Viðskipti erlent

Olían fellur áfram í verði

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/EPA
Verð á hráolíu í Bandaríkjunum fór undir 27 dali á tunnu í dag, sem er í fyrsta sinn síðan í maí 2003. Það sem af er árinu hefur olían lækkað um rúm 25 prósent en þrátt fyrir það hefur ekki verið dregið úr framleiðslu svo um muni. Venesúela hefur farið fram á neyðarfund meðal OPEC ríkjanna til að ræða mögulegar leiðir til að hækka olíuverð.

Önnur aðildarríki setti sig þó á móti neyðarfundi.

Þá mun olíuframleiðsla aukast enn meir á næstu misserum, þar sem Íranir undirbúa sig nú fyrir að selja olíu um heim allan. Samkvæmt Reuters fréttaveitunni hafa þeir þegar gert samninga við fyrirtæki um dreifingu á olíu þeirra. Sérfræðingar telja að Íranar ætli sér að herja á markaði í Evrópu.

Samhliða lækkun á olíu var mikill urgur á hlutabréfamörkuðum víða um heim, en þó mest í Asíu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×