Dagurinn í dag, fyrsti mánudagurinn í febrúar, er sá dagur sem flestir Bretar hringja sig inn veika, og ber viðurnefnið veikindadagur þjóðarinnar.
Mannauðshópurinn ELAS áætlar að þessi dagur geti kostað bresk fyrirtæki allt að 34 milljónum punda í dag, jafnvirði 6,3 milljarða króna vegna framleiðnitaps.
Algengasta ástæða þess að fólk hringir sig inn veikt í dag er vegna almennra veikinda eða mígrenis, þar á eftir kemur magapest eða niðurgangur og svo kvef eða flensa.
