Hlutabréf LinkedIn í frjálsu falli Sæunn Gísladóttir skrifar 5. febrúar 2016 14:10 Frá höfuðstöðvum LinkedIn. Vísir/Getty Hlutabréf í samfélagsmiðlinum LinkedIn hrundu í viðskiptum fyrir opnun markaðar í dag og hafa nú klukkan hálf ellefu í Bandaríkjunum fallið um 38 prósent frá lokun markaða í gær. LinkedIn tilkynnti í gærkvöldi að sala á fyrsta ársfjórðungi ársins 2016 yrði sex prósent lægri en spáð hafði verið um. Forsvarsmenn félagsins spá 820 milljóna dollara tekjum, jafnvirði 104 milljarða íslenskra króna, en sérfræðingar höfðu spáð 868,3 milljónum dollara í tekjur, jafnvirði 110 milljarða íslenskra króna. Tekjur á hvern hlut verða því 27 prósent lægri en spáð hafði verið. Fjórði ársfjórðungur síðasta árs reyndist ágætur hjá félaginu. Nýtt smáforrit LinkedIn kom á markaðinn og notendum fjölgaði um 19 prósent í 414 milljónir. Ástæða þess að hlutabréf félagsins féllu gríðarlega í morgun er talin vera að fjárfestar töldu að vöxtur fyrirtækisins myndi halda áfram að vera jafn góður á árinu 2016. Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hlutabréf í samfélagsmiðlinum LinkedIn hrundu í viðskiptum fyrir opnun markaðar í dag og hafa nú klukkan hálf ellefu í Bandaríkjunum fallið um 38 prósent frá lokun markaða í gær. LinkedIn tilkynnti í gærkvöldi að sala á fyrsta ársfjórðungi ársins 2016 yrði sex prósent lægri en spáð hafði verið um. Forsvarsmenn félagsins spá 820 milljóna dollara tekjum, jafnvirði 104 milljarða íslenskra króna, en sérfræðingar höfðu spáð 868,3 milljónum dollara í tekjur, jafnvirði 110 milljarða íslenskra króna. Tekjur á hvern hlut verða því 27 prósent lægri en spáð hafði verið. Fjórði ársfjórðungur síðasta árs reyndist ágætur hjá félaginu. Nýtt smáforrit LinkedIn kom á markaðinn og notendum fjölgaði um 19 prósent í 414 milljónir. Ástæða þess að hlutabréf félagsins féllu gríðarlega í morgun er talin vera að fjárfestar töldu að vöxtur fyrirtækisins myndi halda áfram að vera jafn góður á árinu 2016.
Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira