Telja Auði djúpúðgu ættaða frá Kvam við Aurlandsfjörð Kristján Már Unnarsson skrifar 8. febrúar 2016 19:15 Norskir fræðimenn telja, eftir rannsóknir fornsagna, að frægasta landnámskona Íslands, Auður djúpúðga, hafi verið ættuð frá bænum Hvammi við innanverðan Sognfjörð. Þess vegna hafi hún valið sama heiti á landnámsbæ sinn á Íslandi. Auður djúpúðga nam Dalina alla, kallaði bæ sinn Hvamm og eftir honum fékk Hvammsfjörður nafn. Hún flúði til Íslands frá Skotlandi. Til eru talsverðar frásagnir sem tengjast lífi hennar á Bretlandseyjum. Þar stóðu karlmennirnir í kringum hana í stöðugum bardögum og tóku sér konungstign.Nær ekkert er vitað um æsku Auðar í Noregi en þar var afi hennar, Björn buna, frægur höfðingi, sagður úr Sogni, þar sem Aurlandsfjörður er meðal innfjarða. Norskir fræðimenn hafa varpað fram þeirri tilgátu að Auður hafi valið landnámsbæ sínum í Dölum nafnið Hvammur vegna þess að æskuslóðir hennar hafi verið á Aurlandi en þar finnst bæjarnafnið Kvam, eða Hvammur. Þessi kenning birtist í bók sem út kom í Noregi fyrir fimmtán árum eftir Anders Ohnstad sagnfræðing. Sonur hans, Åsmund Ohnstad, sagnfræðingur og rithöfundur, segir að þá ályktun megi draga af frásögnum sem bendi til að ættmenni Auðar djúpúðgu hafi forðast að sigla um Sognfjörð eftir að Haraldur hárfagri náði völdum í Noregi.Åsmund Ohnstad, sagnfræðingur og rithöfundur í Gudvangen á Aurlandi.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Haraldur hárfagri átti konungsgarð í Leikangri, norðanmegin í Sognfirði,“ segir Åsmund Ohnstad en íbúar þar voru hliðhollir konungi. Leiðin sem fara þurfti til að forðast Harald hárfagra og hans liðsmenn lá um annan fjörð og síðan fjallveg og hún bendi til þess að þau hafi komið frá Kvam, sem var höfðingjasetur til forna. „Með því að fara yfir fjöllin til Aurlands komust Auður og fólk hennar hjá því að sigla framhjá óvinum sínum,“ segir Åsmund. „Samkvæmt þessari kenningu er rökrétt að ætla að hún hafi verið frá Kvam í Aurlandi.“ Nánar er fjallað um Auði djúpúðgu í Landnemunum á Stöð 2.Séð út Aurlandsfjörð, sem er einn af innfjörðum Sognfjarðar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Dalabyggð Landnemarnir Tengdar fréttir Deilt um hvort Flóki hafi sleppt hröfnum og gefið Íslandi nafn Sögurnar um að Hrafna-Flóki hafi gefið Íslandi nafn og að hrafnar hafi vísað honum leiðina til Íslands eru skáldskapur, að mati sagnfræðiprófessora. 18. janúar 2016 18:30 Deilur um upphaf landnáms sagðar heillandi viðfangsefni Tekist á um hvort endurskrifa þurfi Íslandssöguna. 11. janúar 2016 17:45 Hjörleifur ætti að teljast fyrstur landnámsmanna Því fer fjarri að eining ríki meðal Íslendinga um að Ingólfur Arnarson sé talinn fyrsti landnámsmaður Íslands. 1. febrúar 2016 18:30 Nýjar rannsóknir veita ný svör um landnámið Ráðgátur landnámsins og upphaf Íslandssögunnar er viðfangsefni Landnemanna, nýrrar íslenskrar þáttaraðar. 11. janúar 2016 10:45 Maður Auðar var konungur og þrælakaupmaður Auður djúpúðga er frægasta landnámskona Íslands. 5. febrúar 2016 14:59 Á Náttfari að teljast fyrsti landneminn? Ingólfur Arnarson, sá er nam land í Reykjavík, er í sögubókunum talinn fyrsti landnámsmaður Íslands. Þingeyingar hafa hins vegar löngum haldið því fram að Náttfari hafi verið fyrstur. 18. janúar 2016 10:30 Norðmenn segja Ingólf úr Hrífudal Ingólfur Arnarson, fyrsti landnámsmaður Íslands, kom frá Dalsfirði á Fjölum, samkvæmt Landnámabók. 29. janúar 2016 15:00 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Norskir fræðimenn telja, eftir rannsóknir fornsagna, að frægasta landnámskona Íslands, Auður djúpúðga, hafi verið ættuð frá bænum Hvammi við innanverðan Sognfjörð. Þess vegna hafi hún valið sama heiti á landnámsbæ sinn á Íslandi. Auður djúpúðga nam Dalina alla, kallaði bæ sinn Hvamm og eftir honum fékk Hvammsfjörður nafn. Hún flúði til Íslands frá Skotlandi. Til eru talsverðar frásagnir sem tengjast lífi hennar á Bretlandseyjum. Þar stóðu karlmennirnir í kringum hana í stöðugum bardögum og tóku sér konungstign.Nær ekkert er vitað um æsku Auðar í Noregi en þar var afi hennar, Björn buna, frægur höfðingi, sagður úr Sogni, þar sem Aurlandsfjörður er meðal innfjarða. Norskir fræðimenn hafa varpað fram þeirri tilgátu að Auður hafi valið landnámsbæ sínum í Dölum nafnið Hvammur vegna þess að æskuslóðir hennar hafi verið á Aurlandi en þar finnst bæjarnafnið Kvam, eða Hvammur. Þessi kenning birtist í bók sem út kom í Noregi fyrir fimmtán árum eftir Anders Ohnstad sagnfræðing. Sonur hans, Åsmund Ohnstad, sagnfræðingur og rithöfundur, segir að þá ályktun megi draga af frásögnum sem bendi til að ættmenni Auðar djúpúðgu hafi forðast að sigla um Sognfjörð eftir að Haraldur hárfagri náði völdum í Noregi.Åsmund Ohnstad, sagnfræðingur og rithöfundur í Gudvangen á Aurlandi.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Haraldur hárfagri átti konungsgarð í Leikangri, norðanmegin í Sognfirði,“ segir Åsmund Ohnstad en íbúar þar voru hliðhollir konungi. Leiðin sem fara þurfti til að forðast Harald hárfagra og hans liðsmenn lá um annan fjörð og síðan fjallveg og hún bendi til þess að þau hafi komið frá Kvam, sem var höfðingjasetur til forna. „Með því að fara yfir fjöllin til Aurlands komust Auður og fólk hennar hjá því að sigla framhjá óvinum sínum,“ segir Åsmund. „Samkvæmt þessari kenningu er rökrétt að ætla að hún hafi verið frá Kvam í Aurlandi.“ Nánar er fjallað um Auði djúpúðgu í Landnemunum á Stöð 2.Séð út Aurlandsfjörð, sem er einn af innfjörðum Sognfjarðar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.
Dalabyggð Landnemarnir Tengdar fréttir Deilt um hvort Flóki hafi sleppt hröfnum og gefið Íslandi nafn Sögurnar um að Hrafna-Flóki hafi gefið Íslandi nafn og að hrafnar hafi vísað honum leiðina til Íslands eru skáldskapur, að mati sagnfræðiprófessora. 18. janúar 2016 18:30 Deilur um upphaf landnáms sagðar heillandi viðfangsefni Tekist á um hvort endurskrifa þurfi Íslandssöguna. 11. janúar 2016 17:45 Hjörleifur ætti að teljast fyrstur landnámsmanna Því fer fjarri að eining ríki meðal Íslendinga um að Ingólfur Arnarson sé talinn fyrsti landnámsmaður Íslands. 1. febrúar 2016 18:30 Nýjar rannsóknir veita ný svör um landnámið Ráðgátur landnámsins og upphaf Íslandssögunnar er viðfangsefni Landnemanna, nýrrar íslenskrar þáttaraðar. 11. janúar 2016 10:45 Maður Auðar var konungur og þrælakaupmaður Auður djúpúðga er frægasta landnámskona Íslands. 5. febrúar 2016 14:59 Á Náttfari að teljast fyrsti landneminn? Ingólfur Arnarson, sá er nam land í Reykjavík, er í sögubókunum talinn fyrsti landnámsmaður Íslands. Þingeyingar hafa hins vegar löngum haldið því fram að Náttfari hafi verið fyrstur. 18. janúar 2016 10:30 Norðmenn segja Ingólf úr Hrífudal Ingólfur Arnarson, fyrsti landnámsmaður Íslands, kom frá Dalsfirði á Fjölum, samkvæmt Landnámabók. 29. janúar 2016 15:00 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Deilt um hvort Flóki hafi sleppt hröfnum og gefið Íslandi nafn Sögurnar um að Hrafna-Flóki hafi gefið Íslandi nafn og að hrafnar hafi vísað honum leiðina til Íslands eru skáldskapur, að mati sagnfræðiprófessora. 18. janúar 2016 18:30
Deilur um upphaf landnáms sagðar heillandi viðfangsefni Tekist á um hvort endurskrifa þurfi Íslandssöguna. 11. janúar 2016 17:45
Hjörleifur ætti að teljast fyrstur landnámsmanna Því fer fjarri að eining ríki meðal Íslendinga um að Ingólfur Arnarson sé talinn fyrsti landnámsmaður Íslands. 1. febrúar 2016 18:30
Nýjar rannsóknir veita ný svör um landnámið Ráðgátur landnámsins og upphaf Íslandssögunnar er viðfangsefni Landnemanna, nýrrar íslenskrar þáttaraðar. 11. janúar 2016 10:45
Maður Auðar var konungur og þrælakaupmaður Auður djúpúðga er frægasta landnámskona Íslands. 5. febrúar 2016 14:59
Á Náttfari að teljast fyrsti landneminn? Ingólfur Arnarson, sá er nam land í Reykjavík, er í sögubókunum talinn fyrsti landnámsmaður Íslands. Þingeyingar hafa hins vegar löngum haldið því fram að Náttfari hafi verið fyrstur. 18. janúar 2016 10:30
Norðmenn segja Ingólf úr Hrífudal Ingólfur Arnarson, fyrsti landnámsmaður Íslands, kom frá Dalsfirði á Fjölum, samkvæmt Landnámabók. 29. janúar 2016 15:00