Toyota kaupir Daihatsu að fullu Finnur Thorlacius skrifar 1. febrúar 2016 10:32 Daihatsu Copen er einn nokkurra afar spennandi smábíla frá Daihatsu. Toyota, sem átt hefur 51% ráðandi hlut í Daihatsu frá því árið 1988, hefur nú keypt upp allt fyrirtækið. Um endanleg kaup Toyota á Daihatsu hefur nokkuð verið fjallað um á erlendum bílavefsíðum síðustu daga og því koma kaupin ef til vill ekki mikið á óvart nú. Engin fjárútlát verða hjá Toyota við þessi kaup þar sem hluthafarnir sem áttu restina í Daihatsu fengu í staðinn hluti í Toyota og fyrir hvert bréf í Daihatsu fengu þeir 0,27 hluti í Toyota. Daihatsu deild Toyota, ef má kalla má hana svo nú, mun einbeita sér að smíði smárra bíla sem bæði munu bera merki Daihatsu og Toyota. Toyota mun miðla nýjustu tækni sinni í þessa bíla og bæði fyrirtækin munu njóta dreifingarkerfis hvors annars. Þetta þýðir að fleiri Toyota bílar verða nú smíðaðir af Daihatsu. Daihatsu hefur nú þegar smíðað bíla fyrir Toyota, meðal annars Scion xB, sem seldur hefur verið í Bandaríkjunum, en sá bíll var byggður á Daihatsu Materia. Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent
Toyota, sem átt hefur 51% ráðandi hlut í Daihatsu frá því árið 1988, hefur nú keypt upp allt fyrirtækið. Um endanleg kaup Toyota á Daihatsu hefur nokkuð verið fjallað um á erlendum bílavefsíðum síðustu daga og því koma kaupin ef til vill ekki mikið á óvart nú. Engin fjárútlát verða hjá Toyota við þessi kaup þar sem hluthafarnir sem áttu restina í Daihatsu fengu í staðinn hluti í Toyota og fyrir hvert bréf í Daihatsu fengu þeir 0,27 hluti í Toyota. Daihatsu deild Toyota, ef má kalla má hana svo nú, mun einbeita sér að smíði smárra bíla sem bæði munu bera merki Daihatsu og Toyota. Toyota mun miðla nýjustu tækni sinni í þessa bíla og bæði fyrirtækin munu njóta dreifingarkerfis hvors annars. Þetta þýðir að fleiri Toyota bílar verða nú smíðaðir af Daihatsu. Daihatsu hefur nú þegar smíðað bíla fyrir Toyota, meðal annars Scion xB, sem seldur hefur verið í Bandaríkjunum, en sá bíll var byggður á Daihatsu Materia.
Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent