„Excuse me, do you speak English?“ Kristjana Vigdís Ingvadóttir skrifar 26. janúar 2016 11:34 Hvernig væri heimurinn ef allir væru eins? Ef öll menning væri söm og allir töluðu sama tungumálið? Svarið er einfalt. Heimurinn væri ekkert áhugaverður, hvorki til að skoða né kynnast. Það er að mín skoðun. Ég fer til annarra landa til þess að upplifa menningu þeirra. Ég fór til Frakklands til að drekka rauðvín og borða osta. Ég fór til Ítalíu til þess að borða pítsu og pasta. Mig langar til Japan til að borða sushi. Það væri vissulega auðveldara ef allir töluðu ensku og öll menning væri eins. Ég heyri oft sagt að enskan dugi til þess að bjarga sér, og það þykir bara fínt. Mín upplifun er samt að tungumálið sé lykillinn að menningu landanna. Þegar ég næ tökum á tungumálinu skil ég loks brandarana sem sagðir eru og hlæ með. Í staðinn fyrir að þurfa túlk, eða vera útlendingurinn sem talar bara ensku.2 glös af rauðvíni og framandi ostar Það hjálpaði mikið að vera með stúdentspróf í frönsku áður en ég fór til Frakklands, bæði til að skilja betur tungumálið og menninguna. Þar er mjög eðlilegt að fá sér rauðvínsglas eða tvö með hádegismatnum og nokkra bita af osti í eftirrétt. Ég vil samt ekki ganga svo langt að segja að námið hafi hjálpað mér að skilja mikilvægi víns og osta. Kannski þó að einhverju leyti. Enn mikilvægara var að ég skildi frönskuna þegar ég spjallaði við Frakkana, sötrandi vín og borðandi osta. Kennslan hér heima hjálpaði mikið til við að koma mér betur fyrir í Frakklandi. ...Nú skal ég samt hætta að drekka vín og borða osta og koma mér að aðalefninu: Ef yfirvöldum þykir kennsla erlendra tungumála ekki mikilvæg er líklegt að skilningur okkar á heiminum og menningu hans muni dvína. Þá munum við bara fá smjörþefinn af menningunni. Það þarf tungumálið til að dýpka skilning okkar á honum. Enskan er góð en hún er bara ekki nóg.Erlend tungumál á háskólastigi Háskóli Íslands er eini skóli landsins sem kennir erlend tungumál á háskólastigi og þar fer fram frábært starf. Nemendur læra málfræði tungumálsins og einnig er lögð mikil áhersla á menningu landanna, söguna, bókmenntafræðina, landafræðina og svo lengi mætti telja. Deild erlendra tungumála á samt undir högg að sækja. Hugvísindasvið fær ekki nægilegt fjármagn. Í dag er háskólanám metið eftir flokkum og fær hvert svið ákveðið fjármagn út á hverja einustu einingu sem nemandi klárar innan greinarinnar. Fáir sækja nám í tungumálum og því fær deildin ekki mikið af peningum. Nauðsynlegt er að vekja athygli á mikilvægi kennslunnar, og endurskoða reikniflokkana. Ég hef gert mitt allra besta þetta árið til að vekja athygli á mikilvægi erlendra tungumála. Ég mun ekki hætta því. Því einsleitur heimur er leiðinlegur og enskan er ekki nóg.Linguae Í fyrra stofnaði ég, ásamt öðrum, nýtt nemendafélag sem sameinar nokkur tungumál. Markmið okkar er að efla félagslífið, kynna námið og tala fyrir mikilvægi erlendra tungumála. Við viljum ekki sjá fleiri deildir falla niður, eins gerðist með finnsku og norsku. Við í stjórn Linguae höfum setið á fundum með forseta og kynningarstjórum deildarinnar og leitum leiða til þess að sýna fólkinu í landinu að tungumálin skipta máli. Það megi ekki leggja niður fleiri deildir, hvort sem er í framhaldsskólum eða háskóla. Raddir stúdenta eru mikilvægar. Þær eru af öllum regnbogans litum, og bera angan ótal mismunandi menningarheima og tungumála. Við eigum að ræskja okkur, teygja raddböndin og láta í okkur heyra. Hugvísindasvið og Deild erlendra tungumála þarf á okkur að halda, til þess að breytingar geti átt sér stað. Því annars vöknum við einn daginn í heimi, þar sem allir tala saman á misbjagaðri ensku og menningararfur allra er sá sami. Þessi grein er skrifuð sem hluti af greinaskriftaátaki Vöku í tilefni Stúdentaráðskosninga sem fara fram dagana 3. og 4. febrúar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ísland er síðasta vígi Norður-Atlantshafslaxins Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Menntasjóður, skref í rétta átt? Eyrún Baldursdóttir Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Hvernig væri heimurinn ef allir væru eins? Ef öll menning væri söm og allir töluðu sama tungumálið? Svarið er einfalt. Heimurinn væri ekkert áhugaverður, hvorki til að skoða né kynnast. Það er að mín skoðun. Ég fer til annarra landa til þess að upplifa menningu þeirra. Ég fór til Frakklands til að drekka rauðvín og borða osta. Ég fór til Ítalíu til þess að borða pítsu og pasta. Mig langar til Japan til að borða sushi. Það væri vissulega auðveldara ef allir töluðu ensku og öll menning væri eins. Ég heyri oft sagt að enskan dugi til þess að bjarga sér, og það þykir bara fínt. Mín upplifun er samt að tungumálið sé lykillinn að menningu landanna. Þegar ég næ tökum á tungumálinu skil ég loks brandarana sem sagðir eru og hlæ með. Í staðinn fyrir að þurfa túlk, eða vera útlendingurinn sem talar bara ensku.2 glös af rauðvíni og framandi ostar Það hjálpaði mikið að vera með stúdentspróf í frönsku áður en ég fór til Frakklands, bæði til að skilja betur tungumálið og menninguna. Þar er mjög eðlilegt að fá sér rauðvínsglas eða tvö með hádegismatnum og nokkra bita af osti í eftirrétt. Ég vil samt ekki ganga svo langt að segja að námið hafi hjálpað mér að skilja mikilvægi víns og osta. Kannski þó að einhverju leyti. Enn mikilvægara var að ég skildi frönskuna þegar ég spjallaði við Frakkana, sötrandi vín og borðandi osta. Kennslan hér heima hjálpaði mikið til við að koma mér betur fyrir í Frakklandi. ...Nú skal ég samt hætta að drekka vín og borða osta og koma mér að aðalefninu: Ef yfirvöldum þykir kennsla erlendra tungumála ekki mikilvæg er líklegt að skilningur okkar á heiminum og menningu hans muni dvína. Þá munum við bara fá smjörþefinn af menningunni. Það þarf tungumálið til að dýpka skilning okkar á honum. Enskan er góð en hún er bara ekki nóg.Erlend tungumál á háskólastigi Háskóli Íslands er eini skóli landsins sem kennir erlend tungumál á háskólastigi og þar fer fram frábært starf. Nemendur læra málfræði tungumálsins og einnig er lögð mikil áhersla á menningu landanna, söguna, bókmenntafræðina, landafræðina og svo lengi mætti telja. Deild erlendra tungumála á samt undir högg að sækja. Hugvísindasvið fær ekki nægilegt fjármagn. Í dag er háskólanám metið eftir flokkum og fær hvert svið ákveðið fjármagn út á hverja einustu einingu sem nemandi klárar innan greinarinnar. Fáir sækja nám í tungumálum og því fær deildin ekki mikið af peningum. Nauðsynlegt er að vekja athygli á mikilvægi kennslunnar, og endurskoða reikniflokkana. Ég hef gert mitt allra besta þetta árið til að vekja athygli á mikilvægi erlendra tungumála. Ég mun ekki hætta því. Því einsleitur heimur er leiðinlegur og enskan er ekki nóg.Linguae Í fyrra stofnaði ég, ásamt öðrum, nýtt nemendafélag sem sameinar nokkur tungumál. Markmið okkar er að efla félagslífið, kynna námið og tala fyrir mikilvægi erlendra tungumála. Við viljum ekki sjá fleiri deildir falla niður, eins gerðist með finnsku og norsku. Við í stjórn Linguae höfum setið á fundum með forseta og kynningarstjórum deildarinnar og leitum leiða til þess að sýna fólkinu í landinu að tungumálin skipta máli. Það megi ekki leggja niður fleiri deildir, hvort sem er í framhaldsskólum eða háskóla. Raddir stúdenta eru mikilvægar. Þær eru af öllum regnbogans litum, og bera angan ótal mismunandi menningarheima og tungumála. Við eigum að ræskja okkur, teygja raddböndin og láta í okkur heyra. Hugvísindasvið og Deild erlendra tungumála þarf á okkur að halda, til þess að breytingar geti átt sér stað. Því annars vöknum við einn daginn í heimi, þar sem allir tala saman á misbjagaðri ensku og menningararfur allra er sá sami. Þessi grein er skrifuð sem hluti af greinaskriftaátaki Vöku í tilefni Stúdentaráðskosninga sem fara fram dagana 3. og 4. febrúar.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun