Viðskipti erlent

Facebook breytir fréttaveitunni

Birgir Olgeirsson skrifar
Munu þessar breytingar hafa áhrif á hvaða færslur birtast efst í fréttaveitunni hjá notendum.
Munu þessar breytingar hafa áhrif á hvaða færslur birtast efst í fréttaveitunni hjá notendum. Vísir/Getty
Samfélagsmiðillinn Facebook ætlar að breyta algóritma fréttaveitu miðilsins með það að markmiði að sía út færslur sem notendur miðilsins vilja mögulega ekki sjá. Bandaríski vefurinn Mashable greinir frá þessu. Fyrirtækið tilkynnti í dag að það ætlar að uppfæra fréttaveituna með tilliti til upplýsinga úr könnunum sem lagðar hafa verið fyrir notendur Facebook.

Munu þessar breytingar hafa áhrif á hvaða færslur birtast efst í fréttaveitunni hjá notendum. Hefur Facebook lagt þessar kannanir fyrir notendur sína í þó nokkurn tíma í þeim tilgangi að auðvelda þeim að hunsa svokallaða „ruslpósta.“ Þessi breyting gæti haft litla þýðingu fyrir venjulega notendur en stærri notendur, á borð við fyrirtækjasíður, fréttasíður og síður frægra einstaklinga, gætu orðið fyrir því að fá minni umferð inn á sínar síður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×