Hóta Grikkjum brottrekstri úr Schengen vegna flóttamanna Guðsteinn Bjarnason skrifar 27. janúar 2016 07:00 Bátur með flóttafólki frá Afganistan nálgast grísku eyjuna Lesbos í Eyjahafi. vísir/EPA Grískir ráðamenn brugðust ókvæða við hótunum frá Evrópusambandinu um að útiloka Grikkland frá Schengen-svæðinu. Á fundi innanríkisráðherra Evrópusambandsins í Amsterdam á mánudag var talað um nauðsyn þess að styrkja ytri landamæri Schengen-svæðisins, til að hægja á flóttamannastraumnum. Spjótunum var sérstaklega beint að Grikklandi, enda hefur meginstraumur flóttafólksins frá Mið-Austurlöndum komist inn á Schengen-svæðið með því að leggja út í hættuför frá Tyrklandi yfir Eyjahafið til Grikklands. „Á endanum er það svo, að ef eitt ríki stendur ekki undir skuldbindingum sínum, þá þurfum við að takmarka tengsl þess við Schengen-svæðið,“ sagði Anders Ygeman, sem er innanríkisráðherra Svíþjóðar, við fjölmiðla. „Grikkir verða að leggja sig meira fram og fá aðstoð,“ sagði Johanna Mikl-Leitner, innanríkisráðherra Austurríkis. „Ef við getum ekki varið ytri landamæri Evrópusambandsins, landamæri Grikklands og Tyrklands, þá þarf að færa ytri landamæri Schengen-svæðisins nær Mið-Evrópu.“ Nikos Toskas, innanríkisráðherra Grikklands, segist ekki sjá hvernig Grikkir ættu að halda uppi landamæraeftirliti á hafinu: „Það er mjög erfitt að stöðva litla báta sem koma, nema þá með því að sökkva þeim eða skjóta á þá, sem brýtur í bága við hin evrópsku gildi okkar og grísk gildi, og það munum við ekki gera.“ Ioannis Mouzalas, innflytjendaráðherra Grikklands, sagði það fráleitt að kenna Grikkjum um ástandið: „Við höfum engan tíma til þess að gera tilraunir með hluti sem gera ástandið bara enn verra.“ Í sjónvarpsviðtali í Grikklandi sagði hann ýmsar undarlegar hugmyndir hafa komið til tals á ráðherrafundinum í Brussel. Þar á meðal hafi Jan Jambon stungið upp á því að Grikkir settu upp flóttamannabúðir fyrir 400 þúsund manns í höfuðborg sinni, Aþenu. Önnur hugmynd, sem gekk út á það að Grikkir fengju skuldir sínar að hluta niðurfelldar gegn því að halda flóttafólkinu í Grikklandi, sagði Mouzalas fáheyrða. Evrópusambandið hefur þegar samþykkt að greiða Tyrkjum stórfé fyrir að halda flóttafólki innan Tyrklands, en ekki er sjáanlegt að það samkomulag hafi breytt miklu. Það sem af er þessu ári hafa um 35 þúsund manns komið til Grikklands yfir hafið frá Tyrklandi, en á síðasta ári komu meira en milljón flóttamenn til Schengen-landanna, flestir frá Sýrlandi, Írak og Afganistan. Sex af 26 aðildarríkjum Schengen-landamærasamstarfsins hafa nú þegar ákveðið að hefja tímabundið eftirlit með innri landamærum sínum að öðrum aðildarríkjum. Þýskaland og Austurríki hafa nú í hyggju að framlengja slíkt landamæraeftirlit til ársins 2018. Flóttamenn Tengdar fréttir Vilja framlengja landamæravörslunni Þjóðverjar og Austurríkismenn vilja halda landamæraeftirliti í tvö ár. 25. janúar 2016 21:21 Naumur tími til að bjarga Schengen Evrópa hefur nokkrar vikur til stefnu til að bjarga Schengen samstarfinu í núverandi mynd. Verði Schengen lagt af hefði það mikil efnahagsleg áhrif, einnig á Ísland. Þetta segir ráðgjafi forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, sem flutti erindi í Háskóla Íslands í dag. 22. janúar 2016 20:45 Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Sjá meira
Grískir ráðamenn brugðust ókvæða við hótunum frá Evrópusambandinu um að útiloka Grikkland frá Schengen-svæðinu. Á fundi innanríkisráðherra Evrópusambandsins í Amsterdam á mánudag var talað um nauðsyn þess að styrkja ytri landamæri Schengen-svæðisins, til að hægja á flóttamannastraumnum. Spjótunum var sérstaklega beint að Grikklandi, enda hefur meginstraumur flóttafólksins frá Mið-Austurlöndum komist inn á Schengen-svæðið með því að leggja út í hættuför frá Tyrklandi yfir Eyjahafið til Grikklands. „Á endanum er það svo, að ef eitt ríki stendur ekki undir skuldbindingum sínum, þá þurfum við að takmarka tengsl þess við Schengen-svæðið,“ sagði Anders Ygeman, sem er innanríkisráðherra Svíþjóðar, við fjölmiðla. „Grikkir verða að leggja sig meira fram og fá aðstoð,“ sagði Johanna Mikl-Leitner, innanríkisráðherra Austurríkis. „Ef við getum ekki varið ytri landamæri Evrópusambandsins, landamæri Grikklands og Tyrklands, þá þarf að færa ytri landamæri Schengen-svæðisins nær Mið-Evrópu.“ Nikos Toskas, innanríkisráðherra Grikklands, segist ekki sjá hvernig Grikkir ættu að halda uppi landamæraeftirliti á hafinu: „Það er mjög erfitt að stöðva litla báta sem koma, nema þá með því að sökkva þeim eða skjóta á þá, sem brýtur í bága við hin evrópsku gildi okkar og grísk gildi, og það munum við ekki gera.“ Ioannis Mouzalas, innflytjendaráðherra Grikklands, sagði það fráleitt að kenna Grikkjum um ástandið: „Við höfum engan tíma til þess að gera tilraunir með hluti sem gera ástandið bara enn verra.“ Í sjónvarpsviðtali í Grikklandi sagði hann ýmsar undarlegar hugmyndir hafa komið til tals á ráðherrafundinum í Brussel. Þar á meðal hafi Jan Jambon stungið upp á því að Grikkir settu upp flóttamannabúðir fyrir 400 þúsund manns í höfuðborg sinni, Aþenu. Önnur hugmynd, sem gekk út á það að Grikkir fengju skuldir sínar að hluta niðurfelldar gegn því að halda flóttafólkinu í Grikklandi, sagði Mouzalas fáheyrða. Evrópusambandið hefur þegar samþykkt að greiða Tyrkjum stórfé fyrir að halda flóttafólki innan Tyrklands, en ekki er sjáanlegt að það samkomulag hafi breytt miklu. Það sem af er þessu ári hafa um 35 þúsund manns komið til Grikklands yfir hafið frá Tyrklandi, en á síðasta ári komu meira en milljón flóttamenn til Schengen-landanna, flestir frá Sýrlandi, Írak og Afganistan. Sex af 26 aðildarríkjum Schengen-landamærasamstarfsins hafa nú þegar ákveðið að hefja tímabundið eftirlit með innri landamærum sínum að öðrum aðildarríkjum. Þýskaland og Austurríki hafa nú í hyggju að framlengja slíkt landamæraeftirlit til ársins 2018.
Flóttamenn Tengdar fréttir Vilja framlengja landamæravörslunni Þjóðverjar og Austurríkismenn vilja halda landamæraeftirliti í tvö ár. 25. janúar 2016 21:21 Naumur tími til að bjarga Schengen Evrópa hefur nokkrar vikur til stefnu til að bjarga Schengen samstarfinu í núverandi mynd. Verði Schengen lagt af hefði það mikil efnahagsleg áhrif, einnig á Ísland. Þetta segir ráðgjafi forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, sem flutti erindi í Háskóla Íslands í dag. 22. janúar 2016 20:45 Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Sjá meira
Vilja framlengja landamæravörslunni Þjóðverjar og Austurríkismenn vilja halda landamæraeftirliti í tvö ár. 25. janúar 2016 21:21
Naumur tími til að bjarga Schengen Evrópa hefur nokkrar vikur til stefnu til að bjarga Schengen samstarfinu í núverandi mynd. Verði Schengen lagt af hefði það mikil efnahagsleg áhrif, einnig á Ísland. Þetta segir ráðgjafi forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, sem flutti erindi í Háskóla Íslands í dag. 22. janúar 2016 20:45