Víkingabrúðkaup í Vogue Ritstjórn skrifar 27. janúar 2016 11:00 Brúðhjónin alsæl í íslenska vetrinum Mynd/Hildur Erla Mosha Lundström Halbert, fashion director hjá Footwear News, og Aidan Butler, giftu sig með glæsibrag á gamlárskvöld á Íslandi. Myndir frá athöfininni, veislunni og undirbúningnum birtust á Vogue.com í gær. Athöfnin og veislan voru haldin í Gamla Bíó, en kvöldið fyrir brúðkaupið var kvöldverður í Viðey með víkingaþema. Gestirnir fengu allir víkingahjálma og skáluðu í Brennivíni. Á stóra daginn fékk Mosha íslenskt teymi í hár og förðun. Theodóra Mjöll sá um hárið bæði kvöldin, Harpa Káradóttir um förðun og húðdekur með Skyn Iceland og Hildur Erla tók myndirnar, en hún hefur myndað fyrir okkur hjá íslenska Glamour.Brúðurin var stórglæsileg. Hár eftir Theodóru Mjöll og förðun eftir Hörpu Kára.Myndir/Hildur ErlaÞar sem Aidan er mikill aðdáandi Game of Thrones þáttanna, og þau hjónin miklir aðdáendur búningapartýa (þau kynntust einmitt í einu slíku) þá var brúðkaupið í anda þáttanna. Brúðurin klæddist beinhvítum kjól, sem móðir hennar hannaði og bar hún hvítan loðkraga við. Gréta Salóme spilaði lag Sigurrósar, Hoppípolla þegar brúðurinn gekk inn í salinn. Eftir athöfnina var veislan haldin í sama sal og á miðnætti skáluðu allir í kampavíni og hélt gleðskapurinn áfram fram eftir nóttu.Allt á fullu í undirbúning.Mynd/Hildur ErlaBrúðhjónin í Víkinga kvöldverðinum daginn fyrir brúðkaupiðMynd/Hildur ErlaBjörk var innblásturinn fyrir greiðsluna í kvöldverðinum fyrir brúðkaupið.mynd/Hildur Erla Game of Thrones Glamour Tíska Mest lesið Beint af tískupallinum á sviðið á Coachella Glamour Valdi leðurjakka og gallabuxur frekar en prinsessukjól Glamour Töffaralegur fatastíll Margot Robbie Glamour Íris Björk og Chris Pine saman á rauða dreglinum Glamour Nostalgíukast í eftirpartýi H&M og Balmain Glamour Tískan á Secret Solstice: Sólgleraugu og regnjakkar Glamour Best klæddu konur vikunnar Glamour Hönnuður kýldi fyrirsætu baksviðs Glamour Áhersla á mittið hjá Dior Glamour Kendall neitar að tala um Pepsi auglýsinguna Glamour
Mosha Lundström Halbert, fashion director hjá Footwear News, og Aidan Butler, giftu sig með glæsibrag á gamlárskvöld á Íslandi. Myndir frá athöfininni, veislunni og undirbúningnum birtust á Vogue.com í gær. Athöfnin og veislan voru haldin í Gamla Bíó, en kvöldið fyrir brúðkaupið var kvöldverður í Viðey með víkingaþema. Gestirnir fengu allir víkingahjálma og skáluðu í Brennivíni. Á stóra daginn fékk Mosha íslenskt teymi í hár og förðun. Theodóra Mjöll sá um hárið bæði kvöldin, Harpa Káradóttir um förðun og húðdekur með Skyn Iceland og Hildur Erla tók myndirnar, en hún hefur myndað fyrir okkur hjá íslenska Glamour.Brúðurin var stórglæsileg. Hár eftir Theodóru Mjöll og förðun eftir Hörpu Kára.Myndir/Hildur ErlaÞar sem Aidan er mikill aðdáandi Game of Thrones þáttanna, og þau hjónin miklir aðdáendur búningapartýa (þau kynntust einmitt í einu slíku) þá var brúðkaupið í anda þáttanna. Brúðurin klæddist beinhvítum kjól, sem móðir hennar hannaði og bar hún hvítan loðkraga við. Gréta Salóme spilaði lag Sigurrósar, Hoppípolla þegar brúðurinn gekk inn í salinn. Eftir athöfnina var veislan haldin í sama sal og á miðnætti skáluðu allir í kampavíni og hélt gleðskapurinn áfram fram eftir nóttu.Allt á fullu í undirbúning.Mynd/Hildur ErlaBrúðhjónin í Víkinga kvöldverðinum daginn fyrir brúðkaupiðMynd/Hildur ErlaBjörk var innblásturinn fyrir greiðsluna í kvöldverðinum fyrir brúðkaupið.mynd/Hildur Erla
Game of Thrones Glamour Tíska Mest lesið Beint af tískupallinum á sviðið á Coachella Glamour Valdi leðurjakka og gallabuxur frekar en prinsessukjól Glamour Töffaralegur fatastíll Margot Robbie Glamour Íris Björk og Chris Pine saman á rauða dreglinum Glamour Nostalgíukast í eftirpartýi H&M og Balmain Glamour Tískan á Secret Solstice: Sólgleraugu og regnjakkar Glamour Best klæddu konur vikunnar Glamour Hönnuður kýldi fyrirsætu baksviðs Glamour Áhersla á mittið hjá Dior Glamour Kendall neitar að tala um Pepsi auglýsinguna Glamour