Yfir 3.100 þungaðar konur í Kólumbíu hafa greinst með Zika-veiruna svonefndu sem getur valdið alvarlegum fósturskaða. Ekkert lát virðist á útbreiðslu veirunnar en nú þegar hafa um 26 þúsund manns sýkt af henni í landinu. Frá þessu greindi forseti landsins, Juan Manuel Santos, í sjónvarpsávarpi í dag.
Þegar hafa þrjú dauðsföll verið rakin til veirunnar í Kólumbíu, en um er að ræða fyrstu dauðsföllin tengd henni. Sex önnur eru nú til rannsóknar.
Sjá einnig: Hvað er Zika?
Zika-veiran hefur hingað til verið sögð nokkuð hættulítil en vísbendingar hafa verið um að veiran valdi fósturskaða þannig að börn fæðist vansköpuð, eða með svokallað dverghöfuð. Hún smitast með biti moskítóflugunnar en jafnframt er talið að hún geti smitast við kynmök. Þá hefur hún jafnframt greinst í þvagi og munnvatni.
Á fjórða þúsund þungaðar konur með Zika

Tengdar fréttir

Þrjú dauðsföll rakin til Zika-veirunnar
Fyrstu dauðsföllin tengd veirunni.

Evrópuríki hvött til að bregðast við Zika
WHO segir það áhyggjuefni að veiran geti mögulega borist manna á milli með kynmökum.

Zika vírusinn fannst í Texas
Zika vírusinn, sem breiðist nú hratt út um Suður Ameríku hefur nú fundist í manneskju í Texas í Bandaríkjunum. Hingað til hafa flestöll tilfelli sjúkdómsins borist í menn í gegnum bit moskítóflugunnar en í tilfellinu í Texas virðist vírusinn hafa smitast í gegnum kynmök, að því er breska ríkisútvarpið greinir frá.

Hvað er Zika?
Neyðarástandi hefur verið lýst yfir vegna Zika-veirunnar. En hvað er Zika og hvaða afleiðingar getur hún haft?

Barnshafandi kona á Spáni greinist með Zika
Þetta er fyrsta tilfellið sem upp kemur í Evrópu þar sem staðfest er að barnshafandi kona hafi smitast af Zika.

Óttast fjölgun ólöglegra fóstureyðinga vegna Zika
Yfirvöld í Suður-Ameríku hvött til að endurskoða reglur um getnaðarvarnir og fóstureyðingar.