- og veitingahúsum, á gistiheimilum og hótelum, hestaleigum og við hellaskoðanir auk ýmiss konar blandaðra starfa á sveitabýlum og/eða við bændagistingu. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Sjá meira
Mörg þeirra mála sem koma á borð verkalýðssamtaka eru á afar gráu svæði að sögn Halldóru Sigríðar Sveinsdóttir, formaður Bárunnar stéttarfélags. Hún hefur mikinn fjölda alvarlegra mála til skoðunar. Mörg þeirra varða fyrirtæki í ferðaþjónustu. Eitt vinnumansalsmál er á borði lögreglunnar að frumkvæði félagsins. Hún segir að langan tíma taki að safna gögnum og verkalýðsfélögin þurfi stuðning. Um þetta er fjallað í Fréttablaðinu í dag. Halldóra Sigríður bendir á vefsíðuna workaway.info. Þegar leitað er sérstaklega eftir sjálfboðaliðum til Íslands koma upp tvö hundruð auglýsingar eftir sjálfboðaliðum. Tugir íslenskra fyrirtækja eru á meðal auglýsenda.Drífa segir SGS skima síðuna workaway.info reglulega og hafa samband við verkalýðsfélög í þeim byggðum sem fyrirtæki auglýsa eftir sjálfboðaliðum til starfa. Eftir áminningu verkalýðsfélags hverfi oft auglýsingar af síðunni. Fréttablaðið/GVA„Þetta er ein alvarlegasta birtingarmynd undirboðs á vinnumarkaði. Við skimum þessa síðu reglulega og látum félög í viðkomandi byggðarlagi vita, þau ganga svo í málið,“ segir Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, og segir að reglulega hverfi auglýsingar hótela og gistiheimila af síðunni eftir slík afskipti verkalýðsfélaga. „Það er stór munur á sjálfboðavinnu fyrir góðgerðar- eða félagasamtök og fyrirtæki í efnahagslegri starfsemi,“ segir Drífa og tiltekur dæmi: „Það eru hvít svæði, grá svæði og svört svæði. Á svörtu svæði eru hótel og gistiheimili sem óska eftir sjálfboðaliðum.“Ekki samfélagsleg sjálfboðavinna ASÍ og aðildarsamtök þess hafa kallað eftir samstarfi við stjórnvöld og Samtök atvinnulífsins um að uppræta ólaunaða vinnu í efnahagslegri starfsemi og hafa gert athugun á málaflokknum. Gera verði skýran greinarmun á ólaunaðri vinnu í efnahagslegri starfsemi annars vegar og ólaunaðri samfélagslegri vinnu, sjálfboðavinnu, hins vegar. Ólaunuð vinna við efnahagslega starfsemi, framleiðslu og sölu á vöru eða þjónustu á markaði í hagnaðarskyni sé oft í samkeppni við fyrirtæki í sömu atvinnustarfsemi og feli í sér óásættanleg undirboð á íslenskum vinnumarkaði og standist hvorki kjarasamninga né lög. Dæmi um efnahagslega starfsemi þar sem gjarnan finnst fólk í ólaunaðri vinnu skv. athugun ASÍ er fyrst og fremst við ýmiss konar ferðaþjónustu, nánar tiltekið vinnu á kaffi- og veitingahúsum, á gistiheimilum og hótelum, hestaleigum og við hellaskoðanir auk ýmiss konar blandaðra starfa á sveitabýlum og/eða við bændagistingu.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Sjá meira