Tekst Johnson að ná 15. rothögginu á ferlinum í kvöld? Pétur Marinó Jónsson skrifar 30. janúar 2016 20:30 Vísir/Getty Rotarinn Anthony Johnson mætir Ryan Bader í hörku bardaga á UFC bardagakvöldinu í kvöld. Sigurvegarinn gæti fengið titilbardaga í léttþungavigtinni. Anthony Johnson var aðhlátursefni í MMA heiminum fyrir nokkrum árum. Honum mistókst ítrekað að ná tilsettri þyngd fyrir bardaga sína í UFC og var rekinn með skömm úr bardagasamtökunum. Johnson barðist nefnilega fyrst í veltivigt (77 kg) sem er lygilegt fyrir þennan 188 cm háa mann. Að hans sögn var það barnalegt af honum að vera í veltivigtinni enda var hann oft nær dauða en lífi síðustu klukkustundirnar í niðurskurðinum. Í dag berst hann hins vegar í léttþungavigt (93 kg) þar sem hann á heima. Johnson hefur að eigin sögn þroskast mikið á undanförnum árum og er í dag einn af þeim bestu í léttþungavigtinni. Þegar Johnson var rekinn úr UFC bjuggust fáir við að hann myndi koma til baka með jafn miklum hvelli eins og hann hefur gert. Johnson kom aftur í UFC árið 2014 og sigraði þrjá bardaga í röð í nýjum þyngdarflokki og tryggði sér titilbardaga í fyrra. Þar tapaði hann fyrir Daniel Cormier en getur mögulega komið sér aftur í titilbardaga með sigri á Ryan Bader í kvöld. Johnson er mikill rotari og hefur sigrað 14 bardaga með rothöggi á ferlinum. Ryan Bader hefur sigrað fimm bardaga í röð en gæti átt erfitt kvöld fyrir vændum ef Johnson verður í stuði. Fjórir bardagar verða á dagskrá í kvöld og mun ungstirnið Sage Northcutt berjast sinn þriðja bardaga í UFC á aðeins fjórum mánuðum. Þá munu þungavigtarmennirnir Josh Barnett og Ben Rothwell eigast við en bardagakvöldið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsending kl 1.Léttþungavigt: Anthony Johnson gegn Ryan Bader Þungavigt: Josh Barnett gegn Ben Rothwell Bantamvigt: Iuri Alcantara gegn Jimmie Rivera Veltivigt: Sage Northcutt gegn Bryan Barbarena MMA Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjá meira
Rotarinn Anthony Johnson mætir Ryan Bader í hörku bardaga á UFC bardagakvöldinu í kvöld. Sigurvegarinn gæti fengið titilbardaga í léttþungavigtinni. Anthony Johnson var aðhlátursefni í MMA heiminum fyrir nokkrum árum. Honum mistókst ítrekað að ná tilsettri þyngd fyrir bardaga sína í UFC og var rekinn með skömm úr bardagasamtökunum. Johnson barðist nefnilega fyrst í veltivigt (77 kg) sem er lygilegt fyrir þennan 188 cm háa mann. Að hans sögn var það barnalegt af honum að vera í veltivigtinni enda var hann oft nær dauða en lífi síðustu klukkustundirnar í niðurskurðinum. Í dag berst hann hins vegar í léttþungavigt (93 kg) þar sem hann á heima. Johnson hefur að eigin sögn þroskast mikið á undanförnum árum og er í dag einn af þeim bestu í léttþungavigtinni. Þegar Johnson var rekinn úr UFC bjuggust fáir við að hann myndi koma til baka með jafn miklum hvelli eins og hann hefur gert. Johnson kom aftur í UFC árið 2014 og sigraði þrjá bardaga í röð í nýjum þyngdarflokki og tryggði sér titilbardaga í fyrra. Þar tapaði hann fyrir Daniel Cormier en getur mögulega komið sér aftur í titilbardaga með sigri á Ryan Bader í kvöld. Johnson er mikill rotari og hefur sigrað 14 bardaga með rothöggi á ferlinum. Ryan Bader hefur sigrað fimm bardaga í röð en gæti átt erfitt kvöld fyrir vændum ef Johnson verður í stuði. Fjórir bardagar verða á dagskrá í kvöld og mun ungstirnið Sage Northcutt berjast sinn þriðja bardaga í UFC á aðeins fjórum mánuðum. Þá munu þungavigtarmennirnir Josh Barnett og Ben Rothwell eigast við en bardagakvöldið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsending kl 1.Léttþungavigt: Anthony Johnson gegn Ryan Bader Þungavigt: Josh Barnett gegn Ben Rothwell Bantamvigt: Iuri Alcantara gegn Jimmie Rivera Veltivigt: Sage Northcutt gegn Bryan Barbarena
MMA Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjá meira