Shell býst við verri afkomu Sæunn Gísladóttir skrifar 21. janúar 2016 06:00 Royal Dutch Shell lækkaði afkomuspá sína fyrir fjórða ársfjórðung 2015 um 39 milljarða íslenskra króna. Fréttablaðið/Getty Í gær lækkaði Royal Dutch Shell afkomuspá sína um 300 milljónir dollara, jafnvirði 39 milljarða íslenskra króna. Olíufélagið á von á 1,6 milljarða dollara hagnaði, jafnvirði rúmlega 200 milljarða íslenskra króna, á fjórða ársfjórðungi 2015. Ef spáin gengur eftir mun fyrirtækið hagnast um rúmlega helmingi minna en á fjórða ársfjórðungi 2014. Shell áætlar að tekjur ársins muni nema 10,4 til 10,7 milljörðum Bandaríkjadala, jafnvirði 1.350-1.390 milljarða íslenskra króna, sem er undir áætlun. Í kjölfar tilkynningarinnar féllu hlutabréf í Shell um 3,7 prósent í morgunviðskiptum í gær. Í kjölfarið lækkaði hlutabréfavísitalan FTSE 100 í Bretlandi um 3,13 prósent í og mældist þá 5.692 stig í gærmorgun. Hún hefur ekki mælst lægri í þrjú ár. Tilkynnt var í apríl í fyrra að til stæði að Shell tæki yfir gasfyrirtækið BG Group. Í næstu viku hittast hluthafar til að kjósa um yfirtökuna. Þegar tilkynnt var um yfirtökuna var hrávöruverð á olíu 55 dollarar á tunnu en er nú í kringum 28 dollara. Því er óvíst hvað verður. Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Í gær lækkaði Royal Dutch Shell afkomuspá sína um 300 milljónir dollara, jafnvirði 39 milljarða íslenskra króna. Olíufélagið á von á 1,6 milljarða dollara hagnaði, jafnvirði rúmlega 200 milljarða íslenskra króna, á fjórða ársfjórðungi 2015. Ef spáin gengur eftir mun fyrirtækið hagnast um rúmlega helmingi minna en á fjórða ársfjórðungi 2014. Shell áætlar að tekjur ársins muni nema 10,4 til 10,7 milljörðum Bandaríkjadala, jafnvirði 1.350-1.390 milljarða íslenskra króna, sem er undir áætlun. Í kjölfar tilkynningarinnar féllu hlutabréf í Shell um 3,7 prósent í morgunviðskiptum í gær. Í kjölfarið lækkaði hlutabréfavísitalan FTSE 100 í Bretlandi um 3,13 prósent í og mældist þá 5.692 stig í gærmorgun. Hún hefur ekki mælst lægri í þrjú ár. Tilkynnt var í apríl í fyrra að til stæði að Shell tæki yfir gasfyrirtækið BG Group. Í næstu viku hittast hluthafar til að kjósa um yfirtökuna. Þegar tilkynnt var um yfirtökuna var hrávöruverð á olíu 55 dollarar á tunnu en er nú í kringum 28 dollara. Því er óvíst hvað verður.
Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira