Lyfsali vill veita afslátt af hluta sjúklingsins Sveinn Arnarsson skrifar 8. febrúar 2016 07:00 Samkeppniseftirlitið segir reglugerð um greiðsluþátttöku sjúkratrygginga í lyfjakostnaði ekki minnka samkeppnishvata lyfsala á Íslandi. Öryrkjabandalag Íslands kvartaði til Samkeppniseftirlitsins árið 2013 um að kerfið væri andstætt samkeppnislögum. Umboðsmaður alþingis telur reglugerðina hinsvegar ekki eiga sér lagastoð. Öryrkjabandalagið taldi reglugerð um greiðsluþátttöku standa í vegi fyrir samkeppni vegna þess að afslættir sem apótek veittu viðskiptavinum rynnu að megninu til til Sjúkratrygginga Íslands. Með því væri hvatinn til afsláttarkjara til sjúklinga orðinn að engu. Samkeppniseftirlitið er ekki sammála þessari túlkun og segir nýja kerfið hafa aukið jafnræði milli sjúklinga. Haukur Ingason, apótekari í Garðsapóteki, segir málið einfalt. „Ég vil geta gefið afslátt af hlut sjúklings. Í núverandi kerfi get ég það hins vegar ekki þar sem sjúkratryggingar byrja á að lækka greiðsluþátttökuverðið um leið og ég slæ inn afslátt. Það er byggt á heimild í reglugerð sem umboðsmaður segir ekki hafa nokkra lagastoð. Þessu þarf að breyta hið snarasta og sjúkratryggingar þurfa að taka mið af þessu áliti umboðsmanns,“ segir Haukur. Umboðsmaður gaf út álit sitt á kerfinu í lok síðasta árs. Kemst hann að þeirri niðurstöðu að aðferð sjúkratrygginga byggi ekki á neinni lagastoð. „Sé það afstaða stjórnvalda að sú aðferð sem viðhöfð er nú sé æskileg vegna framkvæmdar á þessum málum tel ég að leita þurfi eftir viðbrögðum Alþingis við lagabreytingum þar um,“ segir í áliti umboðsmanns. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segist fagna niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins á heimasíðu velferðarráðuneytisins. Þar komi fram skýrt álit þess efnis að lyfjagreiðslukerfið hafi stuðlað að auknum jöfnuði meðal lyfjanotenda og bætt hag þeirra sem mest þurfa á lyfjum að halda. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Sjá meira
Samkeppniseftirlitið segir reglugerð um greiðsluþátttöku sjúkratrygginga í lyfjakostnaði ekki minnka samkeppnishvata lyfsala á Íslandi. Öryrkjabandalag Íslands kvartaði til Samkeppniseftirlitsins árið 2013 um að kerfið væri andstætt samkeppnislögum. Umboðsmaður alþingis telur reglugerðina hinsvegar ekki eiga sér lagastoð. Öryrkjabandalagið taldi reglugerð um greiðsluþátttöku standa í vegi fyrir samkeppni vegna þess að afslættir sem apótek veittu viðskiptavinum rynnu að megninu til til Sjúkratrygginga Íslands. Með því væri hvatinn til afsláttarkjara til sjúklinga orðinn að engu. Samkeppniseftirlitið er ekki sammála þessari túlkun og segir nýja kerfið hafa aukið jafnræði milli sjúklinga. Haukur Ingason, apótekari í Garðsapóteki, segir málið einfalt. „Ég vil geta gefið afslátt af hlut sjúklings. Í núverandi kerfi get ég það hins vegar ekki þar sem sjúkratryggingar byrja á að lækka greiðsluþátttökuverðið um leið og ég slæ inn afslátt. Það er byggt á heimild í reglugerð sem umboðsmaður segir ekki hafa nokkra lagastoð. Þessu þarf að breyta hið snarasta og sjúkratryggingar þurfa að taka mið af þessu áliti umboðsmanns,“ segir Haukur. Umboðsmaður gaf út álit sitt á kerfinu í lok síðasta árs. Kemst hann að þeirri niðurstöðu að aðferð sjúkratrygginga byggi ekki á neinni lagastoð. „Sé það afstaða stjórnvalda að sú aðferð sem viðhöfð er nú sé æskileg vegna framkvæmdar á þessum málum tel ég að leita þurfi eftir viðbrögðum Alþingis við lagabreytingum þar um,“ segir í áliti umboðsmanns. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segist fagna niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins á heimasíðu velferðarráðuneytisins. Þar komi fram skýrt álit þess efnis að lyfjagreiðslukerfið hafi stuðlað að auknum jöfnuði meðal lyfjanotenda og bætt hag þeirra sem mest þurfa á lyfjum að halda.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent