NFL: Cam Newton og Peyton Manning mætast í Súper Bowl 2016 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. janúar 2016 08:45 Það var gaman hjá Cam Newton og félögum í Carolina Panthers eftir sigurinn í nótt. Vísir/Getty Það verður einvígi milli gömlu og nýju útgáfunnar af leikstjórnendum ameríska fótboltans í Súper Bowl í ár en Denver Broncos og Carolina Panthers tryggðu sér sigur í sínum deildum í úrslitakeppni NFL-deildarinnar í nótt. Carolina Panthers liðið verður ógnvænlegt í úrslitaleiknum en Cam Newton og félagar fóru illa með Arizona Cardinals og unnu þá 49-15 í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar. Það var mun meiri spenna í einvígi goðsagnanna Peyton Manning og Tom Brady þar sem Denver Broncos vann 20-18 á ríkjandi NFL-meisturum í New England Patriots í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar.Varnirnar voru í aðalhlutverki í leik Denver Broncos og New England Patriots en tveir af bestu leikstjórnendum sögunnar, Peyton Manning og Tom Brady, komust oft lítið áleiðis. Á endanum var það þó Peyton Manning og félagar hans Denver Broncos sem tryggðu sér sæti í fimmtugasta Súper Bowl. Patriots-liðið gafst ekki upp og átti möguleika á því að jafna metin og tryggja sér framlengingu en misheppnað aukastig í fyrri hálfleiknum reyndist á endanum skilja á milli liðanna. Patriots þurfti að reyna við tvö stig eftir síðasta snertimark sitt og Broncos-vörnina var vel á verði eins og oft áður í leiknum. Peyton Manning bætir þar með við meti í risastórt metasafn sitt því enginn annar hefur náð að fara tvisvar með tvö lið í Súper Bowl. Peyton Manning var líka í Súper Bowl fyrir tveimur árum en Denver Broncos tapaði þá illa fyrir Seattle Seahawks. Manning fór á sínum tvisvar með Indianapolis Colts í Súper Bowl og vann þá sinn eina titil.Carson Palmer, leikstjórnandi Arizona Cardinals, átti litla sem enga möguleika á móti Carolina Panthers vörninni en hann kastaði boltanum fjórum sinnum frá sér og tapaði alls sex boltum. Allt aðra sögu var að segja af Herra Súperman, Cam Newton, leikstjórnanda Carolina Panthers en hann skoraði bæði tvö snertimörk sjálfur auk þess að gefa tvær sendingar sem gáfu snertimörk. Cam Newton, sem verður örugglega kosinn besti leikmaður tímabilsins, er orðinn stærsta NFL-stjarnan í dag og nú aðeins einum sigri frá sínum fyrsta titli. Hann hefur þroskast sem leikmaður í ár en enginn vaf í vafa um alla hæfileikana sem hann býr yfir. Nú fær hann tækifæri til að mæta sannri goðsögn, einn af þeim bestu í Peyton Manning, leikstjórnanda af gömlu gerðinni. Miðað við hvernig Carolina Panthers er að spila þessa dagana þá gæti þetta endað illa fyrir Peyton Manning í mögulega hans síðasta leik en öll bandaríska fótboltaþjóðin hefur nú tvær vikur til að velta sér upp úr því. Eitt er öruggt að þarna eru að bætast gamla og nýja útgáfan af leikstjórnendum. Súper Bowl leikur Denver Broncos og Carolina Panthers fer fram á Levi's leikvanginum í Santa Clara, útborg San Francisco 7. febrúar næstkomandi. NFL Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Körfubolti Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Enski boltinn Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Skýrsla Vals: Illt í sálinni Körfubolti „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ Körfubolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Enski boltinn Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Fleiri fréttir EM í dag: Fimm mínútna martröð Í beinni: Real Madrid - Mallorca | Áfram á sigurbraut undir Alonso? Valur meistari meistaranna Doncic og félagar í brasi Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið Hákon skoraði í stórsigri Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Skýrsla Vals: Illt í sálinni Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri Leik lokið: Þór/KA - Fram 1-2 | Lífið án Söndru Maríu Leik lokið: Twente - Breiðablik 2-0 | Blikar á leið í Evrópubikarinn Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Ísak skoraði en var á bekknum þegar liðið missti frá sér sigurinn Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Langþráður leikur Bryndísar Örnu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Sjá meira
Það verður einvígi milli gömlu og nýju útgáfunnar af leikstjórnendum ameríska fótboltans í Súper Bowl í ár en Denver Broncos og Carolina Panthers tryggðu sér sigur í sínum deildum í úrslitakeppni NFL-deildarinnar í nótt. Carolina Panthers liðið verður ógnvænlegt í úrslitaleiknum en Cam Newton og félagar fóru illa með Arizona Cardinals og unnu þá 49-15 í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar. Það var mun meiri spenna í einvígi goðsagnanna Peyton Manning og Tom Brady þar sem Denver Broncos vann 20-18 á ríkjandi NFL-meisturum í New England Patriots í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar.Varnirnar voru í aðalhlutverki í leik Denver Broncos og New England Patriots en tveir af bestu leikstjórnendum sögunnar, Peyton Manning og Tom Brady, komust oft lítið áleiðis. Á endanum var það þó Peyton Manning og félagar hans Denver Broncos sem tryggðu sér sæti í fimmtugasta Súper Bowl. Patriots-liðið gafst ekki upp og átti möguleika á því að jafna metin og tryggja sér framlengingu en misheppnað aukastig í fyrri hálfleiknum reyndist á endanum skilja á milli liðanna. Patriots þurfti að reyna við tvö stig eftir síðasta snertimark sitt og Broncos-vörnina var vel á verði eins og oft áður í leiknum. Peyton Manning bætir þar með við meti í risastórt metasafn sitt því enginn annar hefur náð að fara tvisvar með tvö lið í Súper Bowl. Peyton Manning var líka í Súper Bowl fyrir tveimur árum en Denver Broncos tapaði þá illa fyrir Seattle Seahawks. Manning fór á sínum tvisvar með Indianapolis Colts í Súper Bowl og vann þá sinn eina titil.Carson Palmer, leikstjórnandi Arizona Cardinals, átti litla sem enga möguleika á móti Carolina Panthers vörninni en hann kastaði boltanum fjórum sinnum frá sér og tapaði alls sex boltum. Allt aðra sögu var að segja af Herra Súperman, Cam Newton, leikstjórnanda Carolina Panthers en hann skoraði bæði tvö snertimörk sjálfur auk þess að gefa tvær sendingar sem gáfu snertimörk. Cam Newton, sem verður örugglega kosinn besti leikmaður tímabilsins, er orðinn stærsta NFL-stjarnan í dag og nú aðeins einum sigri frá sínum fyrsta titli. Hann hefur þroskast sem leikmaður í ár en enginn vaf í vafa um alla hæfileikana sem hann býr yfir. Nú fær hann tækifæri til að mæta sannri goðsögn, einn af þeim bestu í Peyton Manning, leikstjórnanda af gömlu gerðinni. Miðað við hvernig Carolina Panthers er að spila þessa dagana þá gæti þetta endað illa fyrir Peyton Manning í mögulega hans síðasta leik en öll bandaríska fótboltaþjóðin hefur nú tvær vikur til að velta sér upp úr því. Eitt er öruggt að þarna eru að bætast gamla og nýja útgáfan af leikstjórnendum. Súper Bowl leikur Denver Broncos og Carolina Panthers fer fram á Levi's leikvanginum í Santa Clara, útborg San Francisco 7. febrúar næstkomandi.
NFL Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Körfubolti Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Enski boltinn Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Skýrsla Vals: Illt í sálinni Körfubolti „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ Körfubolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Enski boltinn Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Fleiri fréttir EM í dag: Fimm mínútna martröð Í beinni: Real Madrid - Mallorca | Áfram á sigurbraut undir Alonso? Valur meistari meistaranna Doncic og félagar í brasi Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið Hákon skoraði í stórsigri Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Skýrsla Vals: Illt í sálinni Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri Leik lokið: Þór/KA - Fram 1-2 | Lífið án Söndru Maríu Leik lokið: Twente - Breiðablik 2-0 | Blikar á leið í Evrópubikarinn Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Ísak skoraði en var á bekknum þegar liðið missti frá sér sigurinn Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Langþráður leikur Bryndísar Örnu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Sjá meira