Viðskipti erlent

Atvinnuleysi á evrusvæðinu ekki lægra í fjögur ár

Sæunn Gísladóttir skrifar
Grikkland og Spánn eru með hæsta atvinnuleysi meðlimaríkja Evrópusambandsins.
Grikkland og Spánn eru með hæsta atvinnuleysi meðlimaríkja Evrópusambandsins. nordicphotos/getty
Atvinnuleysi á evrusvæðinu mældist 10,4 prósent í desember samkvæmt nýjustu tölum Eurostat og hefur ekki verið lægra síðan í september árið 2011. Atvinnulausum hefur fækkað um 49 þúsund frá því í nóvember og eru nú samtals 16,75 milljónir.

Innan Evrópusambandsins mældist atvinnuleysi níu prósent í desember. 

Grikkland og Spánn eru með hæsta atvinnuleysi meðlimaríkja, eða yfir tuttugu prósent. Lægsta atvinnuleysi er í Tékklandi og Þýskalandi þar sem það mælist 4,5 prósent. 

Atvinnuleysi meðal ungs fólks fækkaði um eitt prósent milli ára og mældist 22 prósent í desember.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×