ŠKODA Octavia bestur þriðja árið í röð Finnur Thorlacius skrifar 2. febrúar 2016 11:15 Skoda Octavia. Skoda Skoda Octavia var í dag valinn besti innflutti bíllinn í Þýskalandi í sínum flokki þriðja árið í röð. Það voru lesendur þýska bílablaðsins Auto Motor und Sport sem völdu sigurvegarann úr 364 bílategundum í ellefu flokkum. „Val lesenda Auto, Motor und Sport er okkur mikilvægt. Þeir eru einmitt fólkið sem við hönnuðum og framleiddum bílinn fyrir. Þessi þriðji sigur í röð er staðfesting á því að við höfum gert margt rétt varðandi Skoda Octavia,“ sagði forstjóri Skoda, Bernhard Maier, við verðlaunaafhendinguna í Stuttgart þann 28. janúar. Skoda Octavia er Íslendingum að góðu kunnur en þessi skemmtilegi fjölskyldubíll var sá mesti seldi á landinu árið 2015. Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent
Skoda Octavia var í dag valinn besti innflutti bíllinn í Þýskalandi í sínum flokki þriðja árið í röð. Það voru lesendur þýska bílablaðsins Auto Motor und Sport sem völdu sigurvegarann úr 364 bílategundum í ellefu flokkum. „Val lesenda Auto, Motor und Sport er okkur mikilvægt. Þeir eru einmitt fólkið sem við hönnuðum og framleiddum bílinn fyrir. Þessi þriðji sigur í röð er staðfesting á því að við höfum gert margt rétt varðandi Skoda Octavia,“ sagði forstjóri Skoda, Bernhard Maier, við verðlaunaafhendinguna í Stuttgart þann 28. janúar. Skoda Octavia er Íslendingum að góðu kunnur en þessi skemmtilegi fjölskyldubíll var sá mesti seldi á landinu árið 2015.
Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent