„Förum ekki kosningabaráttu án þess að vera búin að leggja eitthvað fram um verðtrygginguna“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 7. febrúar 2016 12:50 Silja Dögg Gunnarsdóttir vísir/pjetur Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, segist hafa þungar áhyggjur af því að afnám verðtryggingar sé enn ekki komið á skrið. Málið sé enn á borði fjármálaráðuneytisins og að flokkurinn hafi ekki fengið neitt í hendurnar því tengdu. Hún segir flokkinn ekki reiðubúinn í kosningar að ári liðnu fari ekki að draga til einhverra tíðinda. „Við höfum mjög miklar áhyggjur og erum ekki að fara í kosningabaráttu án þess að vera búin að leggja eitthvað fram um verðtrygginguna. Það bara kemur ekki til greina,“ sagði Silja Dögg í Sprengisandi í dag, en eitt af stóru kosningaloforðum Framsóknarflokksins fyrir síðustu kosningar var afnám verðtryggingar á neytendalánum.Eitt ár stuttur tími í pólitík Hún vísaði til skýrslu starfshóps um verðtrygginguna sem lögð var fram árið 2014 um mögulegar leiðir til afnáms verðtryggingar, eða til að draga úr vægi hennar. Verkefnið sé enn á borði fjármálaráðuneytisins. „Við höfum mjög miklar áhyggjur í okkar þingflokki, ég get alveg sagt ykkur það, af því að það sé ekkert komið fram úr fjármálaráðuneytinu. Þar er verkefnið að draga úr vægi verðtryggingar, eða afnema hana, út frá þessari skýrslu sem unnin var á sínum tíma, sem margir þekkja og við erum ekki búin að fá neitt í hendurnar. Það er rúmt ár í kosningar sem er stuttur tími í pólitík. Við erum ekki tilbúin til að fara í kosningar aftur án þess að hafa komið með neitt fyrir kjósendur um þetta, ég get bara fullyrt það.“Þingið taki málið í sínar hendur Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknar og formaður efnahags- og viðskiptanefndar, sagðist í samtali við Vísi í vikunni ætla að beita sér fyrir því að þingið taki málin í sínar hendur fari ekki að draga til tíðinda. Hann sagði þingið geta sett málið á dagskrá og afgreitt það án aðkomu ríkisstjórnarinnar. „Ef það er meirihluti fyrir því í þinginu að gera eitthvað í þessa veruna, að afnema verðtrygginguna eða slíkt, þá hefur þingið náttúrulega úrslitavaldið í því og getur haft frumkvæði og gert það. Það hefur komið fram frumvarp á vegum tveggja þingmanna úr Samfylkingunni þar sem er með mjög einföldum hætti lagt bann við nýjum verðtryggðum lánum,“ sagði hann.Viðtalið við Silju má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Stjórnmálavísir: „Við höfum augljóslega áhyggjur“ Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar þingsins, segir Framsóknarþingmenn langeyga eftir frumvarpi um afnám verðtryggingar. 4. febrúar 2016 20:28 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, segist hafa þungar áhyggjur af því að afnám verðtryggingar sé enn ekki komið á skrið. Málið sé enn á borði fjármálaráðuneytisins og að flokkurinn hafi ekki fengið neitt í hendurnar því tengdu. Hún segir flokkinn ekki reiðubúinn í kosningar að ári liðnu fari ekki að draga til einhverra tíðinda. „Við höfum mjög miklar áhyggjur og erum ekki að fara í kosningabaráttu án þess að vera búin að leggja eitthvað fram um verðtrygginguna. Það bara kemur ekki til greina,“ sagði Silja Dögg í Sprengisandi í dag, en eitt af stóru kosningaloforðum Framsóknarflokksins fyrir síðustu kosningar var afnám verðtryggingar á neytendalánum.Eitt ár stuttur tími í pólitík Hún vísaði til skýrslu starfshóps um verðtrygginguna sem lögð var fram árið 2014 um mögulegar leiðir til afnáms verðtryggingar, eða til að draga úr vægi hennar. Verkefnið sé enn á borði fjármálaráðuneytisins. „Við höfum mjög miklar áhyggjur í okkar þingflokki, ég get alveg sagt ykkur það, af því að það sé ekkert komið fram úr fjármálaráðuneytinu. Þar er verkefnið að draga úr vægi verðtryggingar, eða afnema hana, út frá þessari skýrslu sem unnin var á sínum tíma, sem margir þekkja og við erum ekki búin að fá neitt í hendurnar. Það er rúmt ár í kosningar sem er stuttur tími í pólitík. Við erum ekki tilbúin til að fara í kosningar aftur án þess að hafa komið með neitt fyrir kjósendur um þetta, ég get bara fullyrt það.“Þingið taki málið í sínar hendur Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknar og formaður efnahags- og viðskiptanefndar, sagðist í samtali við Vísi í vikunni ætla að beita sér fyrir því að þingið taki málin í sínar hendur fari ekki að draga til tíðinda. Hann sagði þingið geta sett málið á dagskrá og afgreitt það án aðkomu ríkisstjórnarinnar. „Ef það er meirihluti fyrir því í þinginu að gera eitthvað í þessa veruna, að afnema verðtrygginguna eða slíkt, þá hefur þingið náttúrulega úrslitavaldið í því og getur haft frumkvæði og gert það. Það hefur komið fram frumvarp á vegum tveggja þingmanna úr Samfylkingunni þar sem er með mjög einföldum hætti lagt bann við nýjum verðtryggðum lánum,“ sagði hann.Viðtalið við Silju má heyra í spilaranum hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Stjórnmálavísir: „Við höfum augljóslega áhyggjur“ Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar þingsins, segir Framsóknarþingmenn langeyga eftir frumvarpi um afnám verðtryggingar. 4. febrúar 2016 20:28 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Stjórnmálavísir: „Við höfum augljóslega áhyggjur“ Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar þingsins, segir Framsóknarþingmenn langeyga eftir frumvarpi um afnám verðtryggingar. 4. febrúar 2016 20:28