Fimm þúsund barna á flótta er saknað Guðsteinn Bjarnason skrifar 4. febrúar 2016 07:00 Flóttakonur komnar til Serbíu eftir að hafa gengið yfir landamærin frá Makedóníu. Þúsundir flóttamanna fara þarna um daglega. Nordicphotos/AFP Þýska lögreglan segir að fimm þúsund þeirra barna, sem komu með flóttafólki til landsins, sé nú saknað. Þetta upplýsir lögreglan stuttu eftir að Evrópulögreglan, Europol, sagði að tíu þúsund þeirra barna, sem komu til Evrópu með flóttafólki á síðasta ári, sé saknað. Á síðasta ári fóru meira en 850 þúsund manns yfir hafið frá Tyrklandi til Grikklands og flestir héldu áfram norður Balkanskaga áleiðis til Austurríkis, Þýskalands og Svíþjóðar. Fjórðungur þessa hóps flóttafólks voru börn og 17 prósent voru konur. Að sögn alþjóðlegu hjálparsamtakanna UNICEF hefur hlutfall kvenna og barna hækkað, og nú er svo komið að börn eru þriðjungur þeirra flóttamanna sem koma til Evrópu. Langflestir hafa þessir flóttamenn farið í gegnum landamærabæinn Gevgelija í Makedóníu, við landamæri Grikklands. Þar þurfa þeir að láta skrá sig og sækja um bráðabirgðahæli. Þaðan þarf fólkið að ferðast norður að landamærum Serbíu, sem er þriggja til fjögurra klukkustunda leið með bifreið eða lest. Aftur þarf fólk að láta skrá sig í landamærabænum Presovo í Serbíu. Alþjóðasamtökin UN Women gerðu nýlega úttekt á aðbúnaði flóttakvenna og barna þeirra á þessum landamærastöðvum í Makedóníu og Serbíu, þar sem fólkið þarf að láta skrá sig. Í ljós kom að aðbúnaðurinn er engan veginn nógu góður, meðal annars vegna þess að neyðaraðstoð er gjarnan hönnuð af körlum. UN Women hefur brugðist við með því að samhæfa aðgerðir og bæta aðbúnað flóttafólks með þarfir kvenna sérstaklega í huga. Einfaldar lausnir geta oft verið áhrifaríkar, eins og bara það að koma upp kynjaskiptum svefnskálum, salernum og sturtuaðstöðu. Einnig þurfi að sjá til þess að á landamærastöðvunum séu sérstök svæði ætluð konum og börnum. Einnig þurfi að tryggja að konur sem ferðast einar geti gist saman í séraðstöðu. Þá þurfi að sjá til þess að konur séu í hópi starfsfólks auk þess sem kvensjúkdómalæknar séu til staðar. Í gær bárust svo fréttir af því að Evrópusambandið hefði komið sér saman um það, hvernig fjármagna ætti þær þrjár milljónir evra, sem sambandið ætlar að greiða Tyrklandi til að koma þar upp betri aðstæðum fyrir flóttafólk í von um að fólkið haldi kyrru fyrir í Tyrklandi frekar en að leggja upp í áhættusama ferð til Evrópu. Flóttamenn Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Sjá meira
Þýska lögreglan segir að fimm þúsund þeirra barna, sem komu með flóttafólki til landsins, sé nú saknað. Þetta upplýsir lögreglan stuttu eftir að Evrópulögreglan, Europol, sagði að tíu þúsund þeirra barna, sem komu til Evrópu með flóttafólki á síðasta ári, sé saknað. Á síðasta ári fóru meira en 850 þúsund manns yfir hafið frá Tyrklandi til Grikklands og flestir héldu áfram norður Balkanskaga áleiðis til Austurríkis, Þýskalands og Svíþjóðar. Fjórðungur þessa hóps flóttafólks voru börn og 17 prósent voru konur. Að sögn alþjóðlegu hjálparsamtakanna UNICEF hefur hlutfall kvenna og barna hækkað, og nú er svo komið að börn eru þriðjungur þeirra flóttamanna sem koma til Evrópu. Langflestir hafa þessir flóttamenn farið í gegnum landamærabæinn Gevgelija í Makedóníu, við landamæri Grikklands. Þar þurfa þeir að láta skrá sig og sækja um bráðabirgðahæli. Þaðan þarf fólkið að ferðast norður að landamærum Serbíu, sem er þriggja til fjögurra klukkustunda leið með bifreið eða lest. Aftur þarf fólk að láta skrá sig í landamærabænum Presovo í Serbíu. Alþjóðasamtökin UN Women gerðu nýlega úttekt á aðbúnaði flóttakvenna og barna þeirra á þessum landamærastöðvum í Makedóníu og Serbíu, þar sem fólkið þarf að láta skrá sig. Í ljós kom að aðbúnaðurinn er engan veginn nógu góður, meðal annars vegna þess að neyðaraðstoð er gjarnan hönnuð af körlum. UN Women hefur brugðist við með því að samhæfa aðgerðir og bæta aðbúnað flóttafólks með þarfir kvenna sérstaklega í huga. Einfaldar lausnir geta oft verið áhrifaríkar, eins og bara það að koma upp kynjaskiptum svefnskálum, salernum og sturtuaðstöðu. Einnig þurfi að sjá til þess að á landamærastöðvunum séu sérstök svæði ætluð konum og börnum. Einnig þurfi að tryggja að konur sem ferðast einar geti gist saman í séraðstöðu. Þá þurfi að sjá til þess að konur séu í hópi starfsfólks auk þess sem kvensjúkdómalæknar séu til staðar. Í gær bárust svo fréttir af því að Evrópusambandið hefði komið sér saman um það, hvernig fjármagna ætti þær þrjár milljónir evra, sem sambandið ætlar að greiða Tyrklandi til að koma þar upp betri aðstæðum fyrir flóttafólk í von um að fólkið haldi kyrru fyrir í Tyrklandi frekar en að leggja upp í áhættusama ferð til Evrópu.
Flóttamenn Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Sjá meira