Viðskipti erlent

Elon Musk vill þróa rafflugvél

Sæunn Gísladóttir skrifar
Elon Musk, forstjóri Tesla.
Elon Musk, forstjóri Tesla. vísir/getty
Auðjöfurinn Elon Musk, sem er hvað þekktastur fyrir að hafa stofnað rafbílafyrirtækið Tesla Motors, vill þróa rafflugvél. Þessu greindi hann frá á Hyperloop viðburði í Texas.

Tæknin til að knúa rafflugvél er nánast ekki til í dag. Musk hefur þó haft áhuga á því að þróa hana í að minnsta kosti sex ár. 

Frumgerð af rafflugvélum eins og frönsku E-Fan hefur verið til síðan á áttunda áratug síðustu aldar og í dag eru til vetnisflugvélar. Því er ljóst að Musk, sem hefur verið að þróa endurnýtanlegar eldflaugar, getur farið að þróa hugmyndina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×