Kaupendur Borgunar hagnast óeðlilega mikið Höskuldur Kári Schram skrifar 6. febrúar 2016 18:56 vísir/gva Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra er sammála forsætisráðherra um að sala Landsbankans á hlut sínum í Borgun hafi verið klúður. Hann vill þó ekki taka afstöðu til þess hvort bankastjórinn og stjórn bankans eigi að láta af störfum en segir að kaupendur hafi hagnast óeðlilega mikið á viðskiptunum. Salan hefur verið harðlega gagnrýnd og hefur Bankasýsla ríkisins meðal annars óskað eftir upplýsingum frá bankanum vegna málsins. Forsætisráðherra sagði í ræðu á Alþingi að salan hafi verið klúður og undir það tekur fjármálaráðherra. „Já ég er algjörlega sammála því og í sjálfu sér liggur það í orðum Landsbankans þegar þeir segja að það hafi verið mistök að standa svona að málum þá er það í sjálfu sér klúður. Það þarf ekki að velta því fyrir sér,“ segir Bjarni. Verðmæti Borgunar hefur nánast þrefaldast á rúmu ári eða frá þeim tíma sem Landsbankinn seldi fyrirtækið. Bankinn hefur nú samkvæmt frétt Morgunblaðsins óskað eftir svörum frá stjórnendum fyrirtækisins um hvort upplýsingum hafi verið leynt þegar gengið var frá sölunni. Margir hafa kallað eftir því að bankastjórinn og stórn bankans segi af sér vegna málsins. Bjarni vill þó ekki taka afstöðu til þess. „Núna er Bankasýslan að kalla eftir skýringum. Það skiptir miklu að þær komi fram. Menn eiga að fara yfir þær mjög gaumgæfilega. Það er enginn hafinn yfir gagnrýni. Við öll Íslendingar ætlumst til þess að það sé farið vel með þær eigur sem að við treystum einstaka fyrirtækjum eða stofnunum fyrir. Í þessu máli þá má segja að þingið og bankasýslan sé að fara ofan í saumana á þessu og ég ætla að fylgjast vel með því hvað kemur út úr því,“ segir Bjarni. Bjarni segir hins vegar að Landsbankinn hafi skilað gríðarlegri virðisaukningu á síðustu árum. „Þetta mál er kannski til vitnis um það að það hefði verið betra fyrir bankann að selja bréfin ekki frá sér. Það sem er í sérstakri skoðun núna er að hefðu menn á þeim tíma átt að vita betur. Það held ég að sé spurningin sem að menn eru að taka sérstaklega til skoðunar núna. Mér finnst rétt að það sé í gegnum Bankasýsluna. Við viljum hafa svona armslengdar sjónarmið að leiðarljósi hér. En auðvitað blasir það við mér eins og öllum öðrum að þeir sem að keyptu af bankanum hafa hagnast ótrúlega mikið og eins og öllum finnst óeðlilega mikið,“ segir Bjarni Borgunarmálið Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra er sammála forsætisráðherra um að sala Landsbankans á hlut sínum í Borgun hafi verið klúður. Hann vill þó ekki taka afstöðu til þess hvort bankastjórinn og stjórn bankans eigi að láta af störfum en segir að kaupendur hafi hagnast óeðlilega mikið á viðskiptunum. Salan hefur verið harðlega gagnrýnd og hefur Bankasýsla ríkisins meðal annars óskað eftir upplýsingum frá bankanum vegna málsins. Forsætisráðherra sagði í ræðu á Alþingi að salan hafi verið klúður og undir það tekur fjármálaráðherra. „Já ég er algjörlega sammála því og í sjálfu sér liggur það í orðum Landsbankans þegar þeir segja að það hafi verið mistök að standa svona að málum þá er það í sjálfu sér klúður. Það þarf ekki að velta því fyrir sér,“ segir Bjarni. Verðmæti Borgunar hefur nánast þrefaldast á rúmu ári eða frá þeim tíma sem Landsbankinn seldi fyrirtækið. Bankinn hefur nú samkvæmt frétt Morgunblaðsins óskað eftir svörum frá stjórnendum fyrirtækisins um hvort upplýsingum hafi verið leynt þegar gengið var frá sölunni. Margir hafa kallað eftir því að bankastjórinn og stórn bankans segi af sér vegna málsins. Bjarni vill þó ekki taka afstöðu til þess. „Núna er Bankasýslan að kalla eftir skýringum. Það skiptir miklu að þær komi fram. Menn eiga að fara yfir þær mjög gaumgæfilega. Það er enginn hafinn yfir gagnrýni. Við öll Íslendingar ætlumst til þess að það sé farið vel með þær eigur sem að við treystum einstaka fyrirtækjum eða stofnunum fyrir. Í þessu máli þá má segja að þingið og bankasýslan sé að fara ofan í saumana á þessu og ég ætla að fylgjast vel með því hvað kemur út úr því,“ segir Bjarni. Bjarni segir hins vegar að Landsbankinn hafi skilað gríðarlegri virðisaukningu á síðustu árum. „Þetta mál er kannski til vitnis um það að það hefði verið betra fyrir bankann að selja bréfin ekki frá sér. Það sem er í sérstakri skoðun núna er að hefðu menn á þeim tíma átt að vita betur. Það held ég að sé spurningin sem að menn eru að taka sérstaklega til skoðunar núna. Mér finnst rétt að það sé í gegnum Bankasýsluna. Við viljum hafa svona armslengdar sjónarmið að leiðarljósi hér. En auðvitað blasir það við mér eins og öllum öðrum að þeir sem að keyptu af bankanum hafa hagnast ótrúlega mikið og eins og öllum finnst óeðlilega mikið,“ segir Bjarni
Borgunarmálið Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira