Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Snæfell 64-74 | Snæfell í bikarúrslit í þriðja sinn Sveinn Ólafur Magnússon í TM-höllinni skrifar 24. janúar 2016 22:30 Gunnhildur Gunnarsdóttir skoraði 15 stig í leiknum í kvöld. vísir/anton Snæfell er komið í úrslitaleik Powerade-bikars kvenna í þriðja sinn í sögu félagsins eftir 10 stiga sigur, 64-74, á Keflavík í TM-höllinni í kvöld. Snæfell mætir Grindavík í bikarúrslitaleiknum 13. febrúar næstkomandi. Haiden Palmer átti að venju góðan leik í liði Snæfells en hún skoraði 31 stig, tók fjögur fráköst, gaf þrjár stoðsendingar og stal boltanum sex sinnum. Gunnhildur Gunnarsdóttir átti sömuleiðis prýðisgóðan leik en hún skoraði 15 stig og tók sex fráköst. Þá stóð Bryndís Guðmundsdóttir einnig fyrir sínu á gamla heimavellinum og skoraði 14 stig. Melissa Zorning var atkvæðamest í liði Keflvíkinga með 21 stig en skotnýting hennar var ekki góð. Fyrirliðinn Sandra Lind Þrastardóttir var svo með myndarlega tvennu; 12 stig og 15 fráköst. Heimakonur byrjuðu leikinn mun betur og leiddu með 10 stigum eftir 1. leikhluta, 22-12. Snæfell komst betur inn í leikinn í 2. leikhluta og þegar liðin gengu til búningsherbergja var munurinn kominn niður í tvö stig, 33-31. Keflvíkingar héldu forystunni framan af seinni hálfleik en góður kafli undir lok 3. leikhluta þýddi að Snæfell var með þriggja stiga forskot, 46-49, fyrir lokaleikhlutann. Þar reyndust Íslandsmeistararnir mun sterkari en þeir unnu 4. leikhlutann 25-18 og leikinn með 10 stigum, 64-74.Tölfræði leiks:Keflavík-Snæfell 64-74 (22-12, 11-19, 13-18, 18-25)Keflavík: Melissa Zornig 21/6 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 13, Sandra Lind Þrastardóttir 12/15 fráköst/5 stoðsendingar/4 varin skot, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 11/6 fráköst, Marín Laufey Davíðsdóttir 4, Bríet Sif Hinriksdóttir 3, Þóranna Kika Hodge-Carr 0, Katla Rún Garðarsdóttir 0, Thelma Dís Ágústsdóttir 0/4 fráköst, Andrea Einarsdóttir 0, Elfa Falsdottir 0, Irena Sól Jónsdóttir 0.Snæfell: Haiden Denise Palmer 31/5 fráköst/6 stolnir, Gunnhildur Gunnarsdóttir 15/6 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 14/4 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 6/7 fráköst, María Björnsdóttir 6, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 2/4 fráköst, Andrea Björt Ólafsdóttir 0, Anna Soffía Lárusdóttir 0, Erna Hákonardóttir 0, Rebekka Rán Karlsdóttir 0, Sara Diljá Sigurðardóttir 0, Alda Leif Jónsdóttir 0.Ingi Þór: Sjálfstraustið kom með góðri vörn Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, var að vonum kátur í leikslok. „Þetta er mjög sætt. Við byrjuðum illa en þegar leið á fengum við framlag frá fleirum og sjálfstraustið kom með góðri vörn,“ sagði Ingi sem hrósaði mótherjunum. „Keflvíkingar eru með flott lið en það var ekki fyrr en við fórum að vera á undan þeim í öllum aðgerðum að við náðum að stöðva þær. Ég sá þær spila á móti Stjörnunni og þetta var ekki sama liðið og þá.“ Ingi segist ekki eiga sér neina óskamótherja í úrslitaleiknum. „Ég veit ekki hvort við mætum Grindavík eða Stjörnunni en það skiptir ekki neinu máli. Snæfell er komið í leikinn sem allir vilja spila og það er ánægulegt,“ sagði Ingi Þór glaður í leikslok.Bryndís: Við vorum full lengi í gang Bryndís Guðmundsdóttir mætti sínu gamla félagi í kvöld en hún átti afbragðs leik. „Mér finnst alltaf gaman að koma og spila í Keflavík en þetta var sætt í kvöld.,“ sagði Bryndís í leikslok. Hún var ekkert alltof sátt með spilamennsku Snæfellsliðsins í leiknum. „Við vorum full lengi í gang. Mér fannst við bara lélegar í fyrri hálfleik en svo small þetta alveg hjá okkur eftir þriðja leikhluta,“ sagði Bryndís sem skoraði 14 stig í leiknum. „Við spiluðum kannski einn góðan leikhluta. Við spiluðum almennilega vörn og saman sem lið eftir 1. leikhluta. „Við fórum að spila fastar en á móti vorum við linar í 1. leikhluta. Við fengum lítið undir körfunni í upphafi en síðan fór þetta að ganga,“ sagði Bryndís að lokum.Sverrir Þór: Það vantaði frumkvæði hjá okkur Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflvíkinga, var ekki sáttur með úrslitin í kvöld. „Ég er hundfúll með að tapa leiknum og vera dottinn út úr bikar en ég var ánægður með baráttuna og fyrri hálfleikinn,“ sagði Sverrir en Keflavík leiddi með tveimur stigum í hálfleik. „Við spiluðum einnig þokkalega framan af seinni hálfleik. En svo lendum við í miklum vandræðum með að skora og Haiden Palmer hún er það góð að hún virðist geta skorað þegar hún vill,“ sagði Sverrir en umrædd Palmer skoraði 31 stig fyrir Snæfell í kvöld. Sverrir vildi sjá frumkvæði hjá sínum stúlkum í leiknum. „Þær spiluðu fast á okkur og ýttu okkur úr stöðum. Það vantar frumkvæðið hjá okkur. „Í staðinn fyrir að finna leiðir þá fara alltof margir leikmenn í felur og það endar með að einhver þarf að taka hálfgert neyðarskot,“ sagði Sverrir Þór að lokum. Bein lýsing: Keflavík - SnæfellTweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild kvenna Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Sjá meira
Snæfell er komið í úrslitaleik Powerade-bikars kvenna í þriðja sinn í sögu félagsins eftir 10 stiga sigur, 64-74, á Keflavík í TM-höllinni í kvöld. Snæfell mætir Grindavík í bikarúrslitaleiknum 13. febrúar næstkomandi. Haiden Palmer átti að venju góðan leik í liði Snæfells en hún skoraði 31 stig, tók fjögur fráköst, gaf þrjár stoðsendingar og stal boltanum sex sinnum. Gunnhildur Gunnarsdóttir átti sömuleiðis prýðisgóðan leik en hún skoraði 15 stig og tók sex fráköst. Þá stóð Bryndís Guðmundsdóttir einnig fyrir sínu á gamla heimavellinum og skoraði 14 stig. Melissa Zorning var atkvæðamest í liði Keflvíkinga með 21 stig en skotnýting hennar var ekki góð. Fyrirliðinn Sandra Lind Þrastardóttir var svo með myndarlega tvennu; 12 stig og 15 fráköst. Heimakonur byrjuðu leikinn mun betur og leiddu með 10 stigum eftir 1. leikhluta, 22-12. Snæfell komst betur inn í leikinn í 2. leikhluta og þegar liðin gengu til búningsherbergja var munurinn kominn niður í tvö stig, 33-31. Keflvíkingar héldu forystunni framan af seinni hálfleik en góður kafli undir lok 3. leikhluta þýddi að Snæfell var með þriggja stiga forskot, 46-49, fyrir lokaleikhlutann. Þar reyndust Íslandsmeistararnir mun sterkari en þeir unnu 4. leikhlutann 25-18 og leikinn með 10 stigum, 64-74.Tölfræði leiks:Keflavík-Snæfell 64-74 (22-12, 11-19, 13-18, 18-25)Keflavík: Melissa Zornig 21/6 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 13, Sandra Lind Þrastardóttir 12/15 fráköst/5 stoðsendingar/4 varin skot, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 11/6 fráköst, Marín Laufey Davíðsdóttir 4, Bríet Sif Hinriksdóttir 3, Þóranna Kika Hodge-Carr 0, Katla Rún Garðarsdóttir 0, Thelma Dís Ágústsdóttir 0/4 fráköst, Andrea Einarsdóttir 0, Elfa Falsdottir 0, Irena Sól Jónsdóttir 0.Snæfell: Haiden Denise Palmer 31/5 fráköst/6 stolnir, Gunnhildur Gunnarsdóttir 15/6 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 14/4 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 6/7 fráköst, María Björnsdóttir 6, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 2/4 fráköst, Andrea Björt Ólafsdóttir 0, Anna Soffía Lárusdóttir 0, Erna Hákonardóttir 0, Rebekka Rán Karlsdóttir 0, Sara Diljá Sigurðardóttir 0, Alda Leif Jónsdóttir 0.Ingi Þór: Sjálfstraustið kom með góðri vörn Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, var að vonum kátur í leikslok. „Þetta er mjög sætt. Við byrjuðum illa en þegar leið á fengum við framlag frá fleirum og sjálfstraustið kom með góðri vörn,“ sagði Ingi sem hrósaði mótherjunum. „Keflvíkingar eru með flott lið en það var ekki fyrr en við fórum að vera á undan þeim í öllum aðgerðum að við náðum að stöðva þær. Ég sá þær spila á móti Stjörnunni og þetta var ekki sama liðið og þá.“ Ingi segist ekki eiga sér neina óskamótherja í úrslitaleiknum. „Ég veit ekki hvort við mætum Grindavík eða Stjörnunni en það skiptir ekki neinu máli. Snæfell er komið í leikinn sem allir vilja spila og það er ánægulegt,“ sagði Ingi Þór glaður í leikslok.Bryndís: Við vorum full lengi í gang Bryndís Guðmundsdóttir mætti sínu gamla félagi í kvöld en hún átti afbragðs leik. „Mér finnst alltaf gaman að koma og spila í Keflavík en þetta var sætt í kvöld.,“ sagði Bryndís í leikslok. Hún var ekkert alltof sátt með spilamennsku Snæfellsliðsins í leiknum. „Við vorum full lengi í gang. Mér fannst við bara lélegar í fyrri hálfleik en svo small þetta alveg hjá okkur eftir þriðja leikhluta,“ sagði Bryndís sem skoraði 14 stig í leiknum. „Við spiluðum kannski einn góðan leikhluta. Við spiluðum almennilega vörn og saman sem lið eftir 1. leikhluta. „Við fórum að spila fastar en á móti vorum við linar í 1. leikhluta. Við fengum lítið undir körfunni í upphafi en síðan fór þetta að ganga,“ sagði Bryndís að lokum.Sverrir Þór: Það vantaði frumkvæði hjá okkur Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflvíkinga, var ekki sáttur með úrslitin í kvöld. „Ég er hundfúll með að tapa leiknum og vera dottinn út úr bikar en ég var ánægður með baráttuna og fyrri hálfleikinn,“ sagði Sverrir en Keflavík leiddi með tveimur stigum í hálfleik. „Við spiluðum einnig þokkalega framan af seinni hálfleik. En svo lendum við í miklum vandræðum með að skora og Haiden Palmer hún er það góð að hún virðist geta skorað þegar hún vill,“ sagði Sverrir en umrædd Palmer skoraði 31 stig fyrir Snæfell í kvöld. Sverrir vildi sjá frumkvæði hjá sínum stúlkum í leiknum. „Þær spiluðu fast á okkur og ýttu okkur úr stöðum. Það vantar frumkvæðið hjá okkur. „Í staðinn fyrir að finna leiðir þá fara alltof margir leikmenn í felur og það endar með að einhver þarf að taka hálfgert neyðarskot,“ sagði Sverrir Þór að lokum. Bein lýsing: Keflavík - SnæfellTweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild kvenna Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Sjá meira