Erlent

Aldrei fleiri nashyrningar drepnir í Afríku

Atli Ísleifsson skrifar
Að sögn Traffic hefur eftirspurnin eftir nashyrningshornum fyrst og fremst aukist í Víetnam.
Að sögn Traffic hefur eftirspurnin eftir nashyrningshornum fyrst og fremst aukist í Víetnam. Vísir/Getty
Aldrei hafa fleiri nashyrningar verið felldir í Afríku en á síðasta ári. Aukningin er fyrst og fremst rakin til aukningar veiðiþjófnaðar í Namibíu og Simbabve.

SVT greinir frá því að 1.312 nashyrningar hafi verið drepnir í heimsálfunni á síðasta ári og hafi aldrei verið fleiri.

Tilfellum fækkaði úr 1.215 árið 2014 í 1.175 árið 2015 í Suður-Afríku, en fjölgaði úr 25 í 80 í Namibíu og úr tólf í fimmtíu í Simbabve.

SVT vísar í samtökin Traffic sem kortleggur verslun með nashyrningshorn. Nafhyrningsstofnarnir í Namibíu og Simbabve eru litlir og þola illa aukinn veiðiþjófnað.

Að sögn Traffic hefur eftirspurnin fyrst og fremst aukist í Víetnam.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×