Borgin auglýsti útboð sem á eftir að samþykkja Aðalsteinn Kjartansson skrifar 2. febrúar 2016 14:39 Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðismanna í borginni, er ósáttur. Vísir/Pjetur Reykjavíkurborg hefur auglýst útboð vegna hjólastígs á Grensásvegi, frá Miklubraut að Bústaðavegi. Borgarstjórn hefur ekki samþykkt breytingarnar en málið er á dagskrá á borgarstjórnarfundi í dag. Halldór Halldórsson, leiðtogi Sjálfstæðisflokks í borginni, segir að ágreiningur hafi verið um útboðið í borgarráði og því þurfi borgarstjórn að samþykkja útboðið á fundi sínum í dag. Hann furðar sig á því að útboðið hafi verið auglýst áður en þetta samþykki hafi fengist.Vilja aðra forgangsröðun „Þetta er liður í því að þrengja Grensásveginn því hjólastígar verða ekki lagðir samkvæmt áætlun meirihluta Pírata, Samfylkingar, Vinstri grænna og Bjartrar framtíðar nema að gatan verði þrengd fyrst,“ segir hann. „Við borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins höfum talið að forgangsröðun ætti að vera önnur og fresta ætti þrengingu Grensásvegar. Það að auglýsa útboð á hluta verksins áður en tillaga þess efnis er afgreidd í borgarstjórn er lítilsvirðing þessa meirihluta við leikreglur lýðræðisins.“Auglýst um helgina Opnun tilboða í útboðinu veður þriðjudaginn 16. febrúar en útboðsgögn voru gerð aðgengileg gegn gjaldi á skrifstofu borgarinnar í dag. Útboðið var auglýst í Morgunblaðinu á laugardag. Borgarráð fjallaði um málið á fundi sínum 21. janúar síðastliðinn en þá var lagt fram bréf frá umhverfis- og skipulagsráð dagsett 8. janúar þar sem heimild til að fara í útboðið var óskað. Borgarráð samþykkti útboðið með fjórum atkvæðum meirihlutans gegn þremur atkvæðum minnihlutans. Þar sem ekki náðist samstaða um málið í borgarráði fer það fyrir fund borgarstjórnar í dag. Þar mun niðurstaðan að öllum líkindum vera sú sama og í borgarráði. Stjórnmálavísir Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur auglýst útboð vegna hjólastígs á Grensásvegi, frá Miklubraut að Bústaðavegi. Borgarstjórn hefur ekki samþykkt breytingarnar en málið er á dagskrá á borgarstjórnarfundi í dag. Halldór Halldórsson, leiðtogi Sjálfstæðisflokks í borginni, segir að ágreiningur hafi verið um útboðið í borgarráði og því þurfi borgarstjórn að samþykkja útboðið á fundi sínum í dag. Hann furðar sig á því að útboðið hafi verið auglýst áður en þetta samþykki hafi fengist.Vilja aðra forgangsröðun „Þetta er liður í því að þrengja Grensásveginn því hjólastígar verða ekki lagðir samkvæmt áætlun meirihluta Pírata, Samfylkingar, Vinstri grænna og Bjartrar framtíðar nema að gatan verði þrengd fyrst,“ segir hann. „Við borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins höfum talið að forgangsröðun ætti að vera önnur og fresta ætti þrengingu Grensásvegar. Það að auglýsa útboð á hluta verksins áður en tillaga þess efnis er afgreidd í borgarstjórn er lítilsvirðing þessa meirihluta við leikreglur lýðræðisins.“Auglýst um helgina Opnun tilboða í útboðinu veður þriðjudaginn 16. febrúar en útboðsgögn voru gerð aðgengileg gegn gjaldi á skrifstofu borgarinnar í dag. Útboðið var auglýst í Morgunblaðinu á laugardag. Borgarráð fjallaði um málið á fundi sínum 21. janúar síðastliðinn en þá var lagt fram bréf frá umhverfis- og skipulagsráð dagsett 8. janúar þar sem heimild til að fara í útboðið var óskað. Borgarráð samþykkti útboðið með fjórum atkvæðum meirihlutans gegn þremur atkvæðum minnihlutans. Þar sem ekki náðist samstaða um málið í borgarráði fer það fyrir fund borgarstjórnar í dag. Þar mun niðurstaðan að öllum líkindum vera sú sama og í borgarráði.
Stjórnmálavísir Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira