Gunnar: Barnalegt að kenna mér um að einhverjir strákar sláist á skólalóð Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. janúar 2016 16:00 Gunnar Nelson segir sitt sport ekki fyrir alla. vísir/getty Gunnar Nelson, fremsti bardagakappi Íslendinga, gefur lítið fyrir ásakanir Hafsteins Karlssonar, skólastjóra Salaskóla í Kópavogi, sem komu fram í DV, að það sé honum að kenna að tvö sett af ungum strákum slógust eftir síðasta bardaga hans. Tveimur dögum eftir að Gunnar barðist síðast við Brasilíumanninn Demian Maia í desember í fyrra komu upp tvö tilfelli þar sem drengir á aldrinum tíu til ellefu ára „slógu hvorn annan hnefahöggum í andlitið“ eins og það er orðað í DV. „Þetta er hreinn viðbjóður og því miður er fullt af litlum drengjum sem horfa á þetta á vefnum án vitundar foreldra sinna. Þarna sjá þeir Gunnar Nelson sem hefur verið hafinn upp til skýjanna hér á landi fyrir þetta ofbeldi,“ sagði Hafsteinn við DV. Gunnar vísar þessum ásökunum til föðurhúsanna í viðtali við MMAFréttir og segir þetta vera barnaleg ummæli. „Það er barnalegt að reyna að kenna einhverjum eins og mér, sem er að stunda mína íþrótt, um að einhverjir tveir strákar hafi verið að slást á skólalóð. Slagsmál hafa viðgengist helvíti lengi og langt fyrir mína tíð,“ segir Gunnar. „Ég hef oft sagt það áður að það er kannski ekki fyrir alla að horfa á þetta sport. Foreldrar eiga að dæma um það eða stjórna því hvort börnin sín eigi að horfa á þetta ekki og hvort þau hafi þroska til að skilja hvað er að gerast. Að ætla að kenna Michael Schumacher um að einhver hafi keyrt of hratt niður í bæ er eins asnalegt og það hljómar,“ segir Gunnar Nelson. MMA Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Sjá meira
Gunnar Nelson, fremsti bardagakappi Íslendinga, gefur lítið fyrir ásakanir Hafsteins Karlssonar, skólastjóra Salaskóla í Kópavogi, sem komu fram í DV, að það sé honum að kenna að tvö sett af ungum strákum slógust eftir síðasta bardaga hans. Tveimur dögum eftir að Gunnar barðist síðast við Brasilíumanninn Demian Maia í desember í fyrra komu upp tvö tilfelli þar sem drengir á aldrinum tíu til ellefu ára „slógu hvorn annan hnefahöggum í andlitið“ eins og það er orðað í DV. „Þetta er hreinn viðbjóður og því miður er fullt af litlum drengjum sem horfa á þetta á vefnum án vitundar foreldra sinna. Þarna sjá þeir Gunnar Nelson sem hefur verið hafinn upp til skýjanna hér á landi fyrir þetta ofbeldi,“ sagði Hafsteinn við DV. Gunnar vísar þessum ásökunum til föðurhúsanna í viðtali við MMAFréttir og segir þetta vera barnaleg ummæli. „Það er barnalegt að reyna að kenna einhverjum eins og mér, sem er að stunda mína íþrótt, um að einhverjir tveir strákar hafi verið að slást á skólalóð. Slagsmál hafa viðgengist helvíti lengi og langt fyrir mína tíð,“ segir Gunnar. „Ég hef oft sagt það áður að það er kannski ekki fyrir alla að horfa á þetta sport. Foreldrar eiga að dæma um það eða stjórna því hvort börnin sín eigi að horfa á þetta ekki og hvort þau hafi þroska til að skilja hvað er að gerast. Að ætla að kenna Michael Schumacher um að einhver hafi keyrt of hratt niður í bæ er eins asnalegt og það hljómar,“ segir Gunnar Nelson.
MMA Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Sjá meira