„Förum ekki kosningabaráttu án þess að vera búin að leggja eitthvað fram um verðtrygginguna“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 7. febrúar 2016 12:50 Silja Dögg Gunnarsdóttir vísir/pjetur Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, segist hafa þungar áhyggjur af því að afnám verðtryggingar sé enn ekki komið á skrið. Málið sé enn á borði fjármálaráðuneytisins og að flokkurinn hafi ekki fengið neitt í hendurnar því tengdu. Hún segir flokkinn ekki reiðubúinn í kosningar að ári liðnu fari ekki að draga til einhverra tíðinda. „Við höfum mjög miklar áhyggjur og erum ekki að fara í kosningabaráttu án þess að vera búin að leggja eitthvað fram um verðtrygginguna. Það bara kemur ekki til greina,“ sagði Silja Dögg í Sprengisandi í dag, en eitt af stóru kosningaloforðum Framsóknarflokksins fyrir síðustu kosningar var afnám verðtryggingar á neytendalánum.Eitt ár stuttur tími í pólitík Hún vísaði til skýrslu starfshóps um verðtrygginguna sem lögð var fram árið 2014 um mögulegar leiðir til afnáms verðtryggingar, eða til að draga úr vægi hennar. Verkefnið sé enn á borði fjármálaráðuneytisins. „Við höfum mjög miklar áhyggjur í okkar þingflokki, ég get alveg sagt ykkur það, af því að það sé ekkert komið fram úr fjármálaráðuneytinu. Þar er verkefnið að draga úr vægi verðtryggingar, eða afnema hana, út frá þessari skýrslu sem unnin var á sínum tíma, sem margir þekkja og við erum ekki búin að fá neitt í hendurnar. Það er rúmt ár í kosningar sem er stuttur tími í pólitík. Við erum ekki tilbúin til að fara í kosningar aftur án þess að hafa komið með neitt fyrir kjósendur um þetta, ég get bara fullyrt það.“Þingið taki málið í sínar hendur Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknar og formaður efnahags- og viðskiptanefndar, sagðist í samtali við Vísi í vikunni ætla að beita sér fyrir því að þingið taki málin í sínar hendur fari ekki að draga til tíðinda. Hann sagði þingið geta sett málið á dagskrá og afgreitt það án aðkomu ríkisstjórnarinnar. „Ef það er meirihluti fyrir því í þinginu að gera eitthvað í þessa veruna, að afnema verðtrygginguna eða slíkt, þá hefur þingið náttúrulega úrslitavaldið í því og getur haft frumkvæði og gert það. Það hefur komið fram frumvarp á vegum tveggja þingmanna úr Samfylkingunni þar sem er með mjög einföldum hætti lagt bann við nýjum verðtryggðum lánum,“ sagði hann.Viðtalið við Silju má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Stjórnmálavísir: „Við höfum augljóslega áhyggjur“ Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar þingsins, segir Framsóknarþingmenn langeyga eftir frumvarpi um afnám verðtryggingar. 4. febrúar 2016 20:28 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, segist hafa þungar áhyggjur af því að afnám verðtryggingar sé enn ekki komið á skrið. Málið sé enn á borði fjármálaráðuneytisins og að flokkurinn hafi ekki fengið neitt í hendurnar því tengdu. Hún segir flokkinn ekki reiðubúinn í kosningar að ári liðnu fari ekki að draga til einhverra tíðinda. „Við höfum mjög miklar áhyggjur og erum ekki að fara í kosningabaráttu án þess að vera búin að leggja eitthvað fram um verðtrygginguna. Það bara kemur ekki til greina,“ sagði Silja Dögg í Sprengisandi í dag, en eitt af stóru kosningaloforðum Framsóknarflokksins fyrir síðustu kosningar var afnám verðtryggingar á neytendalánum.Eitt ár stuttur tími í pólitík Hún vísaði til skýrslu starfshóps um verðtrygginguna sem lögð var fram árið 2014 um mögulegar leiðir til afnáms verðtryggingar, eða til að draga úr vægi hennar. Verkefnið sé enn á borði fjármálaráðuneytisins. „Við höfum mjög miklar áhyggjur í okkar þingflokki, ég get alveg sagt ykkur það, af því að það sé ekkert komið fram úr fjármálaráðuneytinu. Þar er verkefnið að draga úr vægi verðtryggingar, eða afnema hana, út frá þessari skýrslu sem unnin var á sínum tíma, sem margir þekkja og við erum ekki búin að fá neitt í hendurnar. Það er rúmt ár í kosningar sem er stuttur tími í pólitík. Við erum ekki tilbúin til að fara í kosningar aftur án þess að hafa komið með neitt fyrir kjósendur um þetta, ég get bara fullyrt það.“Þingið taki málið í sínar hendur Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknar og formaður efnahags- og viðskiptanefndar, sagðist í samtali við Vísi í vikunni ætla að beita sér fyrir því að þingið taki málin í sínar hendur fari ekki að draga til tíðinda. Hann sagði þingið geta sett málið á dagskrá og afgreitt það án aðkomu ríkisstjórnarinnar. „Ef það er meirihluti fyrir því í þinginu að gera eitthvað í þessa veruna, að afnema verðtrygginguna eða slíkt, þá hefur þingið náttúrulega úrslitavaldið í því og getur haft frumkvæði og gert það. Það hefur komið fram frumvarp á vegum tveggja þingmanna úr Samfylkingunni þar sem er með mjög einföldum hætti lagt bann við nýjum verðtryggðum lánum,“ sagði hann.Viðtalið við Silju má heyra í spilaranum hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Stjórnmálavísir: „Við höfum augljóslega áhyggjur“ Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar þingsins, segir Framsóknarþingmenn langeyga eftir frumvarpi um afnám verðtryggingar. 4. febrúar 2016 20:28 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Stjórnmálavísir: „Við höfum augljóslega áhyggjur“ Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar þingsins, segir Framsóknarþingmenn langeyga eftir frumvarpi um afnám verðtryggingar. 4. febrúar 2016 20:28