Fimm þúsund barna á flótta er saknað Guðsteinn Bjarnason skrifar 4. febrúar 2016 07:00 Flóttakonur komnar til Serbíu eftir að hafa gengið yfir landamærin frá Makedóníu. Þúsundir flóttamanna fara þarna um daglega. Nordicphotos/AFP Þýska lögreglan segir að fimm þúsund þeirra barna, sem komu með flóttafólki til landsins, sé nú saknað. Þetta upplýsir lögreglan stuttu eftir að Evrópulögreglan, Europol, sagði að tíu þúsund þeirra barna, sem komu til Evrópu með flóttafólki á síðasta ári, sé saknað. Á síðasta ári fóru meira en 850 þúsund manns yfir hafið frá Tyrklandi til Grikklands og flestir héldu áfram norður Balkanskaga áleiðis til Austurríkis, Þýskalands og Svíþjóðar. Fjórðungur þessa hóps flóttafólks voru börn og 17 prósent voru konur. Að sögn alþjóðlegu hjálparsamtakanna UNICEF hefur hlutfall kvenna og barna hækkað, og nú er svo komið að börn eru þriðjungur þeirra flóttamanna sem koma til Evrópu. Langflestir hafa þessir flóttamenn farið í gegnum landamærabæinn Gevgelija í Makedóníu, við landamæri Grikklands. Þar þurfa þeir að láta skrá sig og sækja um bráðabirgðahæli. Þaðan þarf fólkið að ferðast norður að landamærum Serbíu, sem er þriggja til fjögurra klukkustunda leið með bifreið eða lest. Aftur þarf fólk að láta skrá sig í landamærabænum Presovo í Serbíu. Alþjóðasamtökin UN Women gerðu nýlega úttekt á aðbúnaði flóttakvenna og barna þeirra á þessum landamærastöðvum í Makedóníu og Serbíu, þar sem fólkið þarf að láta skrá sig. Í ljós kom að aðbúnaðurinn er engan veginn nógu góður, meðal annars vegna þess að neyðaraðstoð er gjarnan hönnuð af körlum. UN Women hefur brugðist við með því að samhæfa aðgerðir og bæta aðbúnað flóttafólks með þarfir kvenna sérstaklega í huga. Einfaldar lausnir geta oft verið áhrifaríkar, eins og bara það að koma upp kynjaskiptum svefnskálum, salernum og sturtuaðstöðu. Einnig þurfi að sjá til þess að á landamærastöðvunum séu sérstök svæði ætluð konum og börnum. Einnig þurfi að tryggja að konur sem ferðast einar geti gist saman í séraðstöðu. Þá þurfi að sjá til þess að konur séu í hópi starfsfólks auk þess sem kvensjúkdómalæknar séu til staðar. Í gær bárust svo fréttir af því að Evrópusambandið hefði komið sér saman um það, hvernig fjármagna ætti þær þrjár milljónir evra, sem sambandið ætlar að greiða Tyrklandi til að koma þar upp betri aðstæðum fyrir flóttafólk í von um að fólkið haldi kyrru fyrir í Tyrklandi frekar en að leggja upp í áhættusama ferð til Evrópu. Flóttamenn Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira
Þýska lögreglan segir að fimm þúsund þeirra barna, sem komu með flóttafólki til landsins, sé nú saknað. Þetta upplýsir lögreglan stuttu eftir að Evrópulögreglan, Europol, sagði að tíu þúsund þeirra barna, sem komu til Evrópu með flóttafólki á síðasta ári, sé saknað. Á síðasta ári fóru meira en 850 þúsund manns yfir hafið frá Tyrklandi til Grikklands og flestir héldu áfram norður Balkanskaga áleiðis til Austurríkis, Þýskalands og Svíþjóðar. Fjórðungur þessa hóps flóttafólks voru börn og 17 prósent voru konur. Að sögn alþjóðlegu hjálparsamtakanna UNICEF hefur hlutfall kvenna og barna hækkað, og nú er svo komið að börn eru þriðjungur þeirra flóttamanna sem koma til Evrópu. Langflestir hafa þessir flóttamenn farið í gegnum landamærabæinn Gevgelija í Makedóníu, við landamæri Grikklands. Þar þurfa þeir að láta skrá sig og sækja um bráðabirgðahæli. Þaðan þarf fólkið að ferðast norður að landamærum Serbíu, sem er þriggja til fjögurra klukkustunda leið með bifreið eða lest. Aftur þarf fólk að láta skrá sig í landamærabænum Presovo í Serbíu. Alþjóðasamtökin UN Women gerðu nýlega úttekt á aðbúnaði flóttakvenna og barna þeirra á þessum landamærastöðvum í Makedóníu og Serbíu, þar sem fólkið þarf að láta skrá sig. Í ljós kom að aðbúnaðurinn er engan veginn nógu góður, meðal annars vegna þess að neyðaraðstoð er gjarnan hönnuð af körlum. UN Women hefur brugðist við með því að samhæfa aðgerðir og bæta aðbúnað flóttafólks með þarfir kvenna sérstaklega í huga. Einfaldar lausnir geta oft verið áhrifaríkar, eins og bara það að koma upp kynjaskiptum svefnskálum, salernum og sturtuaðstöðu. Einnig þurfi að sjá til þess að á landamærastöðvunum séu sérstök svæði ætluð konum og börnum. Einnig þurfi að tryggja að konur sem ferðast einar geti gist saman í séraðstöðu. Þá þurfi að sjá til þess að konur séu í hópi starfsfólks auk þess sem kvensjúkdómalæknar séu til staðar. Í gær bárust svo fréttir af því að Evrópusambandið hefði komið sér saman um það, hvernig fjármagna ætti þær þrjár milljónir evra, sem sambandið ætlar að greiða Tyrklandi til að koma þar upp betri aðstæðum fyrir flóttafólk í von um að fólkið haldi kyrru fyrir í Tyrklandi frekar en að leggja upp í áhættusama ferð til Evrópu.
Flóttamenn Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira