Erlent

44 drukknuðu í Eyjahafi

Samúel Karl Ólason skrifar
Landhelgisgæsla Grikklands hefur þurft að standa í ströngu síðasta árið og hafa bjargað fjölmörgum úr háska.
Landhelgisgæsla Grikklands hefur þurft að standa í ströngu síðasta árið og hafa bjargað fjölmörgum úr háska. Vísir/EPA
Minnst 41 flóttamaður drukknaði í Eyjahafinu í morgun og í nótt. Flóttamennirnir voru á leið frá Tyrklandi til Grikklands þegar bátar þeirra sukku. Annar nærri eyjunni Farmakonissi og hinn nærri Kalolimnos. Meðal hinna látnu eru 17 börn.

Óljóst þykir hvort að fleiri séu látnir en Landhelgisgæsla Grikklands bjargaði 26 manns frá öðrum bátnum og hafa fjölmörg lík fundist. Ekki er vitað hve margir voru um borð, en farþegar hafa sagt allt frá 40 manns til 70.

AFP fréttaveitan hefur eftir embættismönnum að 44 hafi látið lífið. BBC segir 42, en AP segir minnst 41.

Rúmlega milljón flóttamenn fóru komu til Evrópu á síðasta ári og þar af rúmlega 800 þúsund yfir Eyjahaf. Minnst 700 manns drukknuðu í Eyjahafi þar sem þau reyndu að komast til Grikklands á illa förnum bátum. Oft á tíðum setja smyglarar allt of marga um borð í bátana svo þeir verða mjög óstöðugir.

Björgunarmenn eru að störfum á svæðinu og leitað er á legi og úr lofti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×