Heiður að mynda herferð fyrir kók Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 1. febrúar 2016 11:00 Anna Pálma fluttist til New York árið 1991 og starfar þar enn sem ljósmyndari. Ljósmyndarinn Anna Pálma myndaði á dögunum stóra auglýsingaherferð fyrir gosdrykkinn Coca-Cola. Herferðina tók hún ásamt eiginmanni sínum, Guy Arochbodid, og segir Anna að um draumaverkefni hafi verið að ræða enda jafn þekktur drykkur vanfundinn. „Upphaflega var manninum mínum boðið verkefnið en svo ákváðum við að ef við gerðum herferðina saman þá hefðum við upp á meira að bjóða,“ segir Anna og heldur áfram: „Annars vegar tvö sjónarhorn og hins vegar tvöfalt magn af myndum. Í framhaldi af þessu verkefni gerðum við síðan saman Sprite-herferð, allt öðruvísi verkefni en alveg jafn skemmtilegt.“ Coca-Cola var fyrst sett á markað árið 1886 og hefur ríka auglýsingasögu og segir Anna það hafa verið heiður að fá að takast á við verkefnið. „Verkefnið var í stórum dráttum að taka tískumyndir í okkar stíl, með afslöppuðu yfirbragði og fallegri birtu, segja alls konar sögur með flöskuna í aðalhlutverki,“ segir hún. „Við réðum til liðs við okkur frábærar fyrirsætur, stráka og stelpur, alls staðar að úr heiminum og stílista sem allir eru listamenn á sínu sviði og við höfum mikla reynslu af því að vinna með. Síðan skiptum við Guy fyrirsætunum á milli okkar, unnum algjörlega sjálfstætt eins og við erum vön og bárum svo saman bækur okkar litalega séð í dagslok til þess að vera viss um að allt færi vel saman,“ útskýrir hún. Stemninguna á settinu segir Anna hafa verið stórgóða og mikið teygað af umræddum gosdrykk en á bak við slíka herferð er talsvert batterí og alls kyns fólk sem kemur að herlegheitunum en þau Guy hafa tekið nokkrar herferðir fyrir vörumerkið. „Það eru örugglega svona 50-60 manns í hverri töku. Við höfum á síðustu mánuðum gert nokkrar tökur fyrir Coca-Cola. Tvær fyrir alþjóðamarkað, þriðju fyrir Ameríkumarkað og svo gerðum við fyrir Rússlandsmarkað og enn aðra í samstarfi við Nascar. Tökurnar sjálfar eru ekki nema kannski 3-4 dagar en fyrir og eftirvinnslan tekur marga daga og stundum vikur.“ Anna flutti út til New York árið 1991, lauk þar listaháskólanámi og hefur búíð í borginni síðan. Hún sækir þó Ísland reglulega heim. „Ég hef oft komið með erlenda viðskiptavini til Íslands og myndað fyrir þá á Fróni enda heimsins fegurstu birtu að finna þar. Ég hef lítið unnið fyrir íslensk fyrirtæki, enda fullt af frábærum ljósmyndurum á Íslandi. Ég kem aðallega heim ásamt dætrum mínum þremur til þess að hitta fjölskyldu og vini.“ Það er nóg um að vera hjá Önnu en hún hefur fram til þessa meðal annars myndað fyrir fatamerkið Free People og Tommy Hilfiger. „Mér finnast öll verkefni skemmtileg og ég er með fullt á döfinni, persónuleg verkefni, verkefni fyrir tímarit og auglýsingaverkefni. Ég var rétt í þessu að fá mér nýja og mjög spennandi umboðsskrifstofu, Jedroot.com sem sér líka alls kyns skemmtileg verkefni í minni ljósmyndara-framtíð,“ segir hún glöð í bragði. Anna er líkt og áður sagði búsett í New York og segir engan dag í borginni sem aldrei sefur eins og á það vel við hana. „Það er eiginlega enginn dagur mjög dæmigerður og það á mjög vel við mig. Ég ferðast mikið sem mér finnst alltaf jafn gaman og inspírerandi. Samt er alltaf best að vera heima í New York með mínum nánustu.“ Hér má sjá vefsíðu Önnu Pálma. Tíska og hönnun Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Fleiri fréttir Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Sjá meira
Ljósmyndarinn Anna Pálma myndaði á dögunum stóra auglýsingaherferð fyrir gosdrykkinn Coca-Cola. Herferðina tók hún ásamt eiginmanni sínum, Guy Arochbodid, og segir Anna að um draumaverkefni hafi verið að ræða enda jafn þekktur drykkur vanfundinn. „Upphaflega var manninum mínum boðið verkefnið en svo ákváðum við að ef við gerðum herferðina saman þá hefðum við upp á meira að bjóða,“ segir Anna og heldur áfram: „Annars vegar tvö sjónarhorn og hins vegar tvöfalt magn af myndum. Í framhaldi af þessu verkefni gerðum við síðan saman Sprite-herferð, allt öðruvísi verkefni en alveg jafn skemmtilegt.“ Coca-Cola var fyrst sett á markað árið 1886 og hefur ríka auglýsingasögu og segir Anna það hafa verið heiður að fá að takast á við verkefnið. „Verkefnið var í stórum dráttum að taka tískumyndir í okkar stíl, með afslöppuðu yfirbragði og fallegri birtu, segja alls konar sögur með flöskuna í aðalhlutverki,“ segir hún. „Við réðum til liðs við okkur frábærar fyrirsætur, stráka og stelpur, alls staðar að úr heiminum og stílista sem allir eru listamenn á sínu sviði og við höfum mikla reynslu af því að vinna með. Síðan skiptum við Guy fyrirsætunum á milli okkar, unnum algjörlega sjálfstætt eins og við erum vön og bárum svo saman bækur okkar litalega séð í dagslok til þess að vera viss um að allt færi vel saman,“ útskýrir hún. Stemninguna á settinu segir Anna hafa verið stórgóða og mikið teygað af umræddum gosdrykk en á bak við slíka herferð er talsvert batterí og alls kyns fólk sem kemur að herlegheitunum en þau Guy hafa tekið nokkrar herferðir fyrir vörumerkið. „Það eru örugglega svona 50-60 manns í hverri töku. Við höfum á síðustu mánuðum gert nokkrar tökur fyrir Coca-Cola. Tvær fyrir alþjóðamarkað, þriðju fyrir Ameríkumarkað og svo gerðum við fyrir Rússlandsmarkað og enn aðra í samstarfi við Nascar. Tökurnar sjálfar eru ekki nema kannski 3-4 dagar en fyrir og eftirvinnslan tekur marga daga og stundum vikur.“ Anna flutti út til New York árið 1991, lauk þar listaháskólanámi og hefur búíð í borginni síðan. Hún sækir þó Ísland reglulega heim. „Ég hef oft komið með erlenda viðskiptavini til Íslands og myndað fyrir þá á Fróni enda heimsins fegurstu birtu að finna þar. Ég hef lítið unnið fyrir íslensk fyrirtæki, enda fullt af frábærum ljósmyndurum á Íslandi. Ég kem aðallega heim ásamt dætrum mínum þremur til þess að hitta fjölskyldu og vini.“ Það er nóg um að vera hjá Önnu en hún hefur fram til þessa meðal annars myndað fyrir fatamerkið Free People og Tommy Hilfiger. „Mér finnast öll verkefni skemmtileg og ég er með fullt á döfinni, persónuleg verkefni, verkefni fyrir tímarit og auglýsingaverkefni. Ég var rétt í þessu að fá mér nýja og mjög spennandi umboðsskrifstofu, Jedroot.com sem sér líka alls kyns skemmtileg verkefni í minni ljósmyndara-framtíð,“ segir hún glöð í bragði. Anna er líkt og áður sagði búsett í New York og segir engan dag í borginni sem aldrei sefur eins og á það vel við hana. „Það er eiginlega enginn dagur mjög dæmigerður og það á mjög vel við mig. Ég ferðast mikið sem mér finnst alltaf jafn gaman og inspírerandi. Samt er alltaf best að vera heima í New York með mínum nánustu.“ Hér má sjá vefsíðu Önnu Pálma.
Tíska og hönnun Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Fleiri fréttir Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Sjá meira