Kverkarhellir gæti breytt tímasetningu landnámsins Kristján Már Unnarsson skrifar 25. janúar 2016 18:00 Nýleg aldursgreining vestur-íslensks fornleifafræðings á helli undir Eyjafjöllum hefur reynst vera olía á eld deilna meðal fræðimanna um fyrstu byggð á Íslandi. Hún gæti jafnframt orðið fyrsta sönnunin fyrir veru papa á Íslandi. Þeir Árni Hjartarson jarðfræðingur og Guðmundur J. Guðmundsson sagnfræðingur hófu fyrir þrjátíu árum að rannsaka manngerða hella á Suðurlandi. Margir hafa tengt þá dvöl írskra munka á Íslandi fyrir landnám norrænna manna. Krossar með keltnesk einkenni á hellisveggjum þykja benda til papa en fram til þessa hefur ekki tekist að sanna að hellarnir hafi verið grafnir fyrir hið hefbundna landnámsártal 874, né hefur verið hægt að sýna fram á að þeir séu verk einsetumunka.Kenningar eru um að papar hafi grafið hella á Suðurlandi.Teikning/Jakob Jóhannsson.Aldursgreining á útgreftri Kverkarhellis við Seljalandsfoss gæti hins vegar breytt Íslandssögunni. Vestur-íslenskur fornleifafræðingur, Kristján Ahronson, birti síðastliðið vor niðurstöður aldursgreiningar á því hvenær jarðefnum var mokað út úr hellinum og telur hann að hellirinn hafi verið grafinn út af mönnum fyrir árið 800. Aðrir fornleifafræðingar, þar á meðal Guðrún Sveinbjarnardóttir, hafa gagnrýnt niðurstöðu Kristjáns Ahronson. „Það voru engin merki á þessum svokallaða útmokstri um að þar hefðu komið menn að. Þetta gæti þessvegna alveg eins hafa verið bara hrun úr berginu. Mér finnst þetta ekki vera næg sönnun þess að þessi hrúga þarna fyrir utan sé af mannavöldum,“ sagði Guðrún. Guðrún Sveinbjarnardóttir fornleifafræðingur.Stöð 2/Ragnar Dagur.Og fornleifafræðingarnir eru gagnrýndir fyrir að hafna aldursgreiningu Kristjáns. „Því var vísað á bug á alveg undarlega fljótfærinn hátt. Ég er alveg undrandi að fornleifafræðingar skuli gera þetta,“ sagði Páll Theodórsson eðlisfræðingur, sem varið hefur niðurstöðu Kristjáns Ahronson. „Hann er á réttri leið og ég er ekki í vafa um að þessi tímasetning hans er mjög nærri lagi,“ sagði Páll.Páll Theodórsson eðlisfræðingur.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Kristján Ahronson þarf að færa betri sönnur á sínar kenningar. Hann þarf að fara út í þessa nákvæmari rannsókn, sem hann hefur talað um að fara í. Fram að þeim tíma verða alltaf dregnar í efa hans niðurstöður,“ sagði Árni Hjartarson. „Þannig að efin eru býsna mörg. En ef hann hefur rétt fyrir sér, og ef þetta er allt saman rétt hjá honum, þá er hann svo sannarlega búinn að brjóta blað,“ sagði Guðmundur J. Guðmundsson sagnfræðingur. Þeir Árni og Guðmundur, ásamt Hallgerði Gísladóttur sagnfræðingi, gáfu út bók fyrir aldarfjórðungi um manngerða hella á Íslandi. Fjallað er um papana í þriðja þætti „Landnemanna“ á Stöð 2. Tengdar fréttir Deilt um hvort Flóki hafi sleppt hröfnum og gefið Íslandi nafn Sögurnar um að Hrafna-Flóki hafi gefið Íslandi nafn og að hrafnar hafi vísað honum leiðina til Íslands eru skáldskapur, að mati sagnfræðiprófessora. 18. janúar 2016 18:30 Deilur um upphaf landnáms sagðar heillandi viðfangsefni Tekist á um hvort endurskrifa þurfi Íslandssöguna. 11. janúar 2016 17:45 Á Náttfari að teljast fyrsti landneminn? Ingólfur Arnarson, sá er nam land í Reykjavík, er í sögubókunum talinn fyrsti landnámsmaður Íslands. Þingeyingar hafa hins vegar löngum haldið því fram að Náttfari hafi verið fyrstur. 18. janúar 2016 10:30 Sigldu konur með pöpum til Íslands? Paparnir eru ein af ráðgátum Íslandssögunnar. 22. janúar 2016 13:30 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Innlent Fleiri fréttir Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Sjá meira
Nýleg aldursgreining vestur-íslensks fornleifafræðings á helli undir Eyjafjöllum hefur reynst vera olía á eld deilna meðal fræðimanna um fyrstu byggð á Íslandi. Hún gæti jafnframt orðið fyrsta sönnunin fyrir veru papa á Íslandi. Þeir Árni Hjartarson jarðfræðingur og Guðmundur J. Guðmundsson sagnfræðingur hófu fyrir þrjátíu árum að rannsaka manngerða hella á Suðurlandi. Margir hafa tengt þá dvöl írskra munka á Íslandi fyrir landnám norrænna manna. Krossar með keltnesk einkenni á hellisveggjum þykja benda til papa en fram til þessa hefur ekki tekist að sanna að hellarnir hafi verið grafnir fyrir hið hefbundna landnámsártal 874, né hefur verið hægt að sýna fram á að þeir séu verk einsetumunka.Kenningar eru um að papar hafi grafið hella á Suðurlandi.Teikning/Jakob Jóhannsson.Aldursgreining á útgreftri Kverkarhellis við Seljalandsfoss gæti hins vegar breytt Íslandssögunni. Vestur-íslenskur fornleifafræðingur, Kristján Ahronson, birti síðastliðið vor niðurstöður aldursgreiningar á því hvenær jarðefnum var mokað út úr hellinum og telur hann að hellirinn hafi verið grafinn út af mönnum fyrir árið 800. Aðrir fornleifafræðingar, þar á meðal Guðrún Sveinbjarnardóttir, hafa gagnrýnt niðurstöðu Kristjáns Ahronson. „Það voru engin merki á þessum svokallaða útmokstri um að þar hefðu komið menn að. Þetta gæti þessvegna alveg eins hafa verið bara hrun úr berginu. Mér finnst þetta ekki vera næg sönnun þess að þessi hrúga þarna fyrir utan sé af mannavöldum,“ sagði Guðrún. Guðrún Sveinbjarnardóttir fornleifafræðingur.Stöð 2/Ragnar Dagur.Og fornleifafræðingarnir eru gagnrýndir fyrir að hafna aldursgreiningu Kristjáns. „Því var vísað á bug á alveg undarlega fljótfærinn hátt. Ég er alveg undrandi að fornleifafræðingar skuli gera þetta,“ sagði Páll Theodórsson eðlisfræðingur, sem varið hefur niðurstöðu Kristjáns Ahronson. „Hann er á réttri leið og ég er ekki í vafa um að þessi tímasetning hans er mjög nærri lagi,“ sagði Páll.Páll Theodórsson eðlisfræðingur.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Kristján Ahronson þarf að færa betri sönnur á sínar kenningar. Hann þarf að fara út í þessa nákvæmari rannsókn, sem hann hefur talað um að fara í. Fram að þeim tíma verða alltaf dregnar í efa hans niðurstöður,“ sagði Árni Hjartarson. „Þannig að efin eru býsna mörg. En ef hann hefur rétt fyrir sér, og ef þetta er allt saman rétt hjá honum, þá er hann svo sannarlega búinn að brjóta blað,“ sagði Guðmundur J. Guðmundsson sagnfræðingur. Þeir Árni og Guðmundur, ásamt Hallgerði Gísladóttur sagnfræðingi, gáfu út bók fyrir aldarfjórðungi um manngerða hella á Íslandi. Fjallað er um papana í þriðja þætti „Landnemanna“ á Stöð 2.
Tengdar fréttir Deilt um hvort Flóki hafi sleppt hröfnum og gefið Íslandi nafn Sögurnar um að Hrafna-Flóki hafi gefið Íslandi nafn og að hrafnar hafi vísað honum leiðina til Íslands eru skáldskapur, að mati sagnfræðiprófessora. 18. janúar 2016 18:30 Deilur um upphaf landnáms sagðar heillandi viðfangsefni Tekist á um hvort endurskrifa þurfi Íslandssöguna. 11. janúar 2016 17:45 Á Náttfari að teljast fyrsti landneminn? Ingólfur Arnarson, sá er nam land í Reykjavík, er í sögubókunum talinn fyrsti landnámsmaður Íslands. Þingeyingar hafa hins vegar löngum haldið því fram að Náttfari hafi verið fyrstur. 18. janúar 2016 10:30 Sigldu konur með pöpum til Íslands? Paparnir eru ein af ráðgátum Íslandssögunnar. 22. janúar 2016 13:30 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Innlent Fleiri fréttir Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Sjá meira
Deilt um hvort Flóki hafi sleppt hröfnum og gefið Íslandi nafn Sögurnar um að Hrafna-Flóki hafi gefið Íslandi nafn og að hrafnar hafi vísað honum leiðina til Íslands eru skáldskapur, að mati sagnfræðiprófessora. 18. janúar 2016 18:30
Deilur um upphaf landnáms sagðar heillandi viðfangsefni Tekist á um hvort endurskrifa þurfi Íslandssöguna. 11. janúar 2016 17:45
Á Náttfari að teljast fyrsti landneminn? Ingólfur Arnarson, sá er nam land í Reykjavík, er í sögubókunum talinn fyrsti landnámsmaður Íslands. Þingeyingar hafa hins vegar löngum haldið því fram að Náttfari hafi verið fyrstur. 18. janúar 2016 10:30
Sigldu konur með pöpum til Íslands? Paparnir eru ein af ráðgátum Íslandssögunnar. 22. janúar 2016 13:30