Latvala ók á áhorfanda og hélt áfram Finnur Thorlacius skrifar 25. janúar 2016 13:13 Latvala á snævi þöktum götum í Monte Carlo rallinu um helgina. Rallökumaðurinn Jari-Matti Latvala ók á ljósmyndara á leið sinni í Monte Carlo rallinu um helgina en hélt samt áfram för sinni án þess að gæta að hvort allt væri í lagi með hann. Þessu voru mótshaldara ekki ýkja hrifnir af og hafa sektað hann um 5.000 pund, eða 940.000 kr. Latvala er ekki sáttur við sektina og segir að hann hafi aldrei séð ljósmyndarann vegna þess gríðarmikla snævar sem þeyttist yfir bílinn, en áreksturinn átti sér stað í beygju þar sem bíllinn fór örlítið útaf veginum. Latvala hefur þó sönnunargögn á móti sér því bæði eru til upptökur innan úr bílnum þar sem ljósmyndarinn er á húddi bílsins og einnig eru til upptökur af samtali hans við keppnislið sitt þar sem hann biður þá að tékka á því hvort ljósmyndarinn er ekki í lagi þar sem hann hafi líklega ekið á áhorfanda. Í því ljósi er ekki skrítið að keppnishaldara hafi sektað Latvala og gæti sektin sýnst lág í því ljósi. Ljósmyndarinn meiddist ekki mikið. Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent
Rallökumaðurinn Jari-Matti Latvala ók á ljósmyndara á leið sinni í Monte Carlo rallinu um helgina en hélt samt áfram för sinni án þess að gæta að hvort allt væri í lagi með hann. Þessu voru mótshaldara ekki ýkja hrifnir af og hafa sektað hann um 5.000 pund, eða 940.000 kr. Latvala er ekki sáttur við sektina og segir að hann hafi aldrei séð ljósmyndarann vegna þess gríðarmikla snævar sem þeyttist yfir bílinn, en áreksturinn átti sér stað í beygju þar sem bíllinn fór örlítið útaf veginum. Latvala hefur þó sönnunargögn á móti sér því bæði eru til upptökur innan úr bílnum þar sem ljósmyndarinn er á húddi bílsins og einnig eru til upptökur af samtali hans við keppnislið sitt þar sem hann biður þá að tékka á því hvort ljósmyndarinn er ekki í lagi þar sem hann hafi líklega ekið á áhorfanda. Í því ljósi er ekki skrítið að keppnishaldara hafi sektað Latvala og gæti sektin sýnst lág í því ljósi. Ljósmyndarinn meiddist ekki mikið.
Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent