Viðskipti erlent

IKEA kaupir vindmyllugarð í Finnlandi

Atli Ísleifsson skrifar
Vindorkuframleiðslan mun með þessu tvöfaldast á staðnum.
Vindorkuframleiðslan mun með þessu tvöfaldast á staðnum. Vísir/Getty
Hið sænska IKEA hyggst kaupa vindmyllugarð í finnska bænum Kemi, nærri landamærunum að Svíþjóð.

IKEA vinnur að kaupunum ásamt vindorkufyrirtækinu OX2 og verður brátt tíu eldri myllum skipt út, auk þess að til stendur að reisa þrjár nýjar.

Vindorkuframleiðslan mun með þessu tvöfaldast á staðnum.

Takmark IKEA með þessu er að framleiða að minnsta kosti jafn mikla orku og fyrirtækið neytir í Finnlandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×