Aðalsögupersónan í "The Blind Side" bara einum leik frá sínum öðrum Súper Bowl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2016 23:30 Michael Oher á góðri stundu með Cam Newton og öðrum liðsfélaga. Vísir/Getty Michael Oher er leikmaður NFL-liðsins Carolina Panthers og hefur átt mjög flott tímabil eins og félagar hans í liðinu. Þrátt fyrir að vera mjög öflugur leikmaður þá verður hann líklega alltaf frægari fyrir annað. Michael Oher er nefnilega aðalsögupersónan í kvikmyndinni „The Blind Side" sem var gerð um uppvaxtarár hans og leið hans inn í NFL en leikkonan Sandra Bullock fékk óskarsverðlaun fyrir hlutverk sitt sem konan sem ættleiddi Oher. Myndin kom út árið 2009 og var mjög vinsæl en ekki spillti fyrir vinsældunum að Sandra Bullock fékk Óskarinn. Michael Oher var þá kominn í NFL-lið Baltimore Ravens þar sem hann varð meistari árið 2013. Michael Oher yfirgaf Baltimore Ravens í kjölfar titilsins 2013 og spilaði í eitt ár með Tennessee Titans áður en hann kom til Carolina Panthers. Carolina Panthers hefur slegið í gegn á þessu tímabil og þykir líklegt til að fara alla leið í ár enda vann liðið 15 af 16 leikjum sínum í deildarkeppni ameríska fótboltans. Michael Oher helst starf inn á vellinum er að passa upp á það að komist enginn að leikstjórnandanum Cam Newton. Cam Newton hefur átt frábært tímabil og verður líklega kosinn besti leikmaður deildarinnar. Oher spilar vinstra megin en það birtist skemmtileg grein inn á ESPN um Oher og samskipti hans við Mike Remmers sem spilar svipaða stöðu og Oher en bara hægra megin við leikstjórnandann. Michael Oher er nefnilega orðinn frekar þreyttur á því að það séu allir að tala um kvikmyndina „The Blind Side" við hann og hann hefur líka talað um að þó að myndin sé sannsöguleg þá hafi margt verið fært í stílinn. Það er heldur ekki að hjálpa til að liðsfélagarnir í Carolina Panthers hafa verið að stríða honum á myndinni og það frá fyrsta degi. Mike Remmers, liðsfélagi hans, er aftur á móti gríðarlegur aðdáandi myndarinnar og kann hana nánast utan af. Hann notar því hvert tækifæri til að fara með línur úr myndinni, tala um hana og horfa á hana. Remmers er líka að senda Oher smáskilaboð með myndbrotum, setningum og staðreyndum um myndina. Það er bara enginn meiri aðdáandi „The Blind Side" en hann. Mike Remmers er svo mikill aðdáandi að það var ekki möguleiki fyrir Michael Oher að fá treyjunúmerið sitt, 74, þegar hann kom til Carolina Panthers. Michael Oher hafði alltaf spilað í númer 74 en varð að sætta sig við að fara í númer 73 af því Remmers vildi spila númer 74 eins og Oher gerði í uppáhaldsmyndinni hans. Það er hægt að lesa þessa skemmtilegu grein ESPN um Michael Oher og Mike Remmers með því að smella hér. Carolina Panthers mætir Arizona Cardinals í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 23.00 á sunnudaginn en á undan verður sýndur leikur Denver Broncos og New England Patriots sem hefst klukkan 20.00. NFL Mest lesið Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Younghoe sparkað burt Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Hefur orðið heimsmeistari jafn oft og Usain Bolt Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Bills byrjar tímabilið með látum Missti níu leikmenn milli tímabila: „Passar mjög vel við aðstoðarþjálfarastarfið“ Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Littler laug því að hann væri hættur Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjá meira
Michael Oher er leikmaður NFL-liðsins Carolina Panthers og hefur átt mjög flott tímabil eins og félagar hans í liðinu. Þrátt fyrir að vera mjög öflugur leikmaður þá verður hann líklega alltaf frægari fyrir annað. Michael Oher er nefnilega aðalsögupersónan í kvikmyndinni „The Blind Side" sem var gerð um uppvaxtarár hans og leið hans inn í NFL en leikkonan Sandra Bullock fékk óskarsverðlaun fyrir hlutverk sitt sem konan sem ættleiddi Oher. Myndin kom út árið 2009 og var mjög vinsæl en ekki spillti fyrir vinsældunum að Sandra Bullock fékk Óskarinn. Michael Oher var þá kominn í NFL-lið Baltimore Ravens þar sem hann varð meistari árið 2013. Michael Oher yfirgaf Baltimore Ravens í kjölfar titilsins 2013 og spilaði í eitt ár með Tennessee Titans áður en hann kom til Carolina Panthers. Carolina Panthers hefur slegið í gegn á þessu tímabil og þykir líklegt til að fara alla leið í ár enda vann liðið 15 af 16 leikjum sínum í deildarkeppni ameríska fótboltans. Michael Oher helst starf inn á vellinum er að passa upp á það að komist enginn að leikstjórnandanum Cam Newton. Cam Newton hefur átt frábært tímabil og verður líklega kosinn besti leikmaður deildarinnar. Oher spilar vinstra megin en það birtist skemmtileg grein inn á ESPN um Oher og samskipti hans við Mike Remmers sem spilar svipaða stöðu og Oher en bara hægra megin við leikstjórnandann. Michael Oher er nefnilega orðinn frekar þreyttur á því að það séu allir að tala um kvikmyndina „The Blind Side" við hann og hann hefur líka talað um að þó að myndin sé sannsöguleg þá hafi margt verið fært í stílinn. Það er heldur ekki að hjálpa til að liðsfélagarnir í Carolina Panthers hafa verið að stríða honum á myndinni og það frá fyrsta degi. Mike Remmers, liðsfélagi hans, er aftur á móti gríðarlegur aðdáandi myndarinnar og kann hana nánast utan af. Hann notar því hvert tækifæri til að fara með línur úr myndinni, tala um hana og horfa á hana. Remmers er líka að senda Oher smáskilaboð með myndbrotum, setningum og staðreyndum um myndina. Það er bara enginn meiri aðdáandi „The Blind Side" en hann. Mike Remmers er svo mikill aðdáandi að það var ekki möguleiki fyrir Michael Oher að fá treyjunúmerið sitt, 74, þegar hann kom til Carolina Panthers. Michael Oher hafði alltaf spilað í númer 74 en varð að sætta sig við að fara í númer 73 af því Remmers vildi spila númer 74 eins og Oher gerði í uppáhaldsmyndinni hans. Það er hægt að lesa þessa skemmtilegu grein ESPN um Michael Oher og Mike Remmers með því að smella hér. Carolina Panthers mætir Arizona Cardinals í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 23.00 á sunnudaginn en á undan verður sýndur leikur Denver Broncos og New England Patriots sem hefst klukkan 20.00.
NFL Mest lesið Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Younghoe sparkað burt Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Hefur orðið heimsmeistari jafn oft og Usain Bolt Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Bills byrjar tímabilið með látum Missti níu leikmenn milli tímabila: „Passar mjög vel við aðstoðarþjálfarastarfið“ Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Littler laug því að hann væri hættur Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjá meira