Stjörnum prýddur pallur hjá Versace Ritstjórn skrifar 25. janúar 2016 10:30 Glamour/getty Janúar er svo sannarlega ekki leiðinlegur mánuður, því í gær hófust Haute Couture sýningar tískuhúsanna. Það var engin önnur en Donatella Versace sem reið á vaðið og sýndi einfalda litapallettu, sem einkenndist af svörtu og hvítu, rauðum, bláum og gulum, sportlegan fatnað og efnislitla kjóla. Grafísk snið og hnútar voru einnig áberandi. Það kæmi ekki á óvart ef einhver af þessum kjólum myndi rata á rauða dregilinn á Óskarsverðlaununum í lok febrúar, eða að minnsta kosti á dregilinn í Vanity Fair eftirpartýinu. Eins og Donatellu einni er lagið, fékk hún margar af frægustu fyrirsætum heims til að ganga pallana eins og Gigi Hadid, Rosie Huntington-Whiteley, Behati Prinsloo, Irina Shayk, Lara Stone og Natasha Poly. Og á fremsta bekk mátti finna hönnuðina Alexander Wang, Riccardo Tici og Anthony Vaccarello. Förðunin var í höndum hinnar einu sönnu Pat McGrath, og var hún í anda Versace eins og oftast; dökkt smokey. Glamour Tíska Mest lesið Kane sýnir vetrarútgáfu af Crocs Glamour Fullkomið fyrir íslenskt veðurfar Glamour Gullfoss og Geysir í aðalhlutverki hjá Mango Glamour Hætt saman eftir 5 ára samband Glamour Dress dagsins í anda Stranger Things Glamour Jonathan Saunders verður yfirhönnuður Diane von Furstenberg Glamour Í dragt frá Alexander McQueen Glamour Mesti töffarinn í tískuheiminum í dag Glamour Ný stuttmynd frá Kenzo Glamour Steldu stílnum: Með hlýja kápu á heilanum Glamour
Janúar er svo sannarlega ekki leiðinlegur mánuður, því í gær hófust Haute Couture sýningar tískuhúsanna. Það var engin önnur en Donatella Versace sem reið á vaðið og sýndi einfalda litapallettu, sem einkenndist af svörtu og hvítu, rauðum, bláum og gulum, sportlegan fatnað og efnislitla kjóla. Grafísk snið og hnútar voru einnig áberandi. Það kæmi ekki á óvart ef einhver af þessum kjólum myndi rata á rauða dregilinn á Óskarsverðlaununum í lok febrúar, eða að minnsta kosti á dregilinn í Vanity Fair eftirpartýinu. Eins og Donatellu einni er lagið, fékk hún margar af frægustu fyrirsætum heims til að ganga pallana eins og Gigi Hadid, Rosie Huntington-Whiteley, Behati Prinsloo, Irina Shayk, Lara Stone og Natasha Poly. Og á fremsta bekk mátti finna hönnuðina Alexander Wang, Riccardo Tici og Anthony Vaccarello. Förðunin var í höndum hinnar einu sönnu Pat McGrath, og var hún í anda Versace eins og oftast; dökkt smokey.
Glamour Tíska Mest lesið Kane sýnir vetrarútgáfu af Crocs Glamour Fullkomið fyrir íslenskt veðurfar Glamour Gullfoss og Geysir í aðalhlutverki hjá Mango Glamour Hætt saman eftir 5 ára samband Glamour Dress dagsins í anda Stranger Things Glamour Jonathan Saunders verður yfirhönnuður Diane von Furstenberg Glamour Í dragt frá Alexander McQueen Glamour Mesti töffarinn í tískuheiminum í dag Glamour Ný stuttmynd frá Kenzo Glamour Steldu stílnum: Með hlýja kápu á heilanum Glamour