Toyota kaupir Daihatsu að fullu Finnur Thorlacius skrifar 1. febrúar 2016 10:32 Daihatsu Copen er einn nokkurra afar spennandi smábíla frá Daihatsu. Toyota, sem átt hefur 51% ráðandi hlut í Daihatsu frá því árið 1988, hefur nú keypt upp allt fyrirtækið. Um endanleg kaup Toyota á Daihatsu hefur nokkuð verið fjallað um á erlendum bílavefsíðum síðustu daga og því koma kaupin ef til vill ekki mikið á óvart nú. Engin fjárútlát verða hjá Toyota við þessi kaup þar sem hluthafarnir sem áttu restina í Daihatsu fengu í staðinn hluti í Toyota og fyrir hvert bréf í Daihatsu fengu þeir 0,27 hluti í Toyota. Daihatsu deild Toyota, ef má kalla má hana svo nú, mun einbeita sér að smíði smárra bíla sem bæði munu bera merki Daihatsu og Toyota. Toyota mun miðla nýjustu tækni sinni í þessa bíla og bæði fyrirtækin munu njóta dreifingarkerfis hvors annars. Þetta þýðir að fleiri Toyota bílar verða nú smíðaðir af Daihatsu. Daihatsu hefur nú þegar smíðað bíla fyrir Toyota, meðal annars Scion xB, sem seldur hefur verið í Bandaríkjunum, en sá bíll var byggður á Daihatsu Materia. Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent
Toyota, sem átt hefur 51% ráðandi hlut í Daihatsu frá því árið 1988, hefur nú keypt upp allt fyrirtækið. Um endanleg kaup Toyota á Daihatsu hefur nokkuð verið fjallað um á erlendum bílavefsíðum síðustu daga og því koma kaupin ef til vill ekki mikið á óvart nú. Engin fjárútlát verða hjá Toyota við þessi kaup þar sem hluthafarnir sem áttu restina í Daihatsu fengu í staðinn hluti í Toyota og fyrir hvert bréf í Daihatsu fengu þeir 0,27 hluti í Toyota. Daihatsu deild Toyota, ef má kalla má hana svo nú, mun einbeita sér að smíði smárra bíla sem bæði munu bera merki Daihatsu og Toyota. Toyota mun miðla nýjustu tækni sinni í þessa bíla og bæði fyrirtækin munu njóta dreifingarkerfis hvors annars. Þetta þýðir að fleiri Toyota bílar verða nú smíðaðir af Daihatsu. Daihatsu hefur nú þegar smíðað bíla fyrir Toyota, meðal annars Scion xB, sem seldur hefur verið í Bandaríkjunum, en sá bíll var byggður á Daihatsu Materia.
Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent